Samtíðin - 01.07.1942, Page 18
14
SAMTÍÐIN
alla leið uppi á 3. hæð. Hún sagði, að
liann væri úti á daginn, en kæmi alll-
af heim klukkan 9 á kvöldin. Þegar
Tómas Hall var á leiðinni út úr hús-
inu, heyrði hann, að konan var að
þylja upp lífsvenjur annarra leigj-
enda í húsinu.
Klukkan liálfníu um kvöldið stóð
Tómas Hall við útidyrnar á þessu
húsi. Götuljóskerið har daufa hirtu,
svo að gömlu liúsin sýndust drauga-
leg í glætunni frá því. Regndropar
féllu ofan úr ósýnilegri himinhvelf-
ingunni. Það hlikaði á þá í birtunni
frá Ijóskerinu, en síðan sloknaði á
þeim, um leið og og þeir skullu lirá-
hlautir á gangstéttina. Undir Ijósker-
inu vætlaði slokknandi Ijóslækur.
— — — alllaf heim klukkan 9 á
kvöldin. Allt í einu kom maður fyrir
götuhornið. Hann gekk álútur og var
með dálítinn höggul i fanginu. Þeg-
ar hann gekk framhjá Ijóskerinu,
féll skuggi á andlit honum. Andlits-
fallið sást því ógerla, en Tómas Hall
þekkti manninn engu að síður. Það
var Johnny Asker.
Hönd Tómasar, sem allan tímann
liafði haldið um marglileypuna, tók
nú að titra. Hann teygði úr fingrun-
uni, en þreif vopnið síðan heljartaki.
Johnny Asker nálgaðist. Hann
gekk stuttum skrefum og hrasaði við
og við. Hann leit upp, kom auga á
Tómas Hall og flýtti sér skyndilega
til hans.
Góði herra, kaupið þér þessar
af mér. Þér skuluð fá þær fyrir lítið.
Ég lief ekkert selt í dag. Hann losaði
bréfið ulan af þvi, sem hann var með.
Það voru fáeinar bleikar, hálfvisnað-
ar rósir.
Nú fyrst sá Tómas Hall framan í
hann. Andlit hans var eins og kulnað
skar.Hakan skalf,i annarri atjgabrún-
inni voru krampakenndir drættir, og
gráar hártjásur slóðu niður undan
hattinum. Hann hafði þá orðið að
rekaldi í lífinu! Hvað átti þessi vesa-
lingur skvlt við Johnny Asker, liinn
áhyggjulausa ævintýramann, sem
eyðilagði líf annarra? Tómas horfði
á sjálfan sig eins og annarlega per-
sónu. Sjálfur var hann gamall mað-
ur, sem ekki álti sér neitt takmark,
og engum þótti vænt um hann. Hann
var hingað kominn til þess að hefna
sín, þessi broslegi maður, kominn úr
lieimi, sem ekki var lengur til.
Ilann þreifaði í leiðslu með vinstri
hendi í vasa sinuni, fann þar smá-
peninga, vasahnif og seðil. Hann
bögglaði seðilinn milli fingranna og'
rétli ókunna manninum hann. Johnny
Asker bar seðilinn upp að nærsýnum
augunum og vissi ekki sitt rjúkandi
ráð. Því næst rélti liann Tómasi
blómin í skyndi, opnaði útidyr húss-
ins með titrandi höndum, bersýnilega
dauðhræddur um, að aðkomumaður-
inn mundi iðrast þessarar furðulegu
gjafmildi sinnar.
Rn Tómas stóð grafkyrr og kreisti
marglileypuna með annarri hendinni,
en þrýsti hálfvisnuðum rósunum að
brjósti sér með liinni.
Bílasérfræðingurinn: Þetta var
Fiat, það heyrði ég á hljóðinu >
honum.
Áhorfandi: — Þér hafið bó víst
ekki hegrt hvaða númer var á hon-
um?