Brautin


Brautin - 26.10.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 26.10.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN aaaaaaaaaaoaaaaaaaaaaaaa a a » BRAUTIN . ------- I O kemur út á fðstudögum. — O § Mánaðargjald fyrir fasta á- § O skrifendur er 50 aura; cinstök O § blöð kosta 15 aura. g a Þingholtsstrœti 11, S S uppi. — Opin kl. 4—7 daglega. S a <i ooaaaaáaaaaaaaaaaaaoaaaa mjög víða upphilaðar, og hefðu kotuir einkutn geDgist fyrir þvf og konur í mörgum söfnuðum einnig lagt mikið fram að end- urbæta og prýða kirkjur, sér og landinu til stórsóma. Þá tal- aði Jóhannes Sigurðsson for- stöðumaður Sjómannastofunnar, um trúarhreyfingu meðal sjó- manna á Norðurlöndum. Kvað vísindamann hafa reiknað út, að ein mannssál væri meira verð, en alt verðmæti ver- aldarinnar samanlagt. Sagði hirspurslaust að viðtökur þær, er ungir sjómenn fengju, sem kæmu til Reykjavíkur, væru alt annað en andlegar, jafnvel strax er þeir kæmu að hafnar- bakkanum. Að loknu erindi Jó- hannesar, var sest að sameigin- legri kaffidrj-kkju, veittu konur úr kvennfélagi Frikirkjusafn- aðarins öllum fundarmönnnm kslfi með mikilli -rausn og myndarskap. Því næst talaði frú Guðrún Lárusdóttir um »stÖrf kvenna að andlegum málam«, var erindið hið fróð- legasta, og einkar vel flutt. Væntir Brautin, að geta birt útdrátt úr þvi síðar. Eftir ræðu fiú Guðrúnar voru frjálsar um- ræöur.tóku ýmsirtil máls.ogvoru lagðar fram tillögur fyrir næstu AFGREIÐSLA blatSsins er i fi § Húsmæöur, ka.upið eingöngu Sólarljós olíu, hún fæst í versiun ÞórðarfráHjalla. OOOÖOOOOCSOOOOOOOCOOOOOOO O O I Speglar l o o g Slórt úrval af speglum, bæði g § innrömmuðum og án ramma, ^ nýkomið. Ludvig Storr Laugaveg 11. »®®®®®®®®©®®®®»®®®®®®®®« OOOOOOOOGOOÖOOOOOOOOOOOO daga. Um kveldið hélt Ólafur Ólafsson trúboði fyrirlestur í dómkirkjunni. »Afturhvarf og endurfæðing«. Taldi að öll bar- átta þessa heims stafaði aí því, að mennirnir leituðu fyrst tím- anlegra gæða, og guðsríkis á eftir. í stað þess að leita fyrst guðsríkis og þess réttlætis og þá kæmi tímanlega velgengnin fyrirhafnailaust á eftir. Tak- markið væri, að vera heilagur, eins og sá sem á oss hefði kallað. Fimtudaginn 18. október byrjuðu umræður kl. 9 að morgni, um afturhvarf og end- urfæðing, málshefjandi Jóhannes Sigurðsson forstöðumaður. Kl. 107« flutti Ólafur Björnsson kaupmaður á Akranesi og safn- aðarfulltrúi þaðan erindi um ríki og kirkju, var það ágæt- lega saminn fyrirlestur og prýði- lega fluttur, urðu nokkrar um- ræður á eftir, og duldist það ekki að málefnið var hitamái fundarins. Hefur hr. Ólafur Björnsson lofað að senda Braut- inni útdrátt úr fyrirlestrinum. Kl. 2 e. h. fiutti Björn P. Kal- mann lögfræðingur, erindi um Vidalínspostillu. Talaði bæði vel og sköruglega um ágæti Vida- líns-húslestra, og mjög samfær- andi um nanðsyn þess, að gefa Vídalinspostillu út með lat- neskum stil. Gotneskt letur þekkti unga fólkið ekki, og væru því gjörsamlega lokaðir andlegir fjársjóðir með þvi letri. Hafði hann yfir visu, sem lýsti að nokkru ágæti bók- ariunar. Bak við sillu ef gerir grillu glettinn villu andi, Jónspostillu hafðu á hillu, hún ver illu grandi. ' Ei Kalmann hafði lokið máli sínu, varð fögnuður um allan salinn, og kosin 3. manna nefnd að leitast fyiir og annast um útgáfu Vidalinspostilln. Var því næst sest að kaffidrykkju er safnaðarstjórn og sóknarnefndir í Reykjavfk veitlu. Konur úr kvenfélagi Fríkirkiusafnaðarins, önnuðust frammistöðu, dúkuðu borö í fundarsalnum handa yfir htindrað manns, og báru um veitingar svo tafarlaust og hljóðlega að mest líktist töfrum, kúfaðir kökudiskar með góm- sætum heimabökuðum kökum, og hressandi rjómakafíi kom eins og fundarmenn hefðu hitt á óskastund. Láta íslenskar hús- freyjur ekki að sér hæða með dugnað og prýði við heimilis- störf, og svo myndi um fleira vetða af störfum til almennings heilla, ef á væri reint. KI, 5 flutti sira Bjarni Jónsson