Eyjablaðið - 09.01.1927, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 09.01.1927, Blaðsíða 1
9. jonúor 1927 titgefandi „Verkamannafjelagið Dríf- andi" Vestmannaeyjum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Vilhj'. S. Vilhjálmsson. Til yiðtals daglega Vestmannabraut 3. Blaðið kemur út hvern su»nudagsmorg- un. Kostar kr. 1.50 um ársfjórðunginn Málgagn alþýdu í Vestmannacynim 1. órQonour - Tbl 17. innanbæjar. 7 krónur árgangurinn út um land Auglýsingaverð 1 króna senti- meterinn eindálka. Smáauglýsingar tíu aura orðið 50 aura stofngjald. Símar: B,itstjórinn 86. Prentsmiðjan 51. Box 113. — Prentsmiðja Eyjablaðsins — Bæjarstjérnar- kosningar. Bæjarstjórnarkosningar standa nú fyrir dyrum hjer í bænum. Eosningin fer fram seinni hluta þeasa mánaðar. Að líkindum verða ekki í kjörí nema tveir listar, annar frá vinn-1 andi stiettinni, en^hinn frá hinum,1 þessum sem í daglegu tali eru nefnd-i ir „heldri menn". Þar verða á víg- velli við kjöiborðið tvær stjettir, önnur vinnur og aflar auðstil sjóo og lánds, hin lifir á ágóða af strini þeirra sem vinna. Sú stjettin ger- ist milliliður milli verkalýðsins, og tckur kaup fyrir, sem kallað er „hagnaður". Annar af þeim listurn sem fram kemur, heflr að baki sjei fjölmenn verkalýðsfjelög, hinn er framkom- inn og tilbúinn á einhverri meiri- háttar kaupmannsskrifstofu, og saminn af 5—6 mönnum sem ekkert fjelag hafa aðbakhjalli. Svo eru þeir fámennir vegna þess að í þeirra stjett eru aðeins örfáir menn. Hvor þessara stjetta ber sigur úr býtum á kjördegi, skal engu um spáð hjer, í þetta skifti. En hitt er vitanlegt að ljeti alþýða manna ekki blinda sig, kaupmensk- una og broddborgarasvipinn, þá mundi hún bera, góðan og varan- legan sigur af hólmi. Þá mundi hún geta bent og sagt, að á íhalds- vegg auðvaldsins værurituð orðin sem einu sinn voru rituð með ósýnilegri hendi á hallarvegg kon- ungsins „—ríki yðar er deilt—". Það er margt sem þarf að lag- færa í þessum bæ, og alþýðan fylgist vel með þessum kosningum. Stjettaskiftingin heflr sjaJdan verið svo skýr eins og einmitt nú. Auð- valdskreppan krefur daglega fórna úr verkamannastjett. . Dýpra og dýpra er þjóðskipulag broddborgaranna að sökkva. Lengia og lengra ofaní vasa hins vinnandi lýðs, seilast þeir íhaldsspekúlantarnir eftir siðasta eyrinum uppí tolla og álögur. Útlit er fyrir að aðalbjargræði Eyjamanna, útgerðin verði lömuð.: Gengur þar fyir liðinu bankastjór-; inn, bæjarfulltrúi íhaldsins og beil í huga, eiginhagsmuni nokkurrai prlvat spekulanta fárra innlendra en fleirri danskra, sem eiga auð- valdsfyrirtækið íslandsbanka. Hart væri það ef alþýða í Yest-. mannaeyjum sem sýnir daglega í verkinu, þrek sitt og þor, þegar : hún á í baráttu við náttúruöflin^ höfði ekki viðsýni nógu mikið,! yfir málefnin sem hag hennari •nerta og ljeti „fína" fólkið glepja avo augu sín að hún feli því í fleiri árin að fara með velferðar- mál sín. íhaldið hefir stjórnað, hvernig. hefir búskapurinn gengið? Svarið er deginum ljósara. Munum það altaf alþýðumenn og konur að samtakið er afl, sem getur gert kraftaverk, þó hver einstaklingur úr verkalýðsstjettinni standi berskjaldaður fyrir árásun- um ef enginn fylgir honum. „Bestur er heima fenginn baggi" og treystum aðeins okkar eigin mönnum, þeim sem vilja bæta kjör lítilmagnanna. Byggjum ekki lengur bæ okkar á, sandi broddborgara