Samtíðin - 01.07.1942, Side 7

Samtíðin - 01.07.1942, Side 7
SAMTIÐIN Júlí 1942 Nr. 84 9. árg., 6. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUIt SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. HALDIÐ þér ekki, að yður mundi veit- ast furðu auðvelt að fara snemma á fætur á morgun, ef þér væruð vissir um, að þér munduð vinna eina miljón króna í happdrætti? Rúmið er hlýtt, en heimurinn er kaldur, eða svo mun mörg- um finnast. Veröldin er köld, af því að hún neitar oss um svo margt, sem vér hcfðum óskað oss. En þegar vonin ylj- ar upp tilveruna, reynist flestum auðvelt að fara snemma á fætur. — Svefn hefur þrjú hlutverk: Hann veitir hvíld, hann endurnýjar krafta vora og hann hressir oss í draumaheiminum, þar sem sálin heimtir sér nýjan þrótt, áður en hún byrjar á störfum morgundagsins. Fyrstu fimm svefntímarnir veita líkama vorum nauðsynlega hvíld. Næstu þrír tímarnir færa oss nauðsynlega draurna. Alla menn dreymir. Ef menn halda, að þeir sofi draumlaust, stafar það af því, að draum- ar þeirra trufla þá ekkert í svefninum. Einstöku menn, sem lifa óvenju tilbreyt- ingaríku lífi, eins og Napóleon mikli og Edison, þurfa ekki á neinum draumum að halda. Líf þeirra hefur í sér fólgið allt það, sem venjulega menn dreymir um. Þar af leiðandi nægði þessum mönnum fimm tíma svefn á sólarhring. Því minni Þ’fshamingju sem vér njótum, þeim mun weira dreymir oss. Sá maður, scm ekki á vellíðan að fagna í daglegu lífi, hefur drauma bæði í vöku og svefni. Hann barfnast í ríkum mæli þess orkumagns, sem er fólgið í draumum, sér til hress- ingar í hinni öiðugu lífsbaráttu. Slíkir •nenn sofa að jafnaði mikið, en svefn Þeirra er ekki vær. — Hinir, sem eiga góðu lífsgengi að fagna, rísa úr rekkju á morgnana hressir og glaðir. Ef þeir væru olnbogabörn lífsins, mundu þeir sennilega reyna að lengja svefntíma sinn og færu þar af leiðandi seint á fætur. Menn segja: Ég vil fara á fætur, en ég kem mér ekki til þess. Þetta er rangt. Menn geta farið á fætur, en vilja það ekki. Ef lífið væri þeim auðveldara, mundu þeir hendast fram úr rúminu á morgnana. — Dr. Hersey, starfsmaður við háskólann í Pcnnsylvaniu, hefur sýnt fram á það með rökum, að lífsgleði manna og áhugi er mismikill, og helzt hann ó- breyttur allt frá viku upp í fimm mánuði, en að meðaltali endist mönnum áhuginn í 4—5 vikur. Þá verða menn daufari, en siðan kemur lífsgleðin aftur, nokkurn veginn háttbundið, eins og ýmsir munu hafa veitt athygli úr eigin lífi. Þegar deyfðin ber að dyrum, er hollt að sofa meira en ella. Líkamshitinn kemur hér einnig til greina. Enda þótt köld svefn- herbergi séu talin holl, er í þeim efnum allt bezt í hófi. Menn verða að læra þá list að sofna og vakna þannig, að þeim sé hvort tveggja eðlilegt og þægilegt. Hugsið um það, áður en þér leggist til hvíldar að kveldi, hve svefninn er dá- samlegur og gerið yður ljóst, hve snemma þér ætlið á fætur og hvað þér ætlið að taka yður fyrir hendur að morgni. Látið svo undirvitundina vekja yður á réttum tíma. — Lífið er ekki sem verst, þegar öllu er á botninn hvolft, enda þótt mönn- unum hafi enn ekki lærzt að lifa því á réttan hátt og langt verði þangað til þeim lærist að deila yfirráðum jarðarinnar.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.