Samtíðin - 01.07.1942, Side 19

Samtíðin - 01.07.1942, Side 19
SAMTÍÐIN 15 HREIÐAR E. GEIRDAL; Nokkur orð og orðtæki f TÓMSTUNDUM mínum atliuga J- ég oft torskilin orð og orðtæki. Þetta er góð dægrastytting, og öllum er heimilt að velta slíku fyrir sér og koma með tilgátur, jafnvel þótt ekki sé mikið á þeim að græða. Ég ætla nú að gefa dálítið sýnishorn af þessu grúski mínu. Flestum kemur samau um það, að orðið gallhraustur sé lílt skiljanlegt. Um þetta hefur verið ritað og talið rétt að sltrifa galhraustur. Þetta virð- ist mér vera rétt og verð því fáorður um það, en vil aðeins gefa nokkrar skýringar. íslenzk tunga á mörg orð yfir liljóð þau, er menn gefa frá sér. Þeir idjóða, stynja, æja, veina, gala o. s. frv. En það er eftirtektarvert, að aldrei er sagt, að sjúklingur gali. Það er því aðeins hraustur maður, sem galar. Það er hins vegar mjög algengt að segja, að hraustir og ærslafullir unglingar og börn gali, sbr. orðið gal- gopi. Það er og alkunna, að ölvaðir menn fá oft sterka löngun til að svngja og gala, sérstaldega þegar á- hrif vínsins eru á bvrjunarstigi og þeim finnst líðan sín ákjósanlega góð. Allir þekkja orðtækið: syngjandi fullur. Að síðustu er algengt orð, að minnsta kosti hér á Vestfjörðum, sem hefur eiginlega sömu merkingu og orðið galhraustur, ]íað er orðið gal- vaskur, þótt það sé nolað í öðrum samböndum. Næst er þá orðið gallharður. Það er hið sama um það að segja og orðið gallhraustur, að það er alveg óskilj- anlegt. Til þess að tákna milda hörku er sagt: stálharður, grjótharður, eitil- liarður, kolharður o. s. frv., en livers vegna þá ekki gjallharður? Allir vita, að gjall er harðara en kol og hefur þekkzt, að minnsta kosti, jafnsnemma þeim. Margar málskemmdir myndast af latmælum, og þannig held ég, að sé um þetta orð. Allir geta fundið það, að ögn er léttara að segja gallharður en gjallharður. Menn liliðra sér hjá erfiðum tungutökum og mætti segja, að það sé lítið, sem mannstungan finnur ekki, i þeim efnum. Eitilharður finnst mér vel valið orð yfir mikla hörku, en gjall er eitill í ösku. Maurildið kannast allir við, sem róið hafa á sjó í haustmyrkri, þegar mikil smá-áta er í sjónum. Það er eins og logar leiki um árablöðin, eða bráð- ið gull streymi við borðstokkinn. Uppliaflega mun orðið hafa verið marildi sbr. marbakki, marliálmur o. s. frv., sem notað hefur verið um þetta fyrirbrigði, en maurildi aftur á landi. Þegar þetta er athugað, verður létl að skilja, hvernig gullskenning- arnar eru orðnar til, svo sem: sævar- eldur, lirannarglóð, álseldur o. s. frv., því að marildi líktist jafnt gulli og raunverulegum eldi. Frá ómunatíð hafa menn talið eld og gull með því eftirsóknarverðasta í heiminum.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.