Brautin


Brautin - 31.05.1929, Qupperneq 1

Brautin - 31.05.1929, Qupperneq 1
Ritstjðrar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sfmi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. Afgreiðslan er á Lokastíg 19. Sími 1385. 1. árgangur. Föstudaginn 31. maí 1929. 47. tölublað. Konurnar.og siðgöfgisstefnan »I«TTirTTl llllf IHIIIIIII f IIIIIIIlIlIimiHIIIlITIITITlITTTITTTTTrf'Il HmHHiHmuiHiHiimmHHnmauiiinmHmiTiTíiTiiinM HN Nýliomið: Stórt úrval af tvisttaumum frá 0,75 pr. m. Léreft frá 0,75. Golftrej'jur frá 7,95. Kvensokkar frá 0,60. Sumarhanskar kvenna. Sumarkjólar frá kr. 5,95. Barnakjólar frá kr. 2,25. Sumarkjólatau. — Hin margeftir-spurðu kvensvuntuefni (silkimarocain) komin aftur, fleiri litir. ATS. Vörur sendar gep pósttröfn hvert á laná sem vera skal, «§ Versl. KrÍHtínar Simi 571. Sigurðardóttir. Laugaveg 20 A. >^iTimiiiiiiiTiiiTtiimMiiiiiimftTntiTTtrTTiiiiiininii.triiTn»i Siðgöfgisstefnan er fyrsta stjórnmálastefna hér á landi, sem hefir alt annað takmark, en þær stjórnmálastefnur, sem hingað til hafa rutt sér til rúms hér. Þetta er eðlilegt. Hinar stefnurnar eru allar útlendar að uppruna. Sniðnar með þarfir hinna erlendu þjóða fyrir augum, sem þær hafa fæðst hjá eða þroskast. Þær hafa fiestar orðið til nær ósjáifrátt og að litt yfirveguðu ráði. Bornar fram af knýjandi þörfum liðandi stundar. t*ær bera allar keim af því að vera yfiiborðsstefnur, skap- aðar í augnabliks æsingi eða vandræðum. Takmark þeirra er skamt og lágt og miðað við það, að leysa vandræði og þrengingar liðandi stundar. t*ær hafa ekkert það í eðli sinu, sem gefi fulla tryggingu fyrir, að þær séu til frambúðar fyrir þjóðirnar. Allan framgang sinn og fylgi miða þær við það eitt, að sjá eða styðja að verk- legum framkvæmdum og efna- legri afkomu vissra stétta eða flokka, og þar með að styðja að því, seœ i venjulegum skiln- ingi er kallað þjóðarframfarir og þjóðarvelgengni. Vér höfum séð ríkin blómgast og þroskast að mörgu leyti við þessar stjómmálastefnur. Vér höfum einnig séð þau spillast og tortímast undir handleiðslu þeirra. Fiestar hafa pegar nokkuð verið regrtdar, sumar að visu stutt, aðrar mjög lengi, en segja má, að allar séu þœr búnar að sgna vanmátt sinn i þoi, sem er aðal- atriðið jgrir öllum alvarlega hugs- andi mönnum; þær bafa engar þann krait í sér, sem er mest rnn vert, að geta gert mennina að betri monnnm. Petta er eðlilegt, það er alls ekki þeirra aðal-takmark. Pað er þvi ekki von að þeim takist það, þar sem þœr áiita það ekki sér' lega ejtirsóknarvert, og því sfður þ*ð efiirsóknarverðasta at ölln. Hér skilur grundvöll siðgöfgis- stefnunnar og annara stjórn- málastefna. Aðal-markmið sið- göfgisstefnunnar er fyrst og fremst að gera fslendinga að siðferðis- lega þroskuðum mönnum, sem hata það iila, hvar sem það kemur fram, hvort heldur hjá einstaklingnum eða þjóðarheild- inni. Þeir eiga að hata ranglætið. Þeir eiga að hjálpa þeim mest, sem bágast eiga. Þeir eiga að meta þá mest, sem bestir eru og þeir einir eiga að fara með hin æðstu völd. Öll spilling í heiminum kem- ur af siðferðisskorti. Hinir sið- lausu fá mestu að ráða og hinir bestu menn eru oft þjónar þeirra og þrælar. — Enda heimurinn sjaldan viljað gera neitt fyrir sína bestu menn í lifanda Iífi. Siðlitlir menn ráða blöðum þjóðanna. Peir ráða stjórnmála- stefnum þeirra og fjármálum Öllum. Mönnum er ranglega trúað fynr hinum æðstu völdum og mestu áhrifum á líf og heill þjóðanna, og því aðal-atriði er gleymt, sem eitt getur komið því til leiðar, að blessun hljótist af starfi þeirra. Pað er ekki einu sinni spurt neitt um það, hvort þessir menn séu góðir og göfugir menn eða ekki. f*að er ekki spurt um hvort stefnur þær, sem þeir styðja, ætli sér eða jafnvel vilji, að mennirnir verði góðir menn eða ekki. Hvnrnlg geta menn vænst •ndlegra framfara meðan stjorn- endur helmsins bygnja ekki eiau slnni stolnnr sínaráöðra en efnalegnm, þjóðernlslegum framföruml s Slíkt er alveg óhugsandi. Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Ef stjórnmálamenn- irnir teija sitt aðal-hlutverk að auka ríkidæmi og völd þjóðar sinnar, hljóta þeir að láta það sitja á hakanum, sem þeim finst minna um verl, að efia siðferð- islegan þroska þjóðanna. Enda sýnir það sig að marg- ar þjóðir hafa orðið verri þjóðir og spiltari við auðætasöfnunina og valda-aukninguna. Hroki þeirra hefir vaxið, óhóf aukist og kúgunarlöngun þeirra orðið að óviðráðanlegri ástriðu, sem jafnvel hefir hleypt ægilegum striðum og styrjöld- um af stað. Þetta er skiljanlegt, þar sem allir kraftar aukast, nema sá, sem öllu á að réttu að stjórna og til góðs að leiða: siðferðis- krafturinn. Hér erum vér komuir að aðal-atriðinu í hinni nýju stjórnmálastefnu, að gera 8ið- ferðiskraltinn að atlgjafannm í framtíðar-stjórnmálastefnu þjóðarinnar. Pví voldugri, sem mennirnir verða, því betri verða þeir að vera. Því meiri völd, sem þeir fá, auð og yfirráð, því moralskari verða þeir að vera. Fólkið álitur alment, að það sé mest um vert, að hinir æðstu stjórnarar séu mælskumeun mikl- ir, gáfumenn, dugnaðarmenn og vitsmnnamenn, en það er að eins til því meiri bölvunar, því meira sem stjórnararnir hafa af þessurn hæfileikum, ef þeir ekki fyrst og fremst hafa siðferöis- legan kraft í sér til að stjórna þeim. Þetta skilur almenningur ekki enn. Og það er eins og það sé nær ómögulegt, að fá fólk til að skilja þetta. Og þó ætti þetta að vera al- veg augljóst mál. Enda hefir veraldarsagan margsýnt það, að þeir stjórn- endur, sem hafa verið gæddir mörgum þessum gáfum og hæfi- leikum í rikulegum mæli, hafa látið ilt eitt af sér leiða, einmitt af því þá vantaði það, sem sið- göfgisstefnan byggir alt á; þá vantaði siðferðiskraftinn, kraft- inn til að vera góðir menn og nota hæfileika sina til að gera mennina að betri mönnum. í*ess vegna varð lifsstarf þess- ara manna oft mannkyninu til bölvunar. Stjórnmálaferill þeirra óslitinn grimd.ar- og blóðferill. Frægðarsöngvar -þeirra, kvein- stafir þúsunda. Gleði þeirra og sigrar, sárustu kvalir miljóna manna. En veslings fólkið dáist jafn blint að þeim samt, enn þann dag í dag. Fað skilur ekki, að jafnvel sjálfur djöfullinn getur verið stórmælskur, stórgáfaður, stór- vitur og framúrskarandi dug- legur, en það er alt til hins illa, af því hann er ekki góð vera. Og eins er með mennina, þeír geta haft eftirsóknarverða og mikilsverða eiginlegleika, en það er að eins til ils eins, ef þeir eru ekki fyrst og fremst góðir menn. Petta vill siðgöfgisstefnan láta fslendinga skilja. Og þess vegna leggur Brautin svo mikla áherslu á, að afla henni fylgis og valda. Brautin vill gera siðgöfgis- stefnuna að ríkjandi stjórnmala- stefnu í landinu og hún vill að ísienskar konur leggi henui alt það liðsyrði, sem þær geta. Konurnar eiga eftir að vinna göfugt og nauðsynlegt starf í stjórnmálalífi þjóðarinnar. l>ær eiga að hefja baráttuna fyrir því, að siðgöfgi og mannúð vérði aðal-kepptkefli stjórnmálamanna vorra. t>ær eiga að kenna þeim, að »morallinu« er ekki hlægilegur, fyrirlitlegur og einskisvirði í stjórnmálalífi þjóðarinnar eins og margir álíta nú. Hann er hvorki meira né minna en aðal-hyrningarsteinn- inn, sem alt stjórnmálalíf vort á að byggjast á. Slík er kenning siðgöfgis- stefnunnar og sannfæring allra siðgöfgismanna. Flestar konur vilja reyna að koma fram til góðs í afskiftum sínum af stjórnmálum þjóðar- innar. f>örf fyrir starf þeirra er mikið. I>ær eru farnar að skiija það, að allir góðir kraftar með þjóð- inni mega ekki draga sig i hlé og liggja á liði sinu. Brautin vonar að þær vilji halda ótrauðar út í baráttuna fyrir mannúðar- og siðferðis- þroska þjóðarinnar, þó þær viti að sú barátta verði bæði löng og ströng. &

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.