Eyjablaðið - 17.10.1926, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 17.10.1926, Blaðsíða 1
17. október 1926 „Eyjablaðii" Símnefni: „Eyjablaðið" Pósthólf 113. Útgefandi Verkamanna- fjelagið „Drífandi" Vestmannaeyjum. Kitstjórn: ísleifur Högnason, Haukur Björnson og Jón Rafnson. Kémur út hvern sunnudagsmorgun. Argangurinn kostar 6 krónur innanbæjar 7 krónur Málgagn alpfdu í Yestmannaeyjum ' . Samfylking verkamanna og Ibænda gegn íhaldinu A laugardaginn kemur íer fram kosning á einum landskjöfnum þingmanni og einum varamannL Ligtar eru komnir íram frá tveimur flokkum Pramsóknarflokk- num og Ihaldsflokknum. Álista Framsóknarflokksins er í aðalmannssætinu Jón Sigurðsson frá Ystafelli og í varamannssæti Jón Guðmundson endurskoðari í Reykjavík. A lista Ihaldsins er efstur Jónas Kristiánsson læknir á Sauðárkróki og Einar Helgason. Hjar skal ekki deilt um hvor þessa manna sje færari að sitja alþingi íslendinga. Flokkaskiftingin er orðin það ákveðin hjer á landi að það er ekki lengur um persónur sem barist er um; heldur hvaða flokk þeir skipa. Við þessar kosningar hafa verka- menn og bændur ákveðið að sam- einast móti Ihaldinu. Alþýðuflokkurinn hefur ákveðið að styðja lista Framsóknarflokksins. Kosningarnar á laugardaginn kem- .ur, verða að vera öflug mótmæli frá bændum og verkamönnum- gegn óst,iórn íhaldsins. Móti íkaldinu! á að vora kjör. orð allra verkamanna eg bænda- Þessi samfylging Framsóknar- og Alþýðuflokksins er ekkert banda- lag engm samsteypa eða slíkt sam- komulagað slegið sjer af stefnuskrár- ariðum eða þeim slegið á frest. Sameinast er um það sem sam- eiginlegt er í þessu tilfelli að Tinna bug á íhaldinu. Víðtækar kreppur læsa helklóm sínum um þjóðina. Atvinnuleysið hefir aldrei verið eins mikið. Verð íslenskra afurða er komið niður ur öllu valdi vegna skipu- lagsleysis á sölu þairra Tollar og skattar eru hærri enn hjá nokkurri annari þjóð í Norð urálfu. Stjóm íhaldsins og skipulag þess hefur dregið ástandið niður í þetta öngþveiti. Það er því full ástæða til að verkamenn og bændur hefjist handa til þess í sameiningu að að brjóta það á bak aftur. A laugardaginn kemur verður fyrsta tilraunin gerð. Allir þeir sem eru óánægðir, með ástandið eins og það' er verða að gefa A listanuni Íista veik amanna og »ænda atkvæöí sttt, Því frá Ihaldsflokknum er engra umbóta að vænta. Það ríður á að engan vanti við kjörborðið á laugardaginn. 1 listinn er listi rerka- manna og bænda Kjósið A-listann! I. árgangur ~~ Nr. 4 út um land. Auglýsingaverð 1 krón; sentimeter eindálka. Smáauglýsínga 5 aura orðið. Auglýsingum sje skilað . prentsmiðjuna. Afgroiðsla blaðsins er prentsmiðju Guðjónsbræðra Heimagöti 22 sími 163 Prentað í prentsmiðji — Guðjónsbræðra Vestmannaeyjum - Kaupgjaldsmálíd. í 2. tölubl. „Eyiablaðsins'' hef- ir ritstjórnin skrifað um kaup- deiluna í vetur er leið. Með þvi að frásögu ritstjórnarinnar er í verulegum atriðum röng og vill- andi vildi jeg mælast til þess að ritstjórn blaðsins taki í næsta tölu- blað, er útkemur af blaði hennar eptirfarandi: Leiðrjettingu Það er í fyrsta lagi ósatt að vinnuveitendur hafi lækkað kaup- ið, án þess að leitað væri samn- inga. Sjest það best af fundargeað þeirri, sem er af fundi er 2 af vinnuveitendum og 1 samninga- maður frá verkamannafjelaginu Drífandi hjeldu með sjer þann 31. de3ember í.a. og hljóöar fundar- gerðin þann;g „Arið 1925 fimtudaginn 31. des- ember komum við undirritaðir Gunnar Olafsson kaupmaður Jes A. Gíslason verslunarstjóri og Eiríkur Ögmundss. form. verka- mannafjelagsigs Drífandi saman á fund á skrifstofu versl. Gunn- ars Olafssonar & Co. til að ræða um væntanlegann tímavinnutaxta — verkamanna bjer, þar eð ráðgert hafði verið að semja á nýum tímakaup þá um áramótin. Við vorum allir sammála um það, að sanngjarnt væri með tilliti tíi verðfalls á vörum og afurðum að kaupgjaldið lækkaði eitthvað frá þvi sem verið hafði, og gerðu þeir Gunnar Olafsson og Jes A Gíslason eftirfarandi uppástungu um kaup- gjildið framvegis fyrst um sinn: Dagvinnu: virka daga kr. 1.10. Eftirvinna kr. 1.30, Næturvinna kr. 1.50 um klst. TJm helgidaga- vinnu var engin uppástunga gerð en gengið út frá að hún væri borguð eins og næturvinna. — Eiríkur Ögmunsson tjáði sig persónulega samþykkan þessum uppástungum og loíaði að halda hið fyrsta fund með verkamönnun: og mæla með því að ofannefndai uppástunguryrðu samþyktar. Hanl tók það þó fram að hann gæt: ekki lofað því að þesau kaupi yrðf gengið. Jes A Gíslason kvaðst mynd' láta byrja að afferma kolaskip næsta virkan dag í því trausti a^ samningar tækjust, og játti Eiríki ur ögmundsson því. Gunnar Olafsson Eiríkur ögmundsson Jes A. Gíslason! Gjald Að eftirrit þettá ein kr. sje orSi til orb"s\ j stimpilg. samhljóða mjer\ 50 aur. sýndu frumríti vott- ein kr. ast nötarialiter efU og fimm- ir nákvœman sam- tíu aur. anturð: ^ Gr.EL. Nó tarialskrifst. Vestmeyja'1/Í01926 Er. Linnet Eins og sjest á fundargerð þessari hafði Eiríkur Ögmundsson. lofað að mæla með því við verka- menn, að gengiðyrði að tillögum; okkar Gunnars Olafssonar um nið'- urfærslu kaupsins, og entifremur samþykkir hann á hinum sama fundi, að byrjað yrði á uppskipun við kolaskipið i því trausti að samningar tækjust, eins «g. tekið er fram í fundargerðinni. Hvernig svo fór er alkunna. Það var byrjað á vinhunni, en hun strax að kalla mátti stöðvuð með ofbeldi, og stóðu fyrir því hinir sömu menn, sem nú eru í „ritstjóm Eyjablaðsins" og fylla dálka þess með sögunni aí kaup- deilunni. Ritstjórnin er hjer að dæma um sök sjálfra sín, og er það sennilega orsökin til þess hve frásögnin erhlutdræg. Það eru sömu mennirnir sem rjeðust á verkamenn G. J Johnsen sem nú eru í ritstjórn Eyjablaðsins. Þeir minnast á verkfallið, en gleyma að segja frá því, (að þeir gerðust hinir íyrstu menn til þess að koma á stað uppþoti i hjer i

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.