Alþýðumaðurinn - 19.12.1996, Blaðsíða 13

Alþýðumaðurinn - 19.12.1996, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUMAÐURINN Austurhlið Gamla Apóteks, eins og hún leit út í upphafi. Teikning: Finnur Birgisson. búð. Nýju eigendumir létu síðar for- skala húsið, og var þá allt skraut fjar- lægt, svo og timburpallurinn.) Athugasemdir: Hús þetta er eitt þeirra merkustu í Innbænum og íhuga þarf hvemig best verður staðið að því að tryggja varðveislu þess. Til em nákvæmar heimildir um útlit hússins áður fyrr og má því færa það til fyrra horfs með mikilli nákvæmni. Innan dyra hafa ekki verið unnar jafnmiklar skemmdir á húsinu og ætti að vera auðvelt að endurbæta það sem úr- skeiðis hefur farið. Apótekið getur aftur orðið jafnmikil bæjarprýði og það var og ætti að kappkosta að svo verði.“ (Tilvitnun lýkur) Um smiðinn J. Chr. Stephánsson (1828 - 1910) lærði smíðar hjá Ólafi Briem, timburmanni á Gmnd í Eyjafirði. 1856 fór hann til Danmerkur og var þar við nám og störf í tvö ár. Heim þessu nafni, og fjórði ættliður frá fyrsta lyfsala bæjarins. Þegar hann lést höfðu Thorarensenar því annast lyfsölu til Akureyringa nær óslitið í rúm 170 ár! Oddur (I.) Thorarensen (1797 - 1880) var sonur Stefáns Þórarins- sonar (1754 - 1823), amtmanns á Möðmvöllum. Synir Odds (I.) vom Steypujárnsstólpi. (Mynd F.B) Útitröppur úr steypujárni við suðurstafn. (Mynd F.B.) kom hann 1858 og var Apótekið fyrsta húsið sem hann byggði eftir það. Af öðmm húsum sem hann teiknaði og byggði má nefna Akur- eyrarkirkju, sem stóð í Fjömnni (1862), Gránufélagshúsin á Oddeyri (1873 og síðar) og Hótel Akureyri (1885). Talið er líklegt að hann hafi teiknað Möðmvallakirkju, en Þor- steinn Daníelsson á Skipalóni var yfirsmiður hennar. Jón smíðaði einnig skip og lagði stund á ljós- myndun, sem hann hafði kynnst í Danmerkurdvölinni. Hann var vel metinn borgari, var kosinn í fyrstu bæjarstjóm Akureyrar 1863 og sat samtals í bæjarstjóm í 17 ár. Á gam- als aldri var honum falin umsjón trjáræktarstöðvar, sem sett var um aldamótin sunnan kirkjunnar í Fjör- unni þar sem nú er trjágarður Minja- safnsins, og var það aðalstarf hans síðustu æviárin. Um Thorarensena Fyrir nokkmm ámm lést hér í bæ Oddur Carl Thorerensen, lyfsali í Akureyrar Apóteki. Hann var þriðji lyfsalinn á beinum karllegg með þrír: Jóhann Pétur lyfsali, sem lét byggja Gamla Apótekið, Stefán sýslumaður og Jakob söðlasmiður. Jóhann Pétur lést í Ástralíu árið 1911. Árið 1890 er Oddur (II.) Carl Thorarensen (1862 -1934) skráður búsettur í Apótekinu ásamt konu sinni Ölmu, sem var fædd Schiöth, og bami þeirra á fyrsta ári. Þau virð- ast því hafa flutt heimili sitt þangað áður en H. J. P. Hansen lést og búið þar samtímis honum. Stefán sýslu- maður (1825 -1901), faðir Odds II, átti Aðalstræti 6, sem er næsta hús sunnan við Apótekið, og bjó þar uns hann seldi Hendrik Schiöth húsið árið 1901. Flutti hann sig þá um set til sonar síns, en lést síðar á því sama ári. Á milli þessara húsa rann Búða- lækurinn en brú var á honum sunnan og austan við Apótekið, rétt við Að- r^l sfræti 6 Hendrik Schiöth (1841 - 1923) var tengdafaðir Odds II. Haim kom hingað til lands frá Danmörku ásamt Önnu (1846 -1921) konu sinni árið 1868, til þess að veita forstöðu nýju bakaríi. Ánnar tengdasonur Schiöth- hjónanna var Klemens Jónsson, sem tók við sýslumannsembættinu af Stefáni árið 1891 og varð síðar ráð- herra, en Anna seinni kona hans var dóttir þeirra hjóna. Klemens leigði hjá H.J.P. Hansen apótekara (1825 - 1893) síðustu tvö æviár hans, og er lýsingin hér að framan á morgun- verðunum hjá Hansen ættuð ffá hon- umv Árið 1919 lét Oddur H. apótekið í hendur sonar síns og alnafna. 