dóm- kirkjupreslur erindi um fram- tiðarhorfur kirkjunnar. Hvað menn í skoðunum skiftast að- allega i 2 flokka. Bölsýnismenn og bj'artsýnismenn. Fanstástæðu- laust að kviða framtíð kirkj- unnar, þó um hana lykjist myrkur veraldar, stæði hún ör- ugg um allar aldir i Ijósi guðs dýrðar. Kl. 6 sýndi Ólafur ÓI- afsson trúboði myndir frá Kína, mjög skýrar og vel valdar. Voru þar meðal annars myndir af ferðalagi i hjólbörum um fögur hétuð, lifa kinverskir fjölskyldumenn af því, að keyra ferðamenn langa vegu í hjól- börum »uss ekkert liggur á« segja Kfnverjar. Þá voru og myndir af jarðyrkju og hris- grjónarækt, er það engin smá- vegis fytirhöfn, að rækta hris- grjón á rennblautum ökrum. Voru einnig sýndar myndir af húsum og býbýlahátlum, gaf þar að líta hryggilegan sóöa- skap. Pá kom sýtishom af hin- um fræga Kinverskamúr hlað- inn varnargarður um landið 30 fet á breidd 40 fet á hæð og 2 þúsund kilómetra á lengd, eða sem svarar vegalengd þris- var sinnum inilli íslands og Noregs. Um kvöldið kl. 9 hélt sira Friðrik Friðriksson ræðu i frí- kirkjunni um skirnina. Föstu- daginn 19. október kl. 9 að morgni hófust umræður um 68 sýna á annan hátt, hve nærri hún tæki sér framkomu hans. Hann horfði stundarkorn á hana, og bjóst hálft um hálft við svari. En þá grunaði hann, hve bágt hún mundi eiga með sjálfa sig, og það kom hik á hann. Hugarástand þeirra inn- byrðis var komið í tvísýnu, og honum varð á, að gleyma um of, að hún var dóttir þess manns, er hann hafði andstygð á. Um leið og hann mælti með hraða: „Þakka yður fyrir daginn", hvarf hann skyndilega á brott úr skurðlækninga- salnum. IV. ,' \ Næstu daga reyndi Vera að fá tækifæri til þess að tala við prófessorinn, en það var enginn hægðarleikur að hitta á hentugan tíma. 1 skurðlækningasalnum var hún aldrei eitt augnablik ein með honum, og þegar hún hafði lokið þvi, sem hún þurfti að gera, var hann alls ekki í spftalanum. Hún sá, að ætti hún að ná tali af honum, yrði hún að leita hans heima hjá honum. En það kunni hún síður við, þvi að það mundi vekja meiri eftirtekt, en ef hún eins og af til- viljun gæti vakið máls á því, sem henni bjó í brjósti. Það var einn daginn, er hún var'með doktor Gripenstam, og óvenjulega mikið að gera, að henni hafði fatast svo mjög, að hún fekk harðar ávitur hjá honum í viðurvist allra hinna sjúkrasystranna. Fanst henni staða sín orðin svo ó- bærileg, að hún kaus heldur að fara á fund prófessorsins, en að una þessu lengur. Þegar sama kvöldið fór hún, að starfi sínu loknu, heim til prófessors Bornstedt. - Þar tóku þau henni vingjarnlega, prófessorinn og frú 65 arstarfið við skurðlækningar? Slikum mannvin getur varla verið nein fullnægja í því, að starfa innan um meðvitundar- lausa sjúklinga. — Prófessor Bornstedt bauð mér þessa stöðu, þegar ég hafði lokið undirbúningsnáminu. Og að sjálfsögðu var ég honum þakklát fyrir, þó ég auðvitað sakni þess að fá að annast sjúklingana. — Áleit hann yður sérstaklega vel færa til þess að að- stoða við uppskurð? Hreimurinn i rödd hans var fullur hæðni, og það liðu nokkur augnablik, þangað til hún gat svarað. — Prófessor Bornstedt er góður vinur föður míns; það hefir að líkindum hjálpað til. — Átti ég ekki von á? v Fyrirlitninginí, sem lýsti sér í framburði orðanna, særði hana, og hún roðnaði. —¦ Prófessorinn mundi þó ekki hafa veitt mér stöðuna, ef hann hefði álitið mig óhæfa i hana, stundi hún upp, um leið og þótti og auðmýkt börðust um yfirráðin í brjósti hennar. Hann svaraði engu, og hún fann til iskuldans i þögn hans. Það var eins og stæði kökkur í hálsinum á henni, og hún reyndi af alefli að kæfa í sér logsára blygðunartilfinningu og verjast tárum. — Álitur doktor Gripenstam, að ég sé svo duglitil í stöðu minni, að mér bæri að hafna henni? spurði hún kviðafull, þegar hún hafði náð svo miklu valdi yfir sjálfri sér, að hún gat komið upp orði.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.