Samtíðin - 01.03.1949, Síða 11
SAMTlÐIN
7
aðar fyrir þeirri þrá, sem spyr eftir
hinni hreinu gleði.
Talað hefur
verið til sálar-
innar, en lik-
amanum hef-
ur ekki verið
gleymt. Þess
vegna liefur
iþróttalíf
blómgazt, og
lögð liefur
ávallt verið
áherzla á, að
heilbrigð sál
ætti heima í
liraustum líkama. En þeir, sem
gátu ekki hrósað sér af krafti Jík-
amans, voru einnig hoðnir velkomn-
ir. Þeir fundu yl vináttu verma sál-
ina, og þá veittist þeim einnig nýr
líkamsþróttur.
Starfið hefur alltaf haldið áfram.
Allir vita um áhuga síra Friðriks.
En margir urðu honum samferða.
Þess vegna er um margþætt starf að
ræða. Hýbýli K.F.U.M. og K. eru í
sífelldri notkun alla daga.
Sunnudagaskóli hefur verið í hús-
inu, frá því það var reist og eins er
félagið átti heima í Melsteðshúsi.
Allir salir og öll herbergi hússins við
Amtmannsstíg fyllast á hverjum
sunnudegi frá morgni til kvölds.
Þangað koma börnin, þar safnast
drengir á ýmsum aldri, og að kveldi
er almerin samkoma. Alla vikuna
eru samkomur haldnar fyrir pilta og
stúlkur, það er aldrei hlé á starfinu
nema að nokkru lejdi að sumrinu,
en þá er starfið uppi í Vatnaskógi í
fulhim bJójn.a, Við það starf erp
margar þakldátar minningar tengd-
ar. Hefur því starfi aukizt kraftur
með hverju ári. Aldrei lief ég séð
fegurra sjálfboðastarf en í Vatna-
skógi. Ég lifna við, þegar ég kem
þangað.
En slík eru kynni mín af K.F.U.M.
Ég lifna við, er ég kem þangað. Þar
er engin kyrrstaða. Þar er hátíð og
lofsöngur, og þar er hin holla
fræðsla.
Um margra ára skeið hefur kvöld-
skóli verið haldinn i liúsi K.F.U.M.
og K. Fjöldi pilta og stúlkna hefur
sótt skólann, sem stjórnað er af Sig-
urði Skúlasyni. Hefur hann ásamt
mörgum ágætum kennurum veitt
þúsundum nemenda fræðslu, enda
eru þeir margir og þær margar, sem
minnast með þakklæti þeirrar skóla-
vistar.
K.F.U.M. hefur nú haldið afmælis-
hátíð, en hátíðin heldur áfram, því
að þar sem unnið er að heill æsku-
lýðsins, sameinast hátíðin starfinu
og starfið hátíðinni.
Á komandi tímum skal birtan
ljóma yfir íslenzkum, kristnum
æskulýð.
Bj. J.
IR BERNARD L. MONTGOMERY,
liinn frægi hershöfðingi Breta,
hatar tóhak og áfengi. Undirforingi,
sem var samferða honum í bíl, tók
upp sigarettu og spurði: „Má ég
reykja?“
„Velkomið,“ anzaði Montgomery,
„en ekki h érn a.“
„Samtíðin“ mun bráðlega flytja ýtar-
lega ritgerð um eignakönnunina eftir
Aron Guðbrandsson forstjóra,