Eyjablaðið - 14.11.1926, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 14.11.1926, Blaðsíða 3
EYJABLAÐH) SEGLASAUA. Eins og að unbanförnu tek jeg að mjer að sauma segl, einnig annast jeg viðgerðir a gömlum seglum. Sigurður Sveinbjörnsson Brekkuhúsi legt þegar í fyrstu grein Gunnars að hann hefir alla þessa reikninga ráfstöðvar undir höndum, og gat af þeim sjeð, hver var hin rjetta tala, auk þesa ber hinn prentaði reikningur það ijóslega með sjer að talan kr. 40898,80 sje skökk, þar sem aðalupphæð reikuingsins, sem hann vitnar í er fyrir alt árið kr. 7001,38 svo það var ekki mikl- um erflðleikum bundið fyrir andj legt tröll (ekki peyja) að sjá að rjetta talan á að vera kr. 4089,80. Þetta notar Gunnar til að geta sagt að skekkjur reikninganna sjeu tröllslegar. fessar greinar Gunnars eru auðsjáanlega hvorki skrifaðar til þess að sýua hið sanna og rjetta í þessum reíkningum, nje leita þess, heldur af andúð og ilsku til raf 8töðvar eða þeirra manna sem á- litu ekki rjett að selja hana á leigu um 20 ára skeið, en um það ætla jeg ekki að deflu í þetta skifti. En þegar greinar Gunnars eru athug- aðar í einni heild, að svo miklu leyti sem þærsnerta reikningana, og eftir að hann hefir viðhaft svo stór orð, að þeii sjeu allir vitlausir, frá upphafl til enda, þá er áreiðanlega ekki ofmælt af mjer, þó jeg nú skori á hann að búa til algjörlega alla reikningana að nýju, og að hann hafi þá reikninga svo úr garði búna að þeir verði af endur- skoðunarmönnum bæjarins og bæj- arstjórn, álitnir betri og rjettari en þessir margumtöluðu reikning ar. Auk þessarar áskorunar ber Gunnari skylda til að gera reikn- ingana, því hann jeg og þriðji mað- ur vorum kosnir af bæjarstjórn 14. nóv. 1922 og á Gunnar enn þá ógerðan sinn hluta þeirra. Verði Gunnar því ekki við þessu, að gera reikningana, verður að skoða þess- ar greinar hans sem staðleysur eiuar og karlanöldur. I einum af reiðilestrum sínum kallar Gunnar mig „aftaníossa. “ Slíkar nafnbætur hugsa jeg að við getum gefið hvor öðrum. Minsta kosti minnir mig að eitthvað iíkt hafi verið að orði komist um hann er henn var á ferðinni með hið Bvokallaða „Himnabrjef“, því fylgdi víst engin handa eða fótaþvottur frammi fyrir körlum eða konum. Jón Hinriksson. Nýjar islenskar plötur. Eggert Stefánsson syngur þessar: Hættu að gráta hringagná og Stóð jeg út í túngsljósi. — Ó þá náð að eiga Jesú, Ó, guð vors lands. Agnus Dei (gamalt íslenskt sálma- lag,) Nú legg jeg augun aftur. — Betlikerlingin, Heimir. — Leiðsla Jeg lít í anda liðna tíð. — Austan kaldin á oss bljes, Fagurt galaði fnglinn sá. — Hvar eru fuglar, Björt mey og hrein. — Heiðbláá foldin mín fríða, Invernalis Tempo- ris. — Island, Ave Maria (Kalda- lóns). — ^Fögur er foldin, Alfaðir ræður. — Heims um ból, I Betle- hem er barn oss fætt (Kaldalóns). Sigurður Skaftfelt syngur þessar: Sverrir konungur, Míranda. — Ar- niðurinn, Roðar tinda sumarsól.— Sprettir, Hugsað heim. — Visnar vonir, Huldumál. — Heimir, Frið- ur á jörðu. Einar E. Markan syngur þessar: Sverrir konungur, Betlikerlingin.