Alþýðumaðurinn - 19.12.1996, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 19.12.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 - 7 Smásagan: Smitandi hugrekki eftir W.H. Canaway „Hvað sem öðru líður ert þú faðirinn,“ sagði kona Pritchards liðsforingja. „Það er mergurinn málsins, hann er sonur þinn. Þetta er fyrsta holan, sem hann fær í bama- tennumar, eins og yfírtannlæknirinn benti á. Ef þessi tönn verður ekki dregin úr, þá skemmast allar hinar, löngu fyrir tímann." Pritchard liðsforingi drakk morgunkaffið sitt og gjóaði á hana augunum yfir barminn á bollanum. Hann sá að sólbrennt andlit hennar var gljáandi af svita. Klukkan var ekki nema 9 að morgni, en samt var hitinn eins og sjóðheitt málmlok yfir nýlendunni, þar sem hún kúrði í dal á milli klettahæða. Hann fékk sér sopa og sá þá hundrað svitadropa spretta út úr handarbakinu. Dropamir þéttust og tóku að drjúpa af fingrum hans. Hann var hávaxinn og nefstór, með rauðgult hár. Hann varð aldrei sólbnínn, en andlitið var oftast aumt og húðin flögnuð. „Ég veit að þú ert ekki alvöruhermaður, sem þarf að berjast við hryðjuverkamenn. Þú borgar bara hinum laun- in, þeim sem verða að berjast. Það er nú allt og sumt,“ sagði konan. Pritchard liðsforingi sagði: „Ég var 18 ára þegar ég fékk foringjatign, og þá var ég kominn með falskar tennur. Mér leið alveg djöfullega hjá tannlækninum, og ég vil ekki að Marteinn þurfi að ganga í gegnum það sama. Faðir minn var slátrari og hafði enga tilfinningu fyrir kvöl- um annarra. Tannlæknirinn var líka eins og slátrari.“ „Þú ert barakjarklaus,“ sagði konan. „Bölvuð raggeit. En það var loft í þér meðan við vomm trúlofuð. Þá þóttistu ætla að verða sveitarforingi eða herforingi eða eitthvað álíka, svo að þú gætir þanið út bringuna alsetta heiðurs- merkjum. Sjá þig svo núna. Liðsforingi í launadeildinni, og svo mikil gunga, að þú þorir ekki að fara með son þinn til tannlæknis!“ Pritchard liðsforingi andvarpaði. „Ég hef ekki neitað að fara með hann. Ég hlakka bara ekki til þess, það er nú allt og sumt.“ „Er nokkur þörf á því að þú hlakkir til?“ Um leið og hún sagði þetta, reis hún á fætur, sneri sér að honum og leysti beltið á morgunsloppnum, sem hún var í einum fata. „Ég veit svosem til hvers þú hlakkar mest. Og ég skal líka segja þér svolítið annað. Éf þú ferð ekki með drenginn til tannlæknis, skaltu fá að sofa einsamall það sem eftir er af herskyldutíma þínum á þessum stað.“ Hún stóð þannig stundarkom fyrir framan hann, andlitið afmyndað af fyrirlitningu. Svo hvíslaði hún: „Raggeit," og sneri sér undan. Hún lagaði á sér sloppinn, kallaði á son þeirra og fór út úr stofunni. Faðir og sonur leiddust eftir götunni. Lítil hönd Marteins hvarf inni í stórri hönd föðurins. Hann trítlaði við hlið hans og horfði stóram augum yfir götuna, sem var troðfull af aröbum og hermönnum. Snöggvast varð honum litið á atvik, sem honum fannst þó ekkert merki- legt, - liðþjálfi og foringi úr fótgönguliðinu höfðu hand- samað arabiskan ungling og snúið honum upp að vegg meðan þeir leituðu á honum. Enginn skipti sér af þessu. Faðirinn hugsaði: Strákurinn kemur með mér alveg svellkaldur, en pabbi þurfti að dragamig öskrandi eftir götunni með sér til tannlœknisins. Eg hélt mér í alla dyrastafi og Ijósastaura, sem náði til á leiðinni, en hann kom mér þangað þótt ég öskraði allan tímann. Drengur leit upp til föður síns og sagði: „Heldurðu að tannlæknirinn meiði mig?“ Pritchard liðsforingi treysti sér ekki til að segja neitt og lét nægja að hrista höfuðið. Nokkrir byssuhvellir heyrðust úr fjarska, gegnum ys og þys götunnar. „Klikk-klikk,“ sagði Marteinn kæraleysislega. „Þama stútuðu þeir einum hryðjuverkamanni í viðbót.