Samtíðin - 01.02.1962, Side 16

Samtíðin - 01.02.1962, Side 16
12 SAMTÍÐIN „Nei, leyfið þér mér heldur að skrifta fyrir yður, læknir.“ „Eins og þér viljið, en ég er nú bara venjulegur syndari eins og þér sjálfur," anzaði ég.“ „Það þykir mér bezt,“ sagði sjúkling- urinn. (Ég ætla að kalla liann Ivarl). Ég er vísl enginn engill, læknir. Sannast að segja hef ég hagað mér eins og' skepna við mann veslurí Bándaríkjum. Þhr var framið morð, og ég var sekur um það, en mér tókst að snúa mig út úr því, og Róhert, húsbóndi minn, varð fyrir sök- inni. Eg hefði getað bjargað honum, en ég sagði ekki orð. Hann sór og sárt við lagði, að liann væri alsaklaus, en ég hafði komið lionum i klípuna, svo að liann átti þaðan alls engrar undankomu auðið. Hann lenti þess vegna í rafmagns- stólnum, en ég slapp. Þegar ég las um aftöku lians, varð ég óstyrkur í hnjálið- unum og ætlaði að kasta upp. En lífinu héll ég, og hann var drepinn. Það er ekki þokkalegur dauðdagi að lenda í stólnum. Þeir hella manninn stútfullan af einhverju sulli, svo hendist hann upp og verður kolsvartur i fram- an. Lögreglan gat ekkert sannað á mig, þó hún hefði illan bifur á mér í þessu máli. Ég tók því það ráð að vera þarna tíma- korn áfram, starfa það, sem til féllst, en fara svo til Englands. Fann, að ég þráði af heilum hug að komast burt úr Bandá- ríkjunum . .. og frá honum Róbert. Hann var að vísu dauður og grafinn, en hann hafði alltaf verið skuggalegur náungi. Ég bjóst alveg við, að hann mundi ganga aftur og ofsækja mig. Það væri betra, að iithafið væri milli okkar. Ég lenti í London og fékk vinnu við rafmagn, ])ví ég var býsna laginn við alll ]>ess Iiáttar. í fyrstunni gekk alll vel. En svo fór ég að verða fyrir alls konar smáslysum. Ekki neinu stórhættu- legu, en ég var alltaf að hrenna mig á rafmagni eða fá straum í handlegginn. Ég virtist vera afar næmur fyrir raf- straum, og eftir að ég var farinn úr hús- unum,kvörtuðu viðskiptavinir okkar und- an sífelldu snarki í Ijósunum og truflun- um i útvarpstækj unum fyrst í stað. Svo var það seinni liluta dags í stóru liúsi, að ég fékk í mig straum, alveg eins og hestur hefði slegið mig, og öll Ijós slokkn- uðu. Allar leiðslur brunnu sundur, og fólkið, sem ætlaði að halda stórveizlu, varð að notast við kertaljós. Þá var ég rekinn úr vinnunni. „Bölv- aður klaufi ertu!“ sagði húsbóndi minn. Hamingjan snerist gegn mér, og ég var atvinnulaus vikum saman. Munaði minnstu, að ég sálaðisl úr hungri. Ég hjó um þessar mundir i leiguher- hergi í Pimlico. Það var ekkert drauga- legt. Herhergið var þiljað innan. Það var með járnrúmi og einni, skermlausri rafmagnsperu, sem hékk niður úr loft- inu og har óþægilega skæra birtu. Eina nóttina