Eyjablaðið - 14.11.1926, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 14.11.1926, Blaðsíða 1
. nóvember 1926 „ ju jj u i Miiuið;i Símncfni: „Eyj ablaðið “ Talsími 160. Pósthólf 113. Utgefandi Verkamannafjelagið „Drífandi“ Vest- mannaeyjum. B,it8tjðrn: lsleifur Högna- son, Haukur Björnsson og Jón'ltafns- son. Kemur út hvern Buunudagsmorgun Kostar kr. 1.50 um ársfjórðunginn 7 I. árgangur — Tbl. 9 krónur. út um land, Anglýsingaverð 1 króna seutimeterinn eindálka. Smá- auglýsingar tíu' aura orðið 50 aura stofngjald. Afgreiðsla blaðsins er á Heimagötu 20 (Oarlsbergi) Sími 160 Prentao í prcntsmiðju Guðjónsbræðra — — Vestmannaeyjum — — Tálloforð auðvaldsins. Svar viö grein Pál* V. Kolka. „Þeir sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst ab berjast." t’eim er refjar vill hafa í frammi lánast oft og tíðum, að skjóta sjer undan rjettmætri kröfu, með því að hafa góð orð um fullnægingu hennar. Frammi fyrir lánardrotni BÍnum ber hann sjer á brjóst og spyr, hvort hann hafi ástæðu til að væna sig um óskilsemi. Hann útmálar og gyllir framtíðarmögu- leíka sína og gróðavonir, kröfunni skuli fullnægt næstu daga, og eng- in hætta sje á því að hann greiði ekki að fullu, áður en lýkur. Margur auðtrúa lánardrottinn, hefir þannig slegið kröfum sínum á frest, og æði oft gert tilslakanir við hinn refjafulla og viðsjála skuldunaut. # Líkt þessu er og íarið við- skiftum milli stjetta þjóðfjelagsins. Verkalýðurinn er hinn auðtrúa og eftirgefanlegi lánardrottinn. Yflrstjettin, auðmennirnir eru hinir viðsjálu skuldunautar. Verkamaðurinn berst við skort, hættur og sjúkdóma. Hann vinnur baki brotnu ár og daga í gegn, án þess að sjá annan árangur af lifs- starfi sínu en þann, að „athafna- mennirnir" sem hann vinnur fyrir, hirða afrakstur erflðis hans og gorta siðan af afreki sínu og menningu. Margir verkamenn hafa nú feng- ið fullan skilning á því, að þeir eru hinir raunverulegu lánardrotn- ar, yflrstjettarinnar, auðmannanna. Þeir vilja ekki lengur líða það, að Qiður á þá sje litið sem þræla, Bem möglunarlaust hljóti að hlýðn- ast, boði og banni yfirstjettarinnar. Þess vegna setja verkamenn fram kröfur sínar. Peir heimta af vald höfum að fá að njóta, sömu lífs- kjara og aðrar stjettir; þeir krefj- as rjettar síns, tii þess að njóta þeirra uppfyndinga og menningar- tækja, sem yfistjettirnar hafa söls að undir sig. Þegar þessar raddir verkalýðsins gerast óþægilega háværar, þegar verkalýðssamtökin eru það sterk, að auðmennirnir finna, að verka- lýðurinn œtlar ab ganga að þeim, og krefjast reikningsskila, grípur það til varnaðarráðstafana sinna. Fyrsta ráðið er þá það, sem á góðu alþýðumáli er kallað „að brúka kjaft“. Óvönduðustu rithák- ar eins og t. d. V. Hersir og hans nótar, eru pískaðir fram, til þess að ófrægja þá, sem bera fram kröfur verkalýðsins. Allar hugsan- legar svívirðingar eru til týndar, svo sem glæpaundirróður og land- ráð, hræsni og flærð. Þegar bar- áttu aðferð þessi, hefir engan árangur borið, koma hinir fág- aðri kraftar yfirstjettarinnar fram á leiksviðið og fara að tala utan að greiðslu loforðunum. A þessum vettvangi hefir læknir- inn Páll Kolka komið fram í „Skeggja" 30. október s. 1. og skrifar þar grein er hann nefnir: „Bylting eða framþróun". Byrjar Kolka á því að lofa á- gæti nútíðar menningarinnar, segir að hugvitsmenn hafi tekið rafmagn ið í þjónustu sín^ og með viður- kenningu fjöldans á þjóðlífafræð- inni, niiuni að lokum íást svo mörg ný skilyrði til aukinnar vellíðanar, að varla sje hægt að' gera sjer í hugarlund. Parna höfum ' við þá fyrsta greiðsluloforðið. Annað lof- orð: „Yíðsýnir íhaldsmenn!!! frjáls- lyndir menn og hægfara jafnaðar- menn — trúa á mátt vaxandi menningar og heilbrygðrar skyn- semi til þess að koma þjóðskipu- laginu í það form að rjettlæti, vel- megun ogxsmannúð, falli öllum í skaut,“. Þriðja loforð: — „flestir íhalds- menn vilja ríkisrekstur járnbrauta, síma, póstmála og annara slíkra stórfyrirtækja". (Rafstöðvar?) Fjórða loforð: — „við hinir vilj- um halda á móti og reyna að lyfta henni (þ. e. í^lenskn þjóðinni) upp á brekkubrúnina í sólskyn menn- ingar, velmegunar og þrifa". Margt er það fleira þessu líkt sem Kolka segir að íhaldið vilji gera fyrir þjóðina. Yæri jeg viss um að á bak við þessi slagorð Kolka, lægi annað en undanbrögð hins refjafulla skulda- nautar, mundi jeg taka mjer hans eigin orð í munn: Nær væri yður íhaldsmaður, að sýna viljan í verk- inu og framkvæma eitthvað af þesum fögru loforðum heldur — „en glápa í þess stað út í fjarlæg- an sjóndeildarhring, þar sem augu trúarinnar sjá sælulönd framtíðar- innar í daufri glætu draumóranna" Kolka læknir talar svo fræði- mannslega, að víða er torskilið. Hann segir t. d. að íhaldsmenn haft jafnan viljað lialda 1 jafna ! framþróun; „að íhaldsmenn hafi viljað halda við og auka fram- þróun" og „að flokkuiinn (þ. e. í- haldsflokkurinn) hafl verið stofn- aður til þess að halda í við , þröngsýna afturhaldsseggi innan . Tímaflokksins". | Lesi menn þetta um ihaid og viðhald Kolka með athygli, munu menn fljótt komast að raun um að hjer er ekki annað á ferðinni, en undanbrögð og refjar hins tungu- hála skuldunautar. „Pjóða hatrið gat af sjer heims- styrjöldina miklu" segir Kolka. Pað hefði ekki þótt speki, setning- in sú arna, hefði einhver beitu- j maðurinn sagt hana. Dómstóll sá er bandamenn skipuðu, þegar eftir að ófriðnum lauk, til þess að graf- ast fyrir um orsakir striðsins, dæmdi fijótlega þjóðverja, óvini sína, seka. Dómstóll þessi var um eitt skeið aðal aðhlátursefni ^gjpis- blaðanna. Engum dettur lengúr'í hug að halda því fram í fullri al- v(öru, að annað, en yfirdrotnunar- stefna (Imperialismi) stórvaldanna hafi verið undirrót styrjaldarinnar. Það voruhinirframsæknu, víðsýnu!!! og frjálslyndu!!! íhaldsmenn, sem voru leiksopparnir í rás framþró- unar auðvaldsins, sem hleyptu hinu ægilegasta blóðbaði yfir heiminn, sem sögur fara af. Þessir sömu herrar og samherj- ar þeirra, þeir hægfara, eru enn á ný að undiibúa annan ennþá ægi- legri hildarleik. í skjóli þjóðabanda- lagsins, brugga þeir morðáætlanir sínar. Út um heiminn æpa þeir: „Yið erum að tryggja heimsfriðinn, öllu er óhætt“. A meðan þeir láta smíða nýjar vítisvjelar »vo milljón- um skiftir, vígdreka svo hundruð- um skiftir og eiturgas í tonnatali, gala þeir um frið, mannúð og kær- leika. Pjóðabandalagið, er ekkert annað en dulbúið hernaðarsam- band, milli Vestur-Evrópuþjóðanna gegn ameríska lánardrotninum annars vegar og Ráðstjónar-Rúss- landi hinsvegar. Um þjóðabandalag- ið ritar Helgi Hjörvar í sept. s. 1. „Stjórnmálamennirnir sjálfir trúa á þjóðasambandið og friðinn eíns og Holgi magri trúði á Krist. Alt hið meira traustið, er enn á Pór og vopnin". Petta mun láta nærri að vera hið rjetta um þjóðabandalagið. Seint þreytist Kolka á því að reyna að telja mönnum trú um að Marxisminn sje úreltur sök- um elli; úr týsku. Væri svo gæti Kolka sparaÖ sjer allar ádeilur á kommunista, því ef að þeir fylgd- ust ekki með tímanum og bæru fram kenningar, sem hvorgi fyndu bergmál í nútímanum, væri stefn- an sjálfdauð. Pannig er því varið meðMarxismann, að hann er hvorki byggðar á sjertrúarkreddum, nje á draumórum, eins og Kolka held- ur fram. Stefna Marxista er byggð á athugunum söguþróunar, á hag- skýrslum og staðreyndum hvers tíma. Marxisminn getur ekki úr- elst frekar en t. d. læknisfræðin sem breytir um lækningaaðferðir og lyfjablöndun, samkvæipt því er nýustu uppgvötanir á sviði sýkla-

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.