“ Tannlæknirinn var majór að nafnbót, lágvaxinn og hálsdigur. Hann stakk snöggklipptu höfðinu út um dymar á biðstofunni, yfir öxlina á laglegri hjúkrunarkonu. „Sæll, Pritchard. Er þetta þá drengurinn? Fáið ykkur sæti, SL kemur rétt strax.“ „SL, herra?“ „Svæfingalæknirinn," sagði majórinn og hvarf. Almáttugur, þeir œtla að svæfa hann með gasi. Nota gas við einn tannúrdrátt! Mig óluðu þeir niður í stól og létu mig bíta í gúmífleyg. Síðan festu þeir þessa hrœðilegu grímu á andlitið á mér, og þá fór ég að brjótast um og grenja en hœtti smátt og smátt eftir því sem þyrmdi yfir. Það var eins og allt hringsnerist og ég væri að drukkna án þess að geta nokkra björg mér veitt. Svo fékk ég meðvitund og höfði mínu var haldið yfir skál og þá mundi ég óljóst eftir töng, sem nísti síðasta, erfiðasta jaxlinn. Hann kingdi munnvatni og leit á son sinn, sem var niðursokkinn í teiknimyndabók. „Líður þér vel, Mar- teinn?“ spurði hann. Drengurinn kinkaði kolli annars hugar og sagði: „Það er margt merkilegt á Venusi. Til dæmis gríðarstórar plönt- ur, sem geta hreyft sig. Þær hafa risastórar klær og augu á stilkum. En Rauðu djöflamir á geimskotstöð 1 hafa blás- ara og þegar þeir fara í gang, þá bara visna plöntumar algerlega." Hjúkranarkonan sagði: „Herra Pritchard, vilt þú gera svo vel að koma - koma inn núna með Martein.“ Pritchard liðsforingi reis hikandi á fætur. ,Já, auðvitað. Komdu Marteinn.“ Og hann fylgdi syni sínum inn í lyktina, sem hann óttaðist en rifjaðist nú fyrst upp fyrir honum. Skurðstofu- lykt, - sambland af spritti og joði, - hrollvekjandi ódaunn. Hann klöngraðist einhvemveginn inn með drengnum og forðaðist að líta á röð glerskápa með fölskum tönnum, hvítum og bleikum, hræðilegum verkfæram og röðum af meðalaglösum og flöskum. Hann forðaðist einnig að horfa í áttina til pyndingarstólsins með hreyfanlegu þvottaskálinni og litla málmtappanum, - hvað þá til bors- ins, sem hékk ógnandi yfir stólnum. Þeir voru vanir að pota nálinni í kjálkann á mér, og þreifa fyrir sér í holunni til að finna taugina. „Er þetta sárt? “ spurðu þeir og ég grenjaði og grenjaði. Andskot- inn hafi það, mér finnst ég þurfi að öskra núna. Svæfingalæknirinn var kapteinn, hár og lotinn í herð- um og ljós yfirlitum. Hann kinkaði kolli til Pritchards og sagði: „Svo þetta er drengurinn, já.“ „Góðan daginn, herra,“ sagði Marteinn. Kapteinninn tók hægri hönd Marteins og sló þéttingsfast á hana neðan við úlfliðinn til þess að víkka út æðamar. „Þú ert með litlar og horaðar krumlur," sagði hann. Pritchard liðsforingi ræskti sig og sagði milli vonar og ótta: „Jæja, á ég þá ekki bara að bíða frammi? „Ekkert liggur á. Héma, - haltu í höndina á honum. Svona, rétt ofan við úlfliðinn.“ Kapteinninn sneri sér við og náði í sprautu, fyllti á hana og sprautaði smábunu út í loftið til prafu. „Þetta er ný aðferð,“ sagði hann. “Fróðlegt fyrir þig að kynnast þessu. Bara smáskot í æð og þá líður þú útaf eins þegar ljós er slökkt. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem eg prófa þetta.“ Pritchard kinkaði kolli en stundi innan í sér og hugsaði: Guð minn góður, það er alveg að líða yfir mig. Hann hélt um grannan úlflið sonar síns og horfði í sjúklegu ofvæni á þegar kapteinninn stakk nálinni inn í holdið. Hönd Marteins tók ósjálfráðan smákipp, en ekkert heyrðist í honum. Kapteinninn sagði: „Hananú, ég hitti ekki æðina. Við skulum reyna hina.“ Hann dró nálina út og stakk henni aftur inn örlítið lengra til vinstri. Aftur tók höndin smá- kipp. „Þetta er ekki minn happadagur,“ sagði kapteinninn. Majórinn og hjúkranarkonan færðu sig nær til að fylgjast með. „Hitti ekki æðina,“ sagði kapteinninn borabrattur við þau. „Við skulum prófa hina höndina, - Pritchard, vertu svo vænn að skipta um hendi.