Samtíðin - 01.03.1949, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.03.1949, Blaðsíða 32
28 SAMTlÐIN Langlífi j>ANN 31. júlí 1554 var Armagnae kardínáli á gangi á götn. Þá sá hann, hvar öldungur 81 árs gamall sat grátandi á tröppum húss eins. Þegar kardínálinn s'purði, hvers vegna gamli maðurinn væri að gráta, sagði hann, að faðir sinn hefði bar- ið sig. „Faðir yðar“, mælti kardín- álinn undrandi, „hve gamall er hann?“ „Hundrað og þrettán ára“, anzaði öldungurinn. Nú langaði kardínálann til að sjá þerinan gamla föður. Var það auðsótt mál, og áður en varði, stóð hann augliti til auglitis við þann 113 ára gamla, sem reyndist vera hinn ernasti. Eftir að þeir höfðu skipzt á nokkrum orðum, spurði kardínálinn, hvers vegna hann hefði verið að græta son sinn. „Það var af því, að liann gekk framhjá afa sínum án ])ess að taka ofan“. Nú varð kardínálinn alveg agndofa af undrun og hað um að fá að sjá afann. Honum var fúslega leyft það. Afinn var 143 ára. (Lausl. þýtt úr: ‘„Pour vivre cent ans“ eftir dr. A. Gueniot). Hann: ,,Mikið væri yndislegt að deyja í örmum þínum'‘ Hún: „Ertu vitlaus, þú sem erl ekki kominn á eftirlaun.“ Þvottamiðstöðin Þvottahús. Fataviðgerð. Efnalaug. Símar: 7260, 7263, 4263. ulourhennda smjörlíkið Þ j ó ð f r æ g vörumerki: Tip Top-Jjvottaduft Mána-stangasápa Paloma — óviðjafnanleg handsápa.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.