Brautin


Brautin - 02.11.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 02.11.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sfmi 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin Otgef endur: Nokkrar konur í Reykjavík. Simi: 491. 1. árgangur. Föstudaginn 2. nðvember 1928. 19. tðlublað. Ókeypis lögíræðisaðstoð fyrir efnalaust fólk. Áður en fast ríkisvald korast á í ýmsum löndum og áður en skipulagsbundin þjóðfélög mynd- uðust, varð einstaklingurinn að taka rétt sinn sjálfur. Þá var það undir lfkamlegum styrkleik eða viti hvers einstaklings kom- ið, hversu mikils réttar hann gat aflað sér og haldið honum. I'á var ekki um rétt að íæfla i nútima merkingu, heldur aðal- lega hluti til neyslu notkunar eða skrauts. Afstaða einstakli g- anna hvers til annars var rrjög lík því, sem á sér stað meðal rándýra. Sá sem sterkastur var undirokaði jafnan þann sem var honum minni máttar. Þetta á- stand hefir oft verið kallað allra stiíð gegn öllum, á latiou »omn- ium bellum contra ommesn. Þetta ástand hafði auðvitað oft og einatt i för með sér mikla eyðileggingu verðmæta og gerði það að verkum að einstakling- urinn gat aldrei verið öruggur um sig og eignir sínar. Þessir annmarkar urðu til þess, að ffleiri og fleiri sameinuðust i bandalag, setn settar voru á- kveðnar reglur fyrir og fórnaði einstaklingurinn þannig algjöru sjálfstæði sínu, til þess að öðl- ast meira réttaröryggi og tóku bandalög þessi ýmsum breyting- um og fullkomnuðust, þar til skipufagsbundið þjóðíélag með alsherjar rikisvaldi, eins og það kemur fram nú á dögum. mynd- aðist. t*að getur vart orkað tví- mælis, að rikisvaldið er til fyrir einstaklinginn, enda er æðsta skyida þess að gæta laga og réttar í landinu, þannig, að ein- staklingurinn njóti settra laga og að honum sé borgið. Til þess að verða réttar síns að- njótandi verður einstaklingurinn oft og einatt að fara eftir viss- um reglum, ýmist að framkvæma eitthvað og þá stundum á 'á- kveðinn máta eða láta eitthvað ógert. Hvað gera skal i hverju falli eða láta ógert eiga þeir að yita, er lögin þekkja, lögfræð- ingarnir, og til þeirra snýr al- menningur sér eðlilega, þegar v'a'fi leikur & um eitthvert atriði, eða viðkomandi getur ekki sjálf- ur klætt erindi sitt í þann bún- ing er með þarf. Málflutnings- menn þurfa að fá borgun fyrir tstörf sin og hefir efnalaust fólk varla efni á þvi að leita ráða til þeirra. Alleiðingin af þvf verður oft sú, að fátæklingarnir og munaðarleysingjarnir verða ekki réttar sfns aðnjótandi. í ýtnsum löndum hefir þvf verið unnið að því, að hafa skrif- stofur er veita efnalausu fóiki ókeypis lögfræðisaðstoð. Þetta á sér sérstaklega stað i stórum bæjum og stendur þá oftast eitt- hvert félag manna að stofnun slíks fyrirtækis og hefir það stundum reynst svo vel að rikis- stjórnirnar hafa fundið ástæðu til þess að greiða fyrir starfsemi þessari með fjárframlögum. Ég leyfi mér f þessu sambandi að benda á dæmi frá Kaupmanna- höfn. Árið 1885 stoinaði félag stúdenta i Kaupmannahöf, er kallast »Studentersamfundet«, slika hiálparstarfsemi fyrir efna- laust i'ólk, sem hér er um að ræða. Kostnaður við starfsemi þessa var upprunalega greiddur af gjöfum, er inn komu frá stofnendunum og öðrum þeim, er voru fyrirtækinu hlyntir, Svo er og að mestu ieyti enn þann dag i dag, þó hefir ríkis- og bæj- arsjóður veitt starfseminni styrk síðan árið 1895-1896. Starfsemi þessi heitir »Studentersamfun- dets Retshjælp for Ubemidlede« og kallast alment »RetshjæIpen«. Hun hefir leyst mjög gott og mikið starf af hendi í Danmörku og hefir aflað sér almennrar viðurkenningar. Kostnaður við starfsemina er tiltölulega mjög lítill, sem aðallega stafar af þvi, að f|öldi lögfræðinga í höfuð- staðnum, þar á meðal margir málfærslumenn, veita starfsem- inni ókeypis aðstoð. Stúdentar, er lesa lögfræði og ungir kandi- datar, vinna oft og tfðum mikið í