Samtíðin - 01.03.1958, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.03.1958, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 230. SAEA SAMTIÐARINNAR Furið varlega9 frú iifín góö Niðurlag. ÞEGAR RÖÐIN kom loks að Ingi- ríði, var klukkan orðin meira en eitt. Læknirinn sat við skrifborðið sitt í hálfdimmu herberginu, þegar hún gekk inn. Hann reis á fætur, gekk til hennar og heilsaði vingjarn- lega. Hún mundi, að þau höfðu einu sinni hitzt í samkvæmi. Þegar hann hafði lokið rannsókn sinni, sagði liann góðlátlega: „Hvernig liafið þér getað verið svona lengi gleraugnalaus, frú mín? Þcr eruð mjög nærsýnar og verðið framvegis alltaf að nota gleraugu. Það er mjög algengt á yðar aldri. „Á yðar aldri“ .... Orðin liöfðu óþægilegan hljóm. Þau komu við hjartað í henni. Að vísu var liún orðin 42 ára, satt var það, en hún gat auðveldlega skrökvað því, að hún væri 10 árum yngri. „Þér eruð varla orðin þrítug?“ hafði Ebbi sagt fyrsta kvöldið. Sjálfur var hann ekki orð- inn þrítugur, og hann var jafnvel enn þá unglegri að sjá, svo grann- ur og drengjalegur i andliti. „Ég skal skrifa resept upp á gler- augu handa yður,“ hélt læknirinn áfram. „Þér getið tekið það með yður.“ Hún svaraði engu, en sat þegjandi þarna í hálfbirtunni, meðan liann skrifaði reseptið. „Ég verð að fá rauðbrúna um- gjörð,“ hugsaði hún. „Ebba þykir hún áreiðanlega falleg.“ Rödd læknisins barst að eyrum hennar i kyrrðinni. Hann sat enn og skrifaði. Það skrjáfaði í papp- írnum undan pennanum. „Farið þér nú varlega, frú mín góð,“ sagði hann mjög alvarlegur. „Varlega?“ sagði hún og leit spyrj- andi á hann. „Þvi þá það? Er nokk- uð hættulegt að mér?“ Hún fann allt í einu til mikils magnleysis. „Að augunum? Nei, langt frá. En það er maðurinn yðar, sem ég er að hugsa um. Hann var ekki reglu- lega liraustlegur, seinast þegar ég sá hann.“ „Nú, Tómas?“ sagði hún brosandi, og það var eins og fargi væri af henni létt. „Já, ég er nú líka alltaf að segja við hann Tómas, að hann vinni of mikið. Það er eins og hann haldi, að verksmiðjan fari alveg á höfuðið, ef hann sé þar ekki á hverj- um degi .... “ Hún þagnaði hálfsneypt, hejrrði sjálf, hve kæruleysislega rödd henn- ar hljómaði. Læknirinn sagði ekki fleira. Hann stóð upp og fékk henni reseptið. Hún reyndi að brosa, þegar hún kvaddi hann, en hann leit ekki framan í hana. Henni hafði aldrei gengið illa að koma karlmönnum til við sig, ef hún vildi það við hafa .... Nú stóð hún þarna i hálfgerðum vand- ræðum. Svo opnaði aðstoðarstúlkan djrrn- ar, og dagsbirtan féll inn um þær.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.