“ Pritchard liðsforingi hugsaði með sér: Eftir fáeinar sekúndur líð ég útafí hrúgu á gólfinu, og það í augsýn drengsins. Hann stundi hljóðlaust og færði takið yfir á vinstri hönd Marteins. Kapteinninn bankaði með fingur- gómunum á æðamar. Marteinn hleypti í sig kjarki og hann haggaðist ekki við nálarstungur læknisins. „Fjandinn hafi það, þetta gengur bara ekki,“ sagði kapteinninn. „Nú hreyfði ég mig ekki neitt,“ sagði Marteinn. „Skrattinn eigi þessar nýmóðins aðferðir,“ sagði majórinn. „Nú er nóg komið af þessu. Pritchard, taktu strákinn upp og sittu undir honum í stólnum.“ „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott,“ sagði svæfingalæknirinn. „Hann lætur sér ekki til hugar koma að gerast sprautufíkill eftir þessa reynslu.“ Pritchard liðsforingi sat eins og dofinn í stólnum með drenginn á hnjánum meðan kapteinninn handfjatlaði eitthvað laumulega bak við stólinn, brá síðan svæfing- argrímu fyrir vit Marteins. Svo heyrðist lágt hviss í gasi. „Andaðu að þér,“ skipaði hann, og brátt fór Marteinn að stynja og brjótast um. Svo dró úr umbrotunum, og lítill líkaminn lá slyttingslega í kjöltu föður síns með djúpum sogum. Pritchard liðsforingi sat eins og í dái, gjörsneyddur öllum geðbrigðum. „Allt í lagi, Pritchard,“ sagði majórinn. „Okkur tókst þetta. Smeygðu þér undan og bíddu fyrir utan. Þetta er kjarkmikill og góður strákur, sem þú átt,“ bætti hann við um leið og liðsforinginn reis á fætur, dálítið reikull í spori, og fylgdist með því þegar hjúkrunarkonnan hagræddi syni hans í stólnum. Kjarkmikill og góður drengur. Hann hugsaði ekki um annað meðan hann sat frammi á biðstofunni. Svo kom hjúkranarkonan með Martein. Hann var dálítið máttfar- inn, en í góðu skapi og hélt á tönn, sem vafin var inn í umbúðapappír. Hann hugsaði heldur ekki um annað meðan þeir leiddust hönd í hönd til baka í áttina að íbúðarhverfi giftra hermanna, þar sem þeir áttu heima. Þetta var líka efst í huga hans þegar hann heyrði lítinn dynk og sá handsprengju koma veltandi á móti þeim eftir götunni, en fólk þusti æpandi í allar áttir. Kjarkmikill og góður drengur. Hann sleppti hönd sonar síns, tók handsprengjuna upp og kastaði henni frá sér eins og hann væri annars hugar. Hún sveif í eina sekúndu eða svo í tærri morgunbirtunni, en féll svo til jarðar aftan við gamlan strætisvagn inni í geymsluporti fyrir gömul bílhræ. Sprengjugnýr kvað við og skömmu seinna heyrðist gler falla í einni dembu handan við götuna. Svo varð allt nljótt, þar til manngrúinn náði sér aftur eftir þessa skyndi- legu hóplömun, og upphóf hróp og köll á ný. Neðar í götunni héldu tveir hermenn smávöxnum en illvígum araba og sá þriðji stóð hjá með reidda byssuna. Yfirliðs- foringi úr fótgönguliðinu raddi sér leið gegnum mann- þröngina til Pritchards liðsforingja. „Ur launadeildinni!" sagði hann undrandi, þegarhann hafði litið á axlarskúfa liðsforingjans. „Skiptir engu, - fyrir þetta færð þú heiðursmerki. Ég sá allt sem gerðist. Þú varst alveg svellkaldur og hikaðir ekki svo mikið sem eina sekúndu." Hann tpk í hönd Pritchards liðsforingja og hristi hana ákaft. „Ég ætla sjálfur að mæla með þer. Gefðu mér upp nafn þitt og herdeildar þinnar.“ Hann skrifaði hjá sér upplýsingamar og hraðaði sér síðan á brott, en Pritchard liðsforingi horfði á eftir þessum rösklega manni, þar sem hann gaf sig á tal við hermenn- ina, sem gættu arabans. Lítil hendi smeygði sér í lófa hans, og hann leit niður til sonar síns. Hann lyfti upp hönd drengsins og sá að blóðrauðir marblettir höfðu myndast eftir misheppnaðar sprautustungumar. Drengurinn sagði: „Þú átt að fá orðu, pabbi. Þú átt að fá orðu fyrir hugrekki. Hvað heldurðu að mamma segi núna?“ Hann dansaði af æsingi. „Hugrekki?“ sagði faðir hans. „Sonur sæll, - einhvem- tíma skal ég segja þér hvemig ég smitaðist af því.“ (Þýðing: B.F.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.