Samtíðin - 01.07.1942, Qupperneq 27
SAMTIÐIN
23
snéru rússnesku flugvélarnar lieim
á leið. En flugvél Tarasovs, sem nú
var tekin mjög að loga, var ekki leng-
ur í fylgd með þeim. Hún hélt árásum
sínum áfram og varpaði nú síðustu
sprengjum sínum á fótgöngulið óvin-
anna. Þegar hún var orðin alelda,
sást hún steypa sér ofan úr háalofti
og koma niður á geysimikinn þýzkan
skriðdreka. Það kvað við ógurleg
sprenging. Eldsúla og reykjarmökk-
ur stigu til lofts, og þarna lét í skjótri
svipan lífið hæði áhöfn flugvélarinn-
ar og nokkrir af óvinum hennar.
Þannig rækja ýmsir þessara fifl-
djörfu rússnesku hermanna sitt ægi-
lega hlutverk af fullkominni sam-
vizkusemi. Þeir gera skyldu sína og
virða að vettugi hráðan hana. Stund-
um liefur fyrirlitning þeirra á vfir-
vofandi dauða hjargað lífi þeirra á
furðulegasta hátt, svo sem nú skal
skýrtfrá.
Nokkrir rússneskir sjómenn vörðu
eitt sinn hæð eina undir forustu
Kisliakov herforingja.Þeir voru miklu
liðfærri en andstæðingarnir, og auk
þess voru skotfærabirgðir þeirra á
þrotum. Eftir voru aðeins 2—3 vél-
byssur og nokkrar handsprengjur.
Kisliakov sendi þá alla liðsmenn sína
eftir nýjum skotfærahirgðum, en
varð einn eftir og kvaðst mundu verja
hæðina eftir megni fyrir hundruðum
óvinanna.
Óvinirnir hugðust nú að vinna
þetta vígi á auðveldan hátt. Þeir
gevstust upp eftir hæðinni, en féllu
í fyrstu unnvörpum fyrir vélhyssu-
skothríð Kisliakovs og því næst fyrir
handsprengjum hans. Þar kom, að
hann átti aðeins eftir tvær hand-
Gætið þess
að hafa eigur yðar
aldrei óvátryggðar.
Leitið upplýsinga um verð hjá
Nordisk
Brandforsikring
Vesturgötu 7. — Revkjavík
Sími 3569. - Box 1013
BOTNVÖRPUR
fyrir togara og vélbáta
V ÖRPUGARN
BINDIGARN
HAMPIÐJAN
Símar: 4390, 4536.
Símnefni: Hampiðjan