Samtíðin - 01.03.1949, Síða 17

Samtíðin - 01.03.1949, Síða 17
SAMTlÐIN 13 hálfsmánaðartíma, var mér nóg boðið. Ég hafði sagt mér sjálfum, að heimskulegt væri að láta undan og flytja hauskúpuna burt úr herberg- inu. Hlutirnir sjást líka í töluvert öðru ljósi á daginn, meðan bjart er, heldur en í einveru og myrkri næt- urinnar. En röddin — líklega má ég kalla þetta rödd — hún brýndist, og eina nótt heyrði ég hana með verra eyranu. Ég áttaði mig á því, þegar ég vaknaði með betra eyrað á kafi í koddanum, og i þeim stellingum hefði ég ekki átt að geta heyrt til þokulúðurs. En þetta heyrði ég og reiddist; kannske var ég hræddur lika. Það er tvennt ekki ólíkt. Ég kveikti, fór fram úr, opnaði skápinn, þreif öskj- una og þeytti henni út um glugg- ann, eins langt og ég orkaði. En þá risu hárin á höfði mér. Hún þaut emjandi gegnum loftið, eins og fallbyssukúla. Húu féll nið- ur hinum megiu við götuna. Nóttin var niðdimm, svo að ég sá hana ekki detta, en ég vissi vek að bað var hinum megin við götuna, sem hún kom niður. Glugginn er beint vfir útidyrunum, Það eru á að gizka fimmtán álnir vfir að gerðinu, og bað er tíu álna breitt. Fvrir handan bað er svo þyrnigirðing, með'fram landareign prestsins. Ég svaf ekki miklu meira bá nótt- ina. Tæpum hálftíma siðar heyrði ég óp úti, svipuð þeim, sem við höf- um heyrt í kvöld, aðeins voru þau enn þá voðalegri, þrungin trylldri örvæntingu. Það kann að vera ímyridun mín, en ég var viss um. að þau nálguðust. kveikti í pípunni og gekk stundarkorn um gólf. Svo tók ég bók og fór að lesa, en fjand- inn hafi, að ég man nokkuð, hvað ég las, hvað þá lieldur, livaða bók ég var með, því að alltaf öðru hvoru heyrðust hljóð, sem vel hefðu get- að komið steindauðum manni til að bylta sér í kistunni. Litlu fyrir dögun var barið að dyrum. Á því var enginn efi, og ég opnaði gluggann og leit niður, því að ég bjóst við, að þar væri einhver í læknisþörf, sem héldi, að nýi læknirinn hefði fengið húsið hans Luke. Það var mikil hugsvölun að hevra manneskju kveðja dyra eftir allan þennan hryllilega bljóðagang. Úr glugganum sér maður ekki sjálfa hurðina; litla skýlið yfir dyr- unum skvggir á. Aftur var barið, og ég kallaði og spurði, bver væri þar, en fékk ekkert svar nema ný högg. (Framb. i næsta hefti). „Bjössi kjaftaði i mig leyndarmál- inu, sem ég kjaftaði í þig, að þú mættir ekki kjafta frá.“ „Já, en ég bað hann um að kjafta því ekki í þig.“ „Ég lofaði honum líka, að ég skyldi ekki Icjafta því í þig, svo nú máttu ekki kjafta því í hann, að ég hafi kjaftað utan í það við þig.“ HLÍNAR-pr’ónavömrnar eni fallegasíar, bezfar og viiasæl- astar. Prjónastofan HLÍN. Skólavörðnstíg 18, — Sími 2779.,

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.