Samtíðin - 01.03.1949, Qupperneq 16

Samtíðin - 01.03.1949, Qupperneq 16
12 SAMTiÐIN mig? Þetta liljóð var ekki liærra en svo, að lieyrzt hefði til blýantsins, en það vakli mig þó samstundis. Ég sagði „viðbragð“. Það er erfitt að lýsa því, án þess að það hljómi eins og vitleysa. Vitanlega er ekki liægt að heyra manneskju taka við- bragð, i mesta lagi gelur maður heyrt andann gripinn á lofti, milli opinna vara og saman nístra tanna og lika ógreinilegt skrjáf í klæðum. Svona var það. Þú veizt, að þegar maður stendur við stýri á seglskipi, finnur maður á sér, livað skipið ætlast fyrir, nokkrum andartökum áður en það tekur viðhragðið. Hestamenn seg'ja það sama um hesta, en það er ekki eins undarlegt, þar sem liestar eru lifandi skepnnr. Það eru hins veg- ar aðeins skáld og landkrabbar, sem tala um skip eins og lífi gædd- ar verur. En mér hefur alltaf fund- izt skip, hvort sem það er gufuskiþ eða flutningaskip undir seglum, vera viðkvæmur hlutur. Það er eins konar tengiliður milli hinnar danðu náttúru og mannsins, einkum þó þess manns, sem við stýrið stendur, sé því liandstýrt. Það tekur við á- hrifum beint frá liafi og vindi, sjáv- arföllum og straumum og flytur þau til mannshandarinnar, ná- kvæmlega eins og viðtæki loft- skeyta nær í straumslitrin i loftinu og skilar þeim frá sér sem samfelld- um skiljanlegum boðskap. .Tæja, þú skilur, hvert ég er að fara. Ég fann, að eitthvað tók við- In-agð inni í skápnum, fann það svo greinilega, að ég heyrði það. Vel má vera, að ekkert liafi heyrzt, en liljóð- ið i vitund minni vakti mig engu að siður. En andardráltinn og stununa heyrði ég i raun og veru. Það liljómaði eins og kæft niðri í kassa eða þá úr órafjarlægð, en ég vissi, að það var í skápnum við höfðalagið mitt. Mér rann svo sem ekki kalt valn milli skinns og hör- unds þá. Mér var bara meinilla við að vera vakinn af liljóði, sem alls ekki átti að geta vakið mig, frekar en veltandi hlýantur í káetuborðs- skúffu í skipi. Ég' skildi þetta ekki; ég bjóst helzt við, að loft kæmist einhvers staðar inn í skápinn og blési svo stynjandi gegnum rifu. Ég kveikti og leit á klukkuna. Hún var seytján mínút- ur gengin í fjögur. Svo bylti ég mér á betra eyrað og fór aftur að so'fa. Ég er hér um bil lieyrnarlaus á öðru eyranu. Ég sprengdi í þvi liljóð- himnuna einu sinni; þá var ég strákur og var að stinga mér úr framsiglunni. Víst voru það asna- legar aðfarir, en afleiðingarnar eru hreint ekki svo óþægilegar, ef ég þarf að sofa i liávaða. Þetta var nú fyrstu nóttina, og sagan endurtók sig aftur og aftur. Þó var það ekki alveg reglubundið, því að stundum svaf ég á betra eyr- anu, en aldrei skeikaði minútu, að þetta skeði á sama tíma. Ég skoð- aði skápinn vendilega og fann enga rifu. Hurðin féll meira að segja sér- lega þétt, sennilega til að verja möl- flugum inngöngu. Ég býst við, að frú Pratl liafi geymt þarna vetrar- skjólfötin sin, því að þar lyktaði enn þá af kamfóru og terpentínu. Þegar þessu hafði farið fram

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.