Samtíðin - 01.03.1949, Page 12

Samtíðin - 01.03.1949, Page 12
8 SAMTÍÐIN Allir bændur og aðrir ræktunar- menn ættu að lesa þessa grein: Timohty NO ER VETUR. Moldin liggur undir hjúpi fanna, stirðnuð og köld. En vorið kemur með sínar annir og vonir til vor allra, vonir um yl og gróður og ljós og líi'. Hag- ur bóndans, sem kaupir vélar, bygg- ir sér snotur hús og kynbætir fénað sinn, byggist framar öllu öðru á þvi, bvað sprettur úr moldu á býli hans. Hann ræður ekki öllu um það, en vit hans og elja og þekking á að marka það, sem mest er um vert nú orðið, yið 'ræktunarbúskap, iivað sprettur á túni og í garði. Hvað sprettur úr þeirri mold, sem bann ræktar sér til arðs og niðjum sín- um til óðals? Það sprettur taða, góð islenzk taða. Það sprettur sáðgresi, lélegt sáðgresi, segir fjöldi bænda. Nýræktin er léleg ’framan af, en batnar með árunum, segja bændur líka. Útlendingur, sem ferðaðist viða um sveitir sunnan lands, spurði mig: „Hvernig stendur á þvi, að ég sé hvergi vel ræktað sáðtún? Og þó skilst mér, að túnræktin sé aðal allrar ræktunar hér á íslandi og böfuðnauðsyn“. Já, hvernig stcndur á því, að bændur eru enn ekki biinir að læra tökin á þvi að rækta gras — gott gras — góða töðu og bafa yfirleitt ótrú á sáðgresi og sáðtún- um, nema sem leið að því marki, að binn þétti en kolllági töðugróður verði einráður og setji svip sinn á túnin til frambúðar. Hví er gras- akurinn enn óþekkt hugtak í bú- skap bændanna? Meðal-töðufall á landinu öllu er 40 hestar af ha. Á góðum búum i þeim sveitum Noregs, er næst liggja, er það 100 hestar a'f ha. Fyrr má nú rota en dauðrota. Hin lélega og að mörgu leyti vanmetna sáðsléttu- ræktun vor liefur verið og er víðast þannig tilkomin, að sáð er grasfræ- blöndu, mörgum misjöfnum teg- undum, og allir sá því sama, bvern- ig sem landið er og hvernig sem það er unnið og' bvað sem borið er í það og á. Nú verða bændur að fara að gera þær kröfur til sín sjálfra að gera betur, af meira viti og meiri þekkingu, og haga rækt- uninni eftir því, sem bægt er, mið- að við jarðveg og ræktunarástand. Halda áfram að sá blönduðu gras- 'fræi, mörgum tegundum, í brað- unna nýlækt og lélegt land, en sé um frjótt land að ræða og þó eink- um um endurræktun ganialla túna, á að reisa markið miklu hærra. Stefna á að því að fá geysi- sprettu af úrvalsgrösum. Og þó að slíkt sáðgresi verði ekki langlíft, bví- lík uppörvun og hressing er ])að ekki fyrir auga og hönd og buddu bóndans að slá kjarngresi á miðjar síður og fá 60—80 besta af ba. Þá fær bann bug á að plægja upp gamla túnið og vanda ræktunina. „Ef end- istu að plægja, þú akurland fær“. Nágrannar vorir á Jaðri og víð-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.