— Asareiðin, Rósin. — Erla, Miðsumar. Brúnaljós þín biíðu, Huldumál. — Heimir, Leiðsla. A hverri plötu eru tvö af þeim lögum er standa saman (milli þanka- strikanna). Sendar gegn póstkröfu um land alt; burðargjalsfrítt, ef borguu fylgiu pöntun. Náladósir á 1.50 og 2.00 kr. besta tegund. Einnig náladósir á 0.75 aura, í öllum eru 200 nálar. Plötualbúm mjög sterk fyrir 12 plötur kr. 6.00 fyrir allra stærstu plötur 8.50. Pantanir' sem óskast fyrir jól, er best að gera nú þegar. íjiljóðfœrafíúa ^e^javffyir, Sími 656. Simnefni: Hljóðfærahús. HXOOOOOOOOXK Auglýsingabók nxooooooooxn higu Stór stofa, með sjerinngangi til leigu, með miðstöðvarhita bjá Stefáni Ingvarssyni Kalmannstjörn EJbíSI *j}?inna 'iarKiiai [BJbISI Penlnga spara menn með því að gera kaup við Sigurgeir Alberts- son Sólheimum — Smíðar og selur ódýrast allra: Rúmst. boið og o.fl. málað «ða órnálað, bæsað og lakkað eftir vild. Ósvikin vinna. „His lasters Yoice“ Nýir Grammofónar. I meir en 25 ár hefir „Hís Master's Voice" verið hið fremsta firma í grammófónagerð. Hljóðfæri þess voru orðin svo góð, að það virtÍBt ómögulegt að gera frekari umbætur á þeim, fyr en búið var að ráða vissar erfiðar gátur .— Nú hafa þær gátur verið leystar. Ný uppgötvun hefir komið því til leiðar, að hiö nýja „His Master's Voice" hljóðfæri er fullkomnara, en áður hefir þekst. Hingað til hafa hinir hæstu tónar verið of sterkir, en bassinu aftur á móti tiltölulega veikur. Það hefir verið aðalverkefni tilraunastofunnar að koma á samræmi í þessu efni, svo að bæði bassi og diskant fengju eðlilegan hljómstyrk og hljómblæ, og nú hefir þett.a tekist á ákjósan- legasta hátt. Prófessor Sv. Sveinbjörnsson ritar. Jeg hlustaði í dag á hið nýja hljóðfæri fjelagsins „His Master's Voice“, og fanst mjer mjög svo furðulegt, hve mikla yfirburði það hefir yfir alla þá grammófóna, sem jeg hefi hingað til kynst. Það er ekki aðeins að öll hljóðfærin í hljómsveitinni njóta sín að fullu, hvað tónblæinn og hljómfegurðina snertir, en styrkurinn er svo mikill, að manni finst í fljótu bragði að maður sje staddur í hljóm- leikasal, en sje alls ekki að hlusta á það sem grammófónn hefir á boðstólum, I stuttu máli get jeg sagt, að jeg hafi aldrei heyrt neitt jafnágætt þegar um grammófón músik er að ræða. Khöfn. 9. júlí 1926. (sign.) Sv. Sveinbjömsson. Árni Thorsteinsson ritar: Jeg hefi átt kost á aÖ heyra ýms iög, orgel, orchester, söng, — einsöng og kórsöng — leikin á „Grammófóna" frá „His Master's Voice“- fjelaginu og verð að dást að mýkt tónanna og hliómfylli þeirra í hverju sem leikið er. Endurbætur þær, sem fjelagið hefir nú gert á hljóðfærum sínum eru svo stórfeldar og hljómbætandi, að annað jafngott og eðlilegt geta önnur hljóðfæri af sömu tegund ekki enn boðið upp á. Jeg hygg að hver sá fái nú full not af grammófónplötum sínum, sem leikur þ»r á einn af hinum endurbættu „Grammófónum" frá „His Master's Voice.„ Reykjavík, 25. agúst 1626. (sign.) Árni Thorsteinsson. Hinir nýju grammófónar „His Master's Voice", Grammófónarnir með hundsmerkinu fást í Vestmannaeyjum ásamt allskonai Grammófónplöt- um sem eru sjerstaklega tilbúnar fyrir hina (endurbættu) grammófóna. Til þess að gefa almenningi kost á að dæma um ágæti grammófón- anna, höfum við ákveðið að^halda Grammófónkonsert í Nýja Bíó í dag (Sunnudag 14. Nóv.) kl. 6 e. h. d. Húsið verður opnað kl. 51/*. aðgangur ókeypis og allir velkomnir eftir því sem húsrúm leyfir. Hannyrðakensla Get bætt við stúlkum í tíma. Elísabet Helgadóttir Sólheimatungu Bestar og ódýrastar skóviðgerðir hjá Eyjólfi Eýjólfsyni Steinholti. tÖ * * v.-W. * 1

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.