þágu starfseminnar án endur- gjalds og fá við það mjög góða æfingu og þekkingu. Skrifstofa starfseminnar er opin hvern virkan dag, nema laugardaga, frá kl. 7-9. Seinustu árin hefir árleg að- sókn að skrifstofunni verið um 30000. Þarna eru gefnar upplýsingar um alls konar lögfræðisleg efni, svo sem um erfðamál, eignar- rétt, skaðabætur, skuldakröfur, barnsfadernismál, meðlög, náð- anir, rfkisborgararétt, hjóna- Brunatryggingar sími 254. Sjóvátryggingar sími 542. skilnað, giftingar, lögaldur, nafnabreytingar, hjónamál o. m. fl. Starfsemin fæst ekki mikið við málaferli, en lætur þó stund- um málaflutningsmann, sem ráð- inn er hjá henni, fiytja mál. t Noregi var »Kontoret for fri Retshjælp« stofnað í Oslo árið 1893. f byrjun fengu þeir lög- fræðingar, er störfuðu þar, enga þóknun fyrir staf sitt, en kostn- aðurinn var greiddur af gjafafé. Þegar tfmar liðu fór rikissjóður og bæjarsjóður að veita starf- seminni styrk og frá 1. april 1924 hefir bærinn kostað starf- semina og veilir til hennar 25000 krónur á ári. Skrifstofan er opin frá mánudegi til föstu- dags kl. 5—8 á hverjum degi. Pai starfar 1 skrifstofustjóri, 2 ráðunautar og 2 skifstofumenn. í Stokkhólmi er álíka starf- semi, er kallast »Stockholms stads iátsbjáipsanstalt«. 1 Þýzkalandi er einnig álfka starfsemi i flestum hinna stærri bæja og kallást: »Verband der deul-chen gemeinnúizigen und unparticishen Rechtsauskunfst- stellen«. í New-York var áður svoköll- uð »Legal Aid Society«, er hafði skrifstofur á ýmsum stöðum i bænum. Nú er starfsemin út- breidd mjög í Ameriku og kall- ast »National Alliance of legat Aid Society«. , Ég heti bér að framan drepið á hversu starísemi þessi er út- breidd i mörgum löndum og hversu henni er fyrir komið. Þótt Reykjavík sé lftill bær og fámennur f samanburði við stór- bæi i útlöndum og þótt þjóðin sé fámcnn, þá yirðist mér að æskilegt væri að slik starfsemi, sem sú er að framan er lýst, kæmist á hér. Hér er margt efnalitiö fólk, sem kinokar sér við að leita sér nauösynlegra upplýsinga, vegna þess, hve dýrt það er. Það væri sannarlega lofsvert, að styðja að því að greiða götu þeirra með þvf að koma hér upp skrifstofu, er veitti þeim ókeypis lögfræðis- hjálp. Eg býst við því, að hér yrði að fara að eins og i Dan- mörku og Noregi, að stofna til starfseminnar með gjöfum frá þeim, er hugmyndmni eru vin- veittir og mætti þá sennilega seinna meir búast við þvi að rfkissjóður og bæjarsjóður létu eitthvað af mörkum, er fram i sækti, er starfsemin befði sýnt kosti sina og sannað þar með tilverurétt sinn. Mér þætti mjög sennilegt, að ekki þyrfti að hafa nema 1 fast- ráðinn mann til að stjórna fyrir- tækinu og 1 skrifstofustúlku. Ég býst sem sé við, að starfsemin nyti álika velvildar bér á landi eins og til dæmis í Danmörku, þar sem margir ungir lögfræðis- nemar og nýlega útskrifaðir lög- fræðingar starfa þarna ókeypis til þess að einu leitinu að vinna fyiir hugsjónina og að hinu leit- inu til þess að fá æfingu f með- ferð lögfræðilegra starfa. Enn- fremur geng ég út frá því, að starfinu verði hagað svo, að ekki komi fram nokkur mót- setning, sem skylt ætti við sam- keppni, milli starfandi mál- færslumanna og starfsemi þeirr- ar, er hér um ræðir. Reynslan t. d. i Danmörku og Noregi hefir og sýnt, að slfkt á ekki að þurfa að óttast. 1 Danmörku nýtur þessi starfsemi (Retsbjælp- en) mikillar velvildar málflutn- ingsmanna — eins og að fram- an er drepið á. Ég vænti þess að margir verði til þess að styðja hug- myndina og koma henni í fram- kvæmd. Reykjavík 14. okt. 1928. Jón Ólafsson cand. jur. Samkvæmt beiðni Rrautarinn- ar hefir hr. cand. jur. Jón Ólafs- son ritað ofanrítaða grein um: »Ókeypis lögfræðisaðstoð fyrir efnalaust fólk«. Rrautin telur þetta mál svo mikils virði, að hún vill ljá því styrk sinn. Lögfræðisleg bjálp sú, sem hér

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.