Samtíðin - 01.03.1949, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.03.1949, Blaðsíða 14
10 saMtíðin ^ramnaldiia^an 3 F. Maridn Crawfdrd: II■■ 11 kom aftur Framh. TKí ÆTTI EKKI að vera uppnæm- ** ur fyrir öllu. Ég hef siglt á skipi, þar sem reimt var. Það var maður í toppsiglunni, og tveir þriðju hlutar áhafnarinnar dóu úr Yesturstrand- arpestinni á fyrstu tíu dögunum, en ég var alltaf í bezta gengi. Vist hef ég séð sitt af hverju, alveg eins og þú og við allir. En ekkert hefnr setzt að mér eins og þetta. Heyrðu, ég lief reynt að losa mig við hauskúpuna, en hún vill það ekki. Hún vill vera á sínum stað, í hattöskju frú Pratt, inni í skáp í hjónaherberginu. Annars staðar lið- ur henni ekki vel. Hvernig ég veit það? Ætli reynslan sé ekki ólygn- ust. Heldurðu virkilega, að ég hafi ekkert reynt til að klóra í bakkann? Á méðan hún er þarna uppi, hljóðar hún aðeins öðru hverju, helzt á þessum tíma árs; en fari ég með Iiana út úr liúsinu, linnir hún ekki á hljóðum, næturlangt, og eng- in vinnukona liemst hér stundinni lengur. Það er svo komið, að ég' hef verið einn og stundum þurft að matselda handa mér hálfsmán- aðartima eða svo. Engin sála úr þorpinu myndi vera hér nætursak- ir, og ekki er um að ræða að selja eða leigja húsið. Kerlingarnar segja, að mín muni bíða ægileg endalok, áður en langt um líður, ef ég búi hér áfram. Ég er óskelfdur þess vegna. Þú glottir að því, að nokkur skuli taka þessa hugaróra svona hátiðlega. Já, ég er alveg á sömu skoðun; þetta eru déskotans hugarórar. Sagði ég þér ekki, að þetta væri bara liljóð, þegar þú raukst upp og leizt við, eins og þú byggist við að sjá draug fyrir aftan stólinn þinn. Þetta er kannske allt lmgarburð- ur um hauskúpuna. Ég reyni að telja mér trú um það, þegar ég get. Sennilega er þetta bara falleg liaus- kúpa, • sem Luke komst yfir fyrir langa löngú, og þetta, sem hringlar innan um hana, er sjálfsagt ekki annað en steinvala eða moldar- köggull. Ætli það hringli ekki oft- ast eitthvað innan um liauskúpur, sem lengi hafa legið í jörðu? Held- urðu það ekki? Nei, ég hef aldrei reynt að ná þvi út. Skilurðu ekki, að ég er hræddur um, að það sé hlý? Sé svo, þá vil ég ógjarnan vita það fyrir víst, þá er skárra að vera í óvissu. Ef það er blý, þá ber ég ábyrgð á dauða hennar, engu siður en þó að ég hefði unnið sjálft verkið. Það hlýt- ur hver maður að skilja. Á meðan ég er ekki viss i minni sök, get ég þó alltaf sagt mér til hugarhægðar, að þetta sé allt saman bölvuð vit- leysa. Frú Pratt dó eðlilegum dauða, og Luke eignaðist þessa fallegu hauskúpu, meðan hann var við nám í London. Væri ég hins vegar í engri óvissu framar, myndi ég sennilega flytja úr húsinu. Annars er ég þegar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.