Samtíðin - 01.07.1942, Page 14

Samtíðin - 01.07.1942, Page 14
10 SAMTÍÐIN smekkleysi rithöfunda að viðhalda stafsetningu ])ess máls, sem þeir liafa fyrir sér í það og ])að skiptið eða er þeim tamast. Við það skapast líka sá ruglingur, að sarna iieitið fyrir- finnst í íslenzku máli í margs konar myndum, stafsetningin er t. d. þýzk, frönsk eða ensk og gefur íslenzkum lesanda enga iiugmynd um, hvernig kveða skuli að orðinu, þó að svo vel vilji til, að engin annarleg stafasam- bönd né merki sé að finna i þvi. Vel mætti gefa það eftir, að nokkur erlend hljóðtákn væru tekin upp til viðbótar íslenzka stafrófinu, i þeim eina tilgangi að gera stafsetningu þessara eiginnafna sem nakvæmasta stælingu rétts framburðar, t. d. ii, w, enda væru það aðeins stafir eða tákn, sem fyrir koma í heitum úr skyldum málum, þeim, sem liéldu uppruna- legri stafsetningu sinni skv. því, sem að framan er sagt. Hér hefur erlendum landfræðiheit- um verið skipað i þrjá flokka og bent á sína regluna fyrir hvern þeirra. Undir þriðja flokkinn mætti lika fella öll önnur eiginnöfn úr þeim mál- um, sem koma þar til greina. Tímahært er, að sérfróðir menn íliugi þetla málefni og leggi fram til- lögur sínar. Sem fyrst þyrfti að koma hér á föstu kerfi, sem lögskipað yrði og útvarpi og prentsmiðjum væri skylt að fara eftir. Þá er nauðsynlegt, að gefin verði út orðabók yfir land- fræðiheiti, með ýmsum upplýsingum, þannig að liún gæti verið góð hand- hók fyrir barna- og unglingaskóla landsins. Það þyrfti hvorlci að vera stór bók né dýr. En þörfin er hrýn fyrir slíka bók, meðan hér er enga alfræðibók' að fá. Jafnhliða ætti að gefa út vandaða og næsta fullkomna landkortabók. Það er smán fyrir oss að þurfa að rélta hörnum vorum úl- lendar kortahækur, þar sem lönd og staðir heita öðrum nöfnum en í landafræðinni stendur, sumum svo fáránlegum, að hlessuð börnin geta ekki einu sinni kveðið að þeim. Vér eyðum nú svo miklu fé i glys og skemmtanir og alls lconar hégóma- skap, sem út af fyrir sig er oss til lítils sóma, og enn minni, þegar vér látum oss jafnframt vanhaga um ótalmarga sjálfsagða liluti, er orðið gætu til þekkingarauka og verndunar ]>jóðernis og tungu. Verjum stríðsgróðanum fyrst og fremst í það að afla oss slíkra liluta; verjum honum til eflingar liinu menningarlega sjálfstæði voru. Sem stendur er það líka lielzt á því svið- inu, sem enn virðist um sjálfstæði að ræða. Og það megum vér aldrei missa. 1 haráttunni fyrir því er tung- an öruggastá vígið, og ekki kemur til mála að víkja úr þeim síðustu varn- arstöðvum, meðan nokkur frjálshor- inn íslendingur stendur uppi. Somirinn: — Pabbi, ég hefi bú- ið mér til þessa fiðlu! Faðirinn: — Það var svei mér vel gert. En lwar fékkstu strengina? Sonurinn: — Ég tók þá úr píanó- inu þínu. Efnið gott og verðið vægt, vel Jjví öllum semur. Það er mörgum höndum hægl að hirða það, sem kemur.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.