Samtíðin - 01.02.1962, Síða 7

Samtíðin - 01.02.1962, Síða 7
1. blaft 29. árg l\lr. 279 Fcbrúar 1962 SAMTÍÐIN HEIIUILISBLAÐ TIL SKEMMTLIUAR OG FRÓDLEIKS SAMTIÐIN kemur iit mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason, Reykjavík, sími 1252(5, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Argjaldið 75 kr. (erlendis 85 kr..), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt mót- taka í Bókaverzlun fsafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan lif. Á nranntiynið von á há.skuttifjju setjunnreitri ? I)R. HYDEN, prófessor í vefjafræði við há- skólann í Gautaborg, er talinn einn lærðasti sérfræðingur heimsins í öllu, er lýtur að heila- frumum. Hann hefur nú fundið dularfullt eit- urlyf, sem unnt er að nota til að lama dóm- greind heilla þjóða og villa þannig um fyrir þeim! Áhrifum þessa eiturs cr þannig lýst: Hér er um eins konar „heilaþvott“ að ræða. Heill vopnaður her í styrjöld myndi t. d. alls ekki gera sér ljóst, að nein hætta væri á ferðum, er hann legði til orrustu við óvinaherdeild. Verkanir þessa furðulega, bragðlausa eitur- dufts eru svo gífurlegar, að ekki þarf að láta nema örlítinn skammt af því í vatnsbót heillar stórborgar til þess að lama dómgreind allra íbúa hennar. Væri þetta t. d. gert í Stóra-Bret- landi, myndi í næsta stríði auðgert að sigrast á 60 milljónum manna, sem myndu lúta sigur- vegurunum dómgreindarlaust. Dr. Hyden flutti nýlega erindi um þetta voðalega eitur í áheyrn 2000 manna vestur í Kaliforníu. Meðal áheyrendanna voru heim- spekingar, sagnfræðingar, efnafræðingar og eðlisfræðingar víðsvegar að. Þeir sátu sem þrumu lostnir, meðan læknirinn flutti erindið, er hann nefndi: Maðurinn og menning- • n — sefjun hugans. Eitur dr. Hydens nefnist TAP, sem er skamm- stöfun á heitinu „T r i c y a n o-a m i n o-p r o- P e n e“. Eitrið orkar þannig á heilafrumurn- ar, að auðvelt verður að beita menn áhrifavaldi. Dr. Hyden fann eitrið fyrir liðlega 20 árum. Þá rakst hann á rúml. 40 ára gamalt handrit, þar sem bent var á leið til að breyta heilastarfi mannsins með efnafræðilegri aðferð. Læknirinn og aðstoðarmenn hans í Svíþjóð og Aineríku bjuggu síðan til í tilraunaskyni ýmis lyf með hinu hvíta TAP-dufti. Hinar ægilegu afleiðing- ar eru nú kunnar. Hins vegar skilur enginn, hvernig eitrið getur valdið svo ofboðslegri sæf- ingu hugans, sem raun er á. Örlítill skammtur af því lamar innan klukkustundar allt siðferði- legt inótstöðuafl hcilans og gerir menn að villuráfandi sauðum. Ekki er vitað með vissu, hve lengi áhrif eitursins endast. Dr. Hyden hikar við að fullyrða, að nota rnegi TAP til að sigrast á heilum þjóðurn og kúga þær. Hins vegar segir hann, að eitrið geti gert þær ,,hlýðnar“! Menn segja: ímyndið ykkur, hve geigvænlega mætti beita þessu eitri í lögregluríki, sem lýt- ur einræði eins manns eða fámennrar kliku. Ekki þyrfti annað en lauma eitrinu í drykkjar- vatn þjóðarinnar. Síðan væri hægt að segja henni, að s t r í ð væri friður og að illt merkti g o 11. Auðvelt væri að siga heilum herfylkjum í stríð með lítilfjörlegum áróðri. Hægt væri að láta hcrmennina drýgja hvaða glæpi, sem vera skyldi og búa við harðrétti, sem engir siðaðir menn myndu láta bjóða sér án þess að gera uppreisn. Hér er um að ræða ægilegt citur, sem unnt er að framleiða í stórum stíl og selja við lágu verði. Verst er, að engum — ekki einu sinni höfundum eitursins — virðist ljóst, hve marg- víslegu böli það getur valdið. Áhrifum þess er helzt líkt við ógnir kjarnorkunnar í höndum misendismanna. Eitt er þó jákvætt í þessu sambandi: Talið er, að unnt kunni að vera að finna nýjar leiðir til rannsókna á geðveiki með tilstyrk TAP-eitursins. 244770 ÍSLANDS

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.