Samtíðin - 01.03.1949, Síða 22
18
SAMTÍÐIN
„Hamingjan góða,“ flýtti ég mér
að segja. „Og ég sem er að þvi kom-
inn að hnerra.“
yiÐ ÞESSI ORÐ MÍN GER-
breyttist svipur fylgdarmanns
míns. Augnatillit hans varð einlieitt,
það var sem annarleg glóð kviknaði
bak við sjáöldrin, og hann rétti úr
sér.
„Hnerraðu!“ mælti hann hátt og
snjallt. „Hnerraðu! Hnerraðu!
Hnerraðu!"
Síðasta orðið öskraði hann. Og ég
tók að hnerra; hnerra, svo að und-
ir tók í hvelfingu anddyrisins. Ég
hnerraði, svo að allt lék á reiði-
skjálfi. Það voru meiri hnerrarnir.
Og viti menn .... Já, segi ég það
enn; skritnir geta þeir verið, þessir
draumar. Hnerrar mínir virtust vera
fyrirfram ákveðið uppreisnarmerki
Við horðin lenti allt i uppnámi.
Sumt starfsfólkið var auðsjáanlega
dulbúið uppreisnarlið, því að það
tók að sópa skjölum, stimplum og
doðröntum niður á gólfið og troða
á þeim. Það velti meira að segja
borðum um, svo að lappir þeirra
stóðu beint upp í loflið. Þó voru
þeir og allmargir meðal starfsfólks-
ins, sem gerðu annaðhvort að freista
að forða draslinu frá eyðileggingu
eða búast til varnar. Sú vörn varð
samt skammvinn, því að i sama
mund tóku hundruð, já, meira að
segja þúsundir manna og kvenna að
streyma inn í anddyrið, og alll var
þetta uppreisnarlið. Þá varð ég óð-
ur, greip þykkasta og svartasta doðr-
antinn, gekk berserksgang og barði
honum í hausinn á hverjum einasta
manni, sem veitti mótspyrnu. Við
hvert liögg, sem ég greiddi, rak ég
upp öskur. Ég ha'fði gaman af þessu
öllu saman, — svei mér þá.
Ég er ekki að þreyta ykkur á
langri bardagalýsingu. Enda gerð-
ust allir atburðir með svo skjótum
hætti, að þeim verður vart lýst. í
einni svipan tókum við allar skrif-
stofubyggingar á landinu, en þær
munu liafa skipt nokkrum þúsund-
um. Að síðustu tókum við stjórnar-
ráðsbyggingarnar. Alltaf liafði ég
forustuna og barði doðrantinum ótt
og títt. Ég var hættur að öskra, þeg-
ar ég greiddi höggin. Ég var farinn
að hlæja ....
þEGAR STJÓRNARRÁÐSRYGG-
ingarnar voru teknar og ég hafði
hrotið síðustu mótspyrnuna á bak
aftur með svarta doðrantinum, tók
ég mér hvíld, því að ég var móður
orðinn og þreyttur.
Já, — skrítnir eru draumarnir.
Hvern haldið þið, að ég hafi séð
standa við hlið mér? Gamla, sköll-
ótta, hörundsgula, geðvonzkulega
skrögginn, sem ég þó hafði stein-
rotað við sjötugusta og finnnta horð
i anddyrinu, þar sem orrustan hófst.
Ég mundi það svo greinilega, að ég
hafði steinrotað hann. Meira að
segja hafði ég sýnt honum þann
heiður að berja hann þrisvar sinn-
um í hausinn og öskra ógurlega um
leið. Og nú stóð hann þarna Ijóslif-
andi ....
„Jæja, — þá er þessu lokið,“ mælti
hann ósköp látlaust, eins og ekkert
væri jafn eðlilegt og sjálfsagt og það,
sem gerzt hafði. Og eins og ekkert