Eyjablaðið - 29.05.1927, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 29.05.1927, Blaðsíða 3
SYJABLAÐEB Ný bók: Ferdasaga Fridþjófs Nansens yfir Grænland. fiitað aí ÓlaflL Friðdkssyni. Bókin er með ótal skemtilegum og fræðandi myndum og auk prýðisvel skrifuð. Fæst í Kaupfjelaginu Drífandi. 1 Vikan sem leið. * Á fnndl í Verkamannafjeiaginu „Drífandi" s.l. þriðjudag var samþykt eftir- farandi: „Með þvi að það er þegar full- komlega upplýst, að hið svokall- aða „Verkaraannnfjelag Vestmanna eyja“ er algjörlega ófáanlegt til að vinna með verkamannafjelaginu Diifandi gegn lækkun á kauþi verkamanna, afræður fjelagið að setja sjer kauptaxta á þessum fundi“. Hljóðar sá kauptaxti þannig: í dagvinnu frá kl. 6 f. h. til 6 e. h. kr. 1,08 um klukkust.., í eft- irvinnu frá kl. 6 e. h. til 9 e. h. 1,30 um kl.st., í næturvinnu frá kl, 9 e. h. til 6 f. h. og í helgi dagavinnu kr. 1.60 um klukkust. Kaupgjald þetta gildir þar til annað verður ákveðið. Aflabriigð hafa verið dágóð undanfarið á þá báta sem hafa haft nýja síld til beitu. Slldin hefir verið flutt með póstskiptim írá Reykjavík. Kolaveiðar í botnnót (snörrevaad) hefir hepn ast .fremur vel. T. d. aflaði m.b „Emma" s. 1. miðvikudag röskar 100 körfur og mun nflinn hlaupa 15 —1600 krónur. Með s.s. (xulifoss sem kom hingað snemma i vik unni á leið til Austfjarða, fór mesti sægur af verkamönnum og sjó mönnum til atvinnuleitar á Aust urlandi. Ætla nokkrir að gera út smábáta í fjelagi og mun það arð vænlegust leið til þess að hafa eitthvað upp úr sumrinu. Verð á Labradorfiski er nú nálega 7o kr. skpd. Allinn. Bann 1. maí voru samtals kom in í land 140384 skippund en í fyrra um sama leyti 119000 skpd. en árið 1925 var aflinn 126000 skpd. á sanra tíma. Fyrstu fjóra mánuðina af þessu ári voru fluttar út vörur fyrir nokkuð á 12 miljón króna en á sama tíma árið sem leið fyrir tæpar 13 miljónir. Húsbruni 1 Kcflavik. Um miðjan síðattliðinn mánuð brann til kaldra kola beinamjöls verksmiðja sem var eign þeirra Ástþórs Matthíassonar og Karls Runólfssonar. HiU og þetta úr Eyjum. Herra ritstjóri! Jeg leyfi mjer að senda yður þessi skrif mín, ef vera kynni að þjer vilduð birta eitthvað af því. En yður finst nú máske ekki mikið til þess koma og jafnvel ekki á borð berandi fyrir almenn- ing eins og það er. En jeg efast ekki um góðvilja yðar til þess að lagfæra það sem með þarf. Það ber hjer margt við á eyj- unni sem vert er til frásagna. Það heflr margt og misjafnt kom á fund sem íhaldið hjelt hjer í vetur. Pað var orðið hrætt ura sig í meira iagi, þessvegna tók það fyrir að skora á bæjarfóget- ann að gerast hershöfðingi, sem hann brást vel við. Sendi hann þjóna sína og bæjarbílinn til að smala körlnm og konum þar til Nýja Bíó var fult af þeirra elsku- iegu áhangendum, velbúnum að vopnum og klæðum. — Þá stend- ur málshefjandi upp, hóstar nokkr- um sinnum eins og hann á vanda til talar vel og lengi og brýnir fyrir mönnum að varast bolsana eins og sjálfan d............ Taldi hann fjóra þeirra hættulegasta og sem helst þyrfti að varast. Svo töluðu ýmsir fleiri og gengu ræður þeirra aðallega útá það að upphefja sjálfa sig, en niðurníða verkalýðssamtökin, sem þeir kalla „bolsasamtök". : borið til tiðinda hjer síðastiiðna j vertið: bátstapi, strand og aðrar j slysfarir. j Jeg er einn af „bolsunum*, en Skýrsla yfir hafnargerð Vestmannaeyja 1914—1926. Arið 1912 var fenginn hingað til Vest- mannáeyja danskur verkfræðingur G. B< ch að nafni, r.il þess að rannsaka hafn'ai stæðið, gera áætlanir og teíkningar yfir fyrirhugaða hafnargerð. Var hann hjer um sumarið og gerði nauðsyniegar mælingar og dýptarboran- ir. Um haustið lauk verkfræðingurinn 'úð teikningar og kostnaðaráætlanir yflr verkið. Gerði hann ráð fyrir tveim göiðum við hafn- armynnið, öðrum á Hörgeyri, 200 metra löng- um, áætlaður kostnaður kr. 60,000,00 og hinum er liggja skyldi út á Hrognasker, svo kölluðum Hringskerðsgarði, 170 metra löng- um, áætlaður kostnaður kr. 97,500,00. Enn tremur gerði verkfræðingurinn tillögur um dýpkun hafnarinnar, biyggju o. fl., sem ekki hefir enn verið ráðist i að framkvæma. A Alþingi 1913 bar þingmaður Vestmanna eyja frarn frumvarp að hafnarlögum, og var það samþykt. Voru í lögunum veittar til hafn- argerðar í Vestmannaoyjum kr. 62,500,00 gegn þreföldu fjárframlagi úr hafnarsjóíi og heimilað að landssjóður ábyrgðist alt að kr. 187,500,00 lán, er sýslunefnd Vestmannaeyja kynni að fá til haínargerðar. Vorið 1914 var hafnargerðin hafin. Var þá fyrst tekið til við syðri hafnargarðinn, Hring- skersgarðinn, og við það unnið um sumarið. Fyrir veturinn var lokið við að byggja garð- inn fram rúmlega halfa leið af fyrirhugaðri lengd. A annan i jólum um veturinn, kom aftaka rok og brim og hrundi þá megnið af því, sem komið var af garðinum. Þennan vet- ur var unnið að undirbúningi undir næsta ár, með hví aa fiytja að grjót, sprengja klappir, leggja járnbraut#o. fl. Sumarið 1915 var að nýju tekið til við byggingu Hringskersgarðsins og komst hann þá það áleiðis, sem svaraði 2/8 hlutum af því sem hann skyldi ná fram. Veturinn eftir urðu engar verulegar skemdir á garðinum. Sumarið 1916 var verkinu enn haldið áfram og komst þá Hringskersgarðurinn fram í fulla lengd (170 m.). Atti þá að heita að byggingu garðs þessa 'væri þar með lokið og verkið afhent. í nóv. um haustið gerði rok mikið og ósjó sem eyðilagði innhlið Hringskersgarðsins á ca. 20 metra kafla að framan. Var þegar byrj- að að endurbæta bilun þessa, en áður en því væri lokið, gerði aftaka veður og brim, sem eyðiiagði ca. 27 metra framan af garðinum og ennfremur innri hliðina á ca. 30 metra svæði. Gróf undan yfirbyggingu garðsins, sem gerð var úr járnbentri, steikri steinsteypu og I , \ . ......' hrundi hún niður á 30 metra kafla og brotn- aðl í fjóra parta. Þessir fjórir geysistóru stein- steypuklettar bárust jafnframt nokkuð inn á við og nær innsiglingunni. Auk þess urðu miklar skemdir hjer og hvar á öllum garð- inum nema á austurhliðinni, stuttur kafli næst Lndi. Er byggingu garðsins síðarmeir var fram- haldið, var beygja gerð á að framan til þess að hægt væri að nota steinsteypustykki þessi fyrir undirstöðu. En bugðan helir orðið garð- inum mjög hættuleg, þvi kraftur sjávargangs- ins nær þar fullu átaki, svo enn er garður- iun eigi nógu traustur á þessum stað. Þegar garðurinn hrundi barst grjótið úr honum dálítið innfyrir og myndaði þar mikla eyri, og steinar úr henni hafa flust inn í inn- siglinguna og orðið umferðinni til trafala. Arið 1916 var byrjað á byggingu nyrðri garðsins, Hörgeyrargarðsins. Það verk gekk stórslysalaust uns hætt var við garðinn árið 1922. Gavðurinn er 195 metra á lengd, en vant- ar framan á hann 50 metra, samkvæmt áætl- un N. Monbergs verkfræðings. Arið 1917 var enn gert við Hringskers- garðinn, til þess að verja hann frekari skemd- um og sporna við að brotin úr honum bær- ust burt. Sumarið 1918 var sömuleiðis unn- ið að viðgerðum beggja garðanua og stóðu

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.