og braskara- lýðs. Látum TÍnnHliendurnar fara að fjatla um bæjarmálefnin. skut;ull Blað jafnaðarmanna á Isafirði. Eitt hið best skrifaða Alþýðuflokksblað sem út kemur. Gerist áskrifendurf Sjómenn og samtök. Fásjóþorp hjerlendis munu hafa tekið svo hröðum framförum ogj útvíkkað svo ört bæjarstæði sittl eins og Vestmannaeyjar. Mun flestum ljóst hvaða ástæð- ur til þess liggja. Sjávarútvegur Eyjaskeggja hefuri vaxið hröðum skrefum og fiskfram-l leiðslan að sama akapi. .Hefir tvent tiJ þessa stuðlað:! Bætt skilyrði til afiabragða; er felJ ast í stækkuðum bátum. og full-í komnari veiðarfærum, hinn óþrjót- andi afli og óbrigðulu fiskimið kringum Eyjarnar. Hvergi hjer á landi og þó víðar væri leitað, þar aem vjalbátaút- gerð er drifin hefir annar eins afli árJega á land borist, sem hjer í Vestmannaeyjum, enda hefir afla- sæld Eyjaskeggja fræg orðið um land allt og jafnvel um heiminn lít. Sjómennskuorðstýr Eyjaskeggja hefir og flogið um landið og jafn- an að ágætum haft hve knálega og geiglaust þeir sjekja gullið í ægis greypar. Pað er áreiðanlega ekki heiglum hent að vera sjómaður í orðsins fyllsta skilningi, Það hefir margt verið sagt og ritað sjómönnum til lofs, en tæplega að óverðskulduðu. Væru makleikar sjómannanna í öllu svo örlátlega uppfyltir sem hrósið og skjallið á þjóðhátíðum og í borgaralegum átveislum, væri yfirleitt líðan sjómanna betri og margt horfa öðruvísi við en nú. Sjómannastjettin hefir, með því að hætta lífi sínu og heilsu, með ærnu erfiði, bygt upp bæ þennan einn með stærstu bæjum landsinsj úr litlu fámennu þorpi. Um þetta mun flestum sam^ mála. Sjómannastjettin hefir verið og er líf sjávarþorpanna. Þessvegna skiftir það miklu fyrir framtíð bæjarins hjer aðsjómanna- stjettin fái án hindrunar að vinna hlutverk sitt. Eitt af því sem fyrst og fremst Þarf að kappkosta er að sjóraenn- imir fái svo vel greidda vinnu sína að þeir geti lifað sómasam- legu lífi, að þá ekki skorti það nauðsynlegasta til að viðhalda líkamlegri og andlegii heilbrigði sinni og afkomenda sinna, sem við eiga að taka, að hinum frá- gengnum. Sjómannastjettin má ekki úr> kynjast fyrir skort lífsnauðsynja. Hún er ein af .sláandi œðum þjóðfjelagslíkamans. Annað verður og að kosta kapps um, sem er það, að lífshætta sió- manna sje fyrirbygð að - svo miklu leyti sem unt er. Verður það aldrei um of brýnt fyrir mönnunum. Virðist hið ráðandi íhald bæjar- og bjóðmála ekki ennþá hafa ópnað nema annað augað fyrir þessu at riði, sem svo mörgu öðru sem verndar líf og velferð verkalýðsins. Er þar og sparnaðar pólitík ihaldsins sem á skyggir. Hjer í Vestmannaeyjum eru verkamenn og sjómenn vaknaðir til öflugrar vitundar um það að bætt lífskjör öðlast þeir eigi nema í geguum sigurinn í baráttunni gegn hinni rikjandi kaupmanna- og atvinnurekendastjett. Eitt dæmi hinnar vakandi stjetta- vitundar sjómanna hjer í bænum er,)SjómannafjelagVestmannaeyia<' sem stofnað var í haust. Munu vera gengnir í það allflestir sjó- menn bæjarins sem ekki eiga sjálf- ir í útgerð. Fjelag þetta starfar nú með eldlegum áhuga. Hefir fjelag þetta aflað sjertrausts og vinsælda allra bæjarbúa að undanskildri — bjargráðanefndinni hans Gísla Johnsens, og nánustu áhangenda hennar, sem virðast mjóg fáir. Sjómannafjelagið heflr níeðal . ^;,-,^.; , '.í;;,!,^^;,.,

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.