Alþýðumaðurinn - 19.12.1996, Blaðsíða 11

Alþýðumaðurinn - 19.12.1996, Blaðsíða 11
HMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 - 11 Saga frá flokksþingi Jón Baldvin og svínið egar GATT málið stóð sem hæst í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins, fór hann í eigin persónu á fundi víða um land til að boða bændum fagnaðarerindið. Eitt kvöld síðla voru þeir á suð- urleið á ráðherrabflnum eftir stormasaman fiind með skagfirskum bænd- um, ráðherrann og Kiddi rótari bflstjóri hans, og voru staddir einhvers- staðar í Húnavatnssýslunum þegar svo slysalega vildi til að Kiddi keyrði á svín, sem birtist skyndilega út úr náttmyrkrinu, og steindrap það. Við veginn stóð reisulegur bóndabær, og Jón Baldvin segir Kidda að hann verði að fara þangað heim og láta vita af óhappinu. „Og hvað á ég að segja,“ spyr Kiddi. „Nú, þú segist bara vera bflstjórinn minn og að svínið þeirra hafi orðið fyrir bflnum og drepist,“ segir Jón Baldvin. Kiddi töltir nú upp heimreiðina, en Jón Baldvin bíður í bflnum á meðan. Líður svo og bíður og ekki kemur Kiddi til baka. Eftir rúma klukkustund birtist hann loks aftur og er með fangið fullt af pökkum og pinklum. „Hvað í fjandanum hefur þú verið að gera allan þennan tíma,“ segir Jón Baldvin snúðugt, „- og hvaða drasl er þetta?“ „Sko, þegar ég hafði sagt þeim erindið, vildu þau endilega bjóða mér inn fyrir,“ segir Kiddi vandræðalegur. „Þau voru alveg einstaklega elsku- leg, og mér var borið allt það besta, sem til var á bænum, svo að ég gat ómögulega bara staðið upp og farið. Þegar ég svo loksins losnaði, þá leystu þau mig út með þessum gjöfum, - ég held að þetta sé aðallega heimaslátrað og eitthvað af reyktum laxi.“ „Hægan, hægan, Kiddi minn, hvað sagðirðu eiginlega við fólkið,“ spyr þá Jón Baldvin. „Bara eins og þú sagðir, - að ég væri bflstjórinn hans Jóns Baldvins og að ég væri búinn að drepa svínið." r (9ðfium uidöfuptauimim oARcvc gleðitegHa jéta ai} fwíðœtdwc á komaudi áni JðöMum- uidðHiptUt / Oðfíum uiððftLptauinum oMwt gleéitegxa játa ag fwíðætdwi á domandi óhí JðöMum uidðktptin BÓKEIUD sf. BÓKHALD OG ENDURSKOÖUN Sími 462 1838 - Fax 462 5054 éðfkun uiððííiptauinum oMwt * gteditegxa jóta og fwtðcddwt á damandi áni J>öMum uidókiptia Lögmannsstofan hf. Brekkugötu 4 - Símar 461 1200 & 461 1202 r Oðkum uiððfiiptcwinum oáíicvt gteðitegxa jóta oxj fwtðcetdwt á fiamandí cuá JðöMum uiÖðkiptin SJOVADICTALMENNAR Umboðið á Akureyri - Ráðhústorgi 5 - Símar 462 2244 & 462 3600 Óð&um uulðftiptavinum oá&wi ' gteðitegxa jóta fgjjl ag fwtðceídwt á kamandi áxi JöMum uiÖðkiptin M Slippstöðin hf Hjalteyrargötu 20 - Sími 461 2700 íBeðtu jóla- ag nýwtðkueðjwt Landsvirkjun ÞÚ GETUR EKKI HÆTT AÐ BORÐA ÞAÐ.... GOTT EITT SÉR - GOTT MEÐ SÚPU - GOTT MEÐ ÖLI GOTT MEÐ RAUÐVÍNI - GOTT MEÐ POTTRÉTTUM KOMIÐ SMAKKIÐ OG SAIMNFÆRIST.... TRYGGVABRAUT & BREKKUGOTU ATH: NYTT SIMANUMER 461 4010 Guð og hugsunin Geimfari og heilaskurðlæknir voru í djúpum samræðum um innstu rök tilverunnar. „Ég er al- veg klár á því, að Guð er ekki til,“ sagði geimfarinn. „Ég hef ferðast vítt og breitt um geiminn og aldrei orðið var við minnsta snefil af Guði.“ „Ég er nú búinn að krukka í mörg heilabúin um ævina,“ sag- ði þá heilaskurðlæknirinn, „ - og aldrei hef ég séð örla þar á nokk- urri hugsun.“ Tilkynning Bamapíur, bamapíur, tek að mér að bama píur.... Mannamunur Hver er munurinn á svíni og lögfræðingi? Svínið breytist ekki í lög- fræðing, þótt það detti í það. Draumfarir Yfirmaðurinn: ,Alfreð, hvem- ig stendur á því að þú mætir svona seint í vinnuna?“ Alfieð: „Sorrý, en mig dreymdi að ég væri að keppa í hand- bolta.“ Yfirmaðurinn: „Þú hefðir nú ekki þurft að sofa yfir þig þess- vegna.“ Alfreð: „Jú, leikurinn fór í framlengingu." Gömlu kynnin Hann: „Er ég sá fyrsti, sem þú hefur sofið hjá?“ Hún: „Það getur meira en verið. -Varstu á landsmóti hesta- manna 1978?“ Kulnuð ást Hún: „Að ég skuli hafa þurft að giftast þér til að komast að því hvað þú ert mikið fífl.“ Hann:, J>ú þurftir þess ekkert. Þú hefðir átt að fatta það um leið og ég bað þín.“ Hvolpavit Tveir pjakkar ræddust við og fyrsti pjakkur segir: „Ég er fimm ára, hvað ert þú gamall?" „Ég veit það ekki,“ svarar annarpjakkur. „Ertu eitthvað farinn að hugsa um kvenfólk,“ spyr þá fyrsti pjakkur. „ Nei,“ svarar annar pjakkur undrandi. „Þá ertu sennilega bara fjög- ra.“ Happíhendi Gamall maður um áttrætt var á gangi útí skógi, þegar honum heyrðist kallað til sín. Hann skimaði í kring um sig og sá loks að köllin komu frá froski, sem sat á tjamarbakka. Hann gekk nær og froskurinn sagði við hann: „Ég er froskur í álögum. Ef þú tekur mig upp og kyssir mig, þá breytist ég óðara í ljóshærða, kynþokkafulla yngismey og verð algerlega á þínu valdi.“ Gamli maðurinn hafði snör handtök, greip froskinn og virti hann fyrir sér um stund, en stakk honum svo í vasann. Lagði síðan af stað heim á leið. Upp úr vasanum barst niður- bælt, reiðilegt kvakk-kvakk. Þegar gamla manninum fór að leiðast hávaðinn tók hann frosk- inn upp úr vasanum og spurði af hverju hann léti svona. „Heyrðirðu ekki hvað ég sagði?“ spurði froskurinn. „Þú þarft ekki annað en að kyssa mig og þá hefurðu eignast kynþokka- fulla ljósku, sem vill allt gera fyrir þig.“ „Jújú, froggi minn,“ sagði þá sá gamli. „En þegar maður er kominn á minn aldur, þá er bara miklu meira gagn af froski, sem getur talað.“

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.