1934, sama ár og Oddur H. lést, var Gamla Apótekið selt úr eigu fjölskyldunn- ar. Nokram áram áram áður, eða 1929, hafði lyfjaverslunin verið flutt í nýtt hús, sem Oddur HI. (1894 - 1964) lét reisa við Hafnarstræti, og þar er hún enn. Ástand 1992. Gamla Apótekið ber nú lítinn vott um fyrri glæsileika. Af upphaf- legum frágangi þess er ekkert sýni- legt nema vindskeiðar á stöfnum og útitröppur úr steypujámi við suður- stafn, sem era furðu heillegar. Þær hafa verið færðar til þegar inngangi var breytt, vora áður fyrir miðjum stafni. Áður en húsið var múrhúðað hafa allir listar, gerekti og annað skraut verið tekið burt, og síðan klætt með pappa, undir múrhúðina. Hún er talsvert sprungin á neðri hluta vest- urhiðar, og víðast hvar era glufur undir múrinn við hurðir og glugga. Búast má við fúaskemmdum á þessum stöðum. Gluggar og útihurðir era af ann- arri eða þriðju kynslóð, en era þó að nokkra leyti á upphaflegum stöð- um og nálægt upphaflegri stærð. Syðri dyr á framhliðinni era horfnar og dyr á suðurstafni hafa verið færð- ar til. Enginn uppranalegur gluggi er eftir í húsinu, þeir era allir eftir tísku 6. áratugar þessarar aldar og gluggasetningu hefur verið breytt í nokkram atriðum. Glögglega má sjá utan frá að grannur hússins er mjög siginn. Mænir hússins er sveigður niður í miðjunni um ca. 15 cm, og þakbrún- ir á austur og vesturhlið era ekki lá- réttar. Meginsigið virðist vera um miðju hússins, en einnig virðist út- hringurinn vera missiginn. Inni í húsinu hafa gólf að hluta verið rétt af en sumsstaðar er á þeim greinileg- ur halli og dyrakarmar er margir skakkir, jafnvel svo að munar allt að 2 cm á hurðarbreiddinni. Allt bendir til þess að ástæðan fyrir siginu sé einfaldlega sú, að grannurinn hafi ekki verið nógu traustur í upphafi, þótt vel hafi verið vandað til hússins að öðra leyti. í brekkunum ofan við Akureyri háttar víðast þannig til, að jarðvegur liggur ofan á hallandi móhellu og skríður hægt fram fyrir áhrif vatns og vixl- verkunar frosts og þíðu. Á þeim tíma, sem húsið var byggt hafði mönnum ekki lærst hvemig granda ætti hús við slíkar aðstæður. FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 - 13 ®BÚNAÐARBANKINN TD A I TOTI TD D A XTVT \ • TRAUSTUR BANKI - Xili/ HREINT LOFT... Ífy£/ HREINT VATN... HREIN JÖRÐ... ...HREIN AFURÐ Brautryðjandi í baráttu fyrir hreinna umhverfi. Óskum viðskíptavinum okkar og starfsfólki ^ gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samskiptin. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS Ó'skimi mðskiptammmv akkar gleðilegj'ajála úg/ jar&ældar d kamandi ári. ‘Pökkum wð&kiptin. \ Í LJÓSGJAFINN HF . GLERÁRGÖTU 34 • 600 AKUREYRI ■ SÍMI462 3723 FAX 461 1760 • KT. 440269-7029 • VSK.NR. 895 s 1; £já& ðk lij jf§ fminili&tæki |g| IEMENS - BÚÐIN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.