Eyjablaðið - 14.11.1926, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 14.11.1926, Blaðsíða 2
♦ EYJABLAÐIÐ fræði og skyldum undirstöðuatrið- um læknisfræðinnar leiða í ijós á hverjum tíma. Bá kemur að því sem er gat- slitnasta og jafnframt broslegasta fyrran, sem læknirinn ber á borð fyrir almenning. Bað eru Rúss- nesku frjettirnar. Ef til vill finnast þeir hjervillingar meðal fólksins sem enn þá hafa ekki sjeð í gegn- um þann lygavef sem auðvalds- blöðin hafa í samfleytt 9 ár ofið utanum verkalýðs og bænda veldið 1 Rússlandi. Það er löngu upp- víst að auðmenn í Yestur Evrópu halda margar skrifstofur í náganna- ríkjum Rússlands. Hafa þær það eittfyrir stafni að ljúga uppóhróður- sögum um stjónendur, stjórnarfar og ástand þjóðarinnar. Dánarfregn Lenins símuðu þeir 26 sinnurn út um heiminn, áður en hann dó! Væru allar fregnir þessara frjetta- stofa sannar, væri ekki einn ein- asti Rússi lifandi á þessari „ham- ingjusömu jörð“. Síðasta Rúslandsfrjettin, um uppreistnarástand, fangelsun Trots- kys og manndráp, var samin af einni frjéttastofu í Prag. Var svo berlega ílett ofan af söguberanum, að auðvaldsblöð Evrópu sáu sjer ekki annað fært en að kyngja sög- unni aftur, enda var enginn fótur fyrir henni. Vegna þess að læknirinn minn- ist á Friðþjóí Nansen í þessu sam- bandi, þykii mjer hlýða að geta þess, að Nansen gaf út bók um veru sína í Rússlandi, hungurs- neyðarveturinn 1921—22. Bókar þessarar er getið í bókmenta kring- sjá Berl. Tageblatt (borgaralegt biað) frá 7. júní 1923. Segir þar meðal annars: Höfundurinn rómar mjög ötulleik ráðstjórnarinnar í baráttunni við hungrið og kuldann. Þegar maður leggur frá sjer bók' ina og ber saman stjórnarfarið hjer í Býskalandi, við það í Rússlandi, verður manni á að andvarpa. Bara að það væri ekki verra hjer en þetta“. Fáir munu þeir sem treysta sjer til að mælá vandræðamanninum Kerinsky og stjórn hans bót. Her- inn rússneski var orðin vopnlaus, herinn svalt og var klæðlaus, ríkur uppreistnarendi var í hernum. Samt hjelt Kerinsky stríðinu áfram og rak bændur og verkamenn svo þúsundum skifti móti fallbyssu- kjöftum Bjóðverja. Það fyrsta sem ráðatjórnin gerði var að binda enda á ófriðinn við miðveldin. __J Englandi bjuggust ýmsir við byltingu síðastliðið vor.“ segirKolka. Skömmu síðar segir hann að eng- inn þurfi að vænta framar bylting- ar í Norðurálfunni. Vill Kolka í alvöru halda því fram, að úr þvi að ekki vavð úr byltingu í Eng- landi í vor, sje útilokað, að hún komi þar fyrir fratnar, eða i nokkru öðru landi í Norðurálfu? Bað er út af fyrir sig ekki tii að furða sig á, þó yfirstjettinni auð og embættis- mönnum takist að smeygja þessari skoðun inn hjá alþýðu manna, að þá menn „sem boði mönnum bylt- inguna," beri að skoða sem blóð þyrsta æsingamenn, sem ekki viti fótum sínum forráð. — Bað er í sjálfu sjer ekki óeðlilegra fyrir- brygði en önnur hliðstæð dæmi, fyrri alda. í kaþólskum sið voru menn bannfærðir af kyrkjunni, fyrir þær sakir, að þeir höfðu opinberlega sagt bændum, að fæða fjölskyldu sína á brauði því, sem kirkjan annars krafði i tíund. — Og þó ótrúlegt megi virðast hafði alþýð- an jafnmikinn ýmigust á þeim mönnum, eins og klerkarnir sjálfir. Bað er hörmulegt að hugsandi raenn nú á tímum, skuli vaða í þeirri villu, að heimsfriðurinn muni nokkurntíma tryggur, á meðan vígbúnaður er eins og nú — og frjáls samkepni ríkir í iðnaði og verslun. Þróun auðmagns þjóðskipulags- ins í menningarlöndum Vestur- Evrópu, er þegar komin á það stig að bylting í náinni framtið er ofur eðlileg afleiðing af því ástandi sem ríkir nú. Byltingin er einn þáttur þróunarinnar og húnverður vissu lega ekki með þeim hætti sem hægfara jafnaðarmenn hefðu hugs- að sjer, heldur með skjótri upp- reisn verkalýðsins, sem bíður fyrsta tækifæris, að taka sjer völdin í hendur. Við hverja nýja styrjöld, sem yfirstjettirnar reka verkalýð- inn út í magnast óánægja hans og heypt til yfirstjettanna. ítrekað- ar tilraunir stjórnmáiamanna þeirra sem víðsýnastir eru, til þess að mynda alþjóðasamtök um tolla ákvæði, jafnvægi í framleiðslu og aðrar alþjóðlegar samsteypur um verslun og fjármál, hafa allar far- ið út um þúfur. Hagsmunareyp- dráttur ríkjanna, hervæðing þeirra og yfirdrotnunarstefna, undirbýi á ný helveg verkalýðins í öllum löndum, heimstyrjöldina. Alstaðar þar sem reynt er að benda Þjóð- inni á hættuna, og alstaðar þar sem þær eru varaðar við tálloforð- um auðvaldsins, ausa yfirstjettirn- ar út blekiðnaði blekkinga og refja, í svipuðum anda og Kolka læknir. Fangelsanir, misþyrmingar og af- tökur manna þeirra sem unnið hafa gegn hernaðarandanum, er daglegt brauð út um Evrópu. Pað kallar Kolka læknir útrýmingu Kommunista og þykir vel gert. Hve lengi verkamenn hjer á landi, láta. blekkja sig, skal engu um spáð. Hlutverk íslensks verka- lýðs í heimsbyltingunni er hverf- andi lítið og getur naumast orðið annað en að fylgjast með verka- lýð nágrannaþjóðanna. En það er vísast, að jafnskjótt sem verkamenn hætta að taka blekkingar íhaldsins fyrir góða og gilda vöru, munu þeir efla samtök sín. öflug verka- lýðssamtök og öflug barátta gegu kúgun og rangsleitni yfirstjettanna, er leiðin til bættra kjara alþýðunn- ar hjer á landi í nánustu framtíð. ísleifur Högnasson. Rafstöðin. Gunnar Ólatsson konsúll hefir undanfarið skrifað greinarí ,Skeggja um rafstöðina, og eru þær orðnar töluvert að vöntum til, líkt og „Gulahættan" og önnur fræg rit. Að jeg fór að skita mjer af þess- um greinum Gunnars, vav af þeim ástæðum að jeg varð til þess, ásamt bæjaistóra, að athuga reikninga rafstöðvarinnar, fyrir umliðin ár, og gjöra upp reikninga hennar. fessar reikingsgerðir sagði Gunn- ar, þegar í upphafi greina sinna, að væru rangar, án þess þó að koma með nokkurt sannanlegt dæmi um að tölur'í þessum reikn- ingum væru rangar, eða rangt tilfærðar, og því síður að þær væru vísvitandi skakkar, eins og hann hefir gefið í skyn. Bað var því ekki að undra, þótt jeg vildi ekkí láta þessi ummæli hans ómótmælt. Mjer bar skylda til að skýra málið, eftir því sem jeg vissi sannast og rjettast, og það því fremur sem jeg er rafnefndar maður. Ekki vegna þess, að hefði Gunn ar verið svo lánsamur, úr því hann fór að skrifa um reikningana í þessum tón, aö finna eitthvað sem var rangt tilfært í þessum reikn- ingam, þá var eðlilega sálfsagt að taka slíkt að öllu leyti til greina, en sem betur fer hefir hann ekk- ert furidið, sem heldur eru byggð- ir á rekstursreikningum rafstöðvar liðinua ára og bæjarsjóðsreikn. ekki er við að búast, þar sem all- ir liðir reikninganna, neina áætlað verð rafstöðvar sjálfrar með öll- um leiðslum og liðurinn yfir áhöld og rafmagnsvörurv Bess utan eru allir þessir reikningar, eins og áður er búið að taka fram, endurskoð- aðir af endurskoðunarmönnum bæjarins, og mætti það því furðu gegna eí hægt væri að detta um- hugsunarlaust ofan á margar vit- leysur í þessum reikningum. Um áætlað verð rafstöðvar með leiðsl- um, má ef til vill þrátta, og tel jeg sjálfsagt, að ef matsmennirnír yrðu líkir Gunnari, að mat þeirra og lýsing stöðvarinnar yrði eins mismunandi og matsrnennirnir j væru margir. Lýsing og mat Gunn- | ars bendir ótvírætt til þess. Hann lýsir stoðinni og leiðslum á þann veg, að leiðslurnar sjeu ónýtar og stöðin í niðurnýddu ástandi og „portið bak jvið stöðina alt löðr- andi í for en forarvylpa utanvið". En samt verður mat hans áhenni kr. 80 þúsundir. Bað virðist harla lítið samræmi i þessari matlýsingu Gunnars, eins og öðru fleiru í greinum hans, og 80 þúsund króna matinu. Hvernig skyldi peningaláns- stofnum lítast á þessa virðingar- gjörð væri hún gerð til lántöku. Gunnar segir að rafstöð skuldi nú kr. 93740,36, þrátt fyrir að þótt han vissi að skuld rafstöðv- ar við Nýlendu kr. 7388,69, var lokið eins og áður hefir verið skýrt frá áður en hann byrjaði á þess- um greinum sínum, og ennfremur segir hann að stöðin eigi „ekki einn einasta eyrir til að leggja i aukningu stöðvarinnar nú“. Hann veit þó mjög vel, og setur það upp í reikningsgerð sinni, að raf- stöð átti útistandandi um síðustu áramót, frá síðasta ári, kr. 19279, 31, sem gera má ráð fyrir, þó erfitt sje í ári, að greitt sjd að ein- hverju leyti nú, og nota megi til aukningarinnar. Síðasta grein Gunnars í ,Skeggja‘ 20. f. m. sýnir best og Ijóslegast af hvað miklum aumingjaskap hann skrifar þessa reikninga, þar sem hann gotur látið sjer sæma að skrifa langa skammargrein, mót betri vitund, er vegna prentvillu sem var i Eyjablaðinu 3. okt.. í ágóða og hallareikningunum. Að jeg segi að Gunnar hafi skrifað grein þessa mót betri vit- und, er vegna þess að jeg álít ómögulegt og útilokað að ætla Gunnar svo, að hann hafi ekki vitað betur, enda kemur það ekki til neinna mála. Bað er líka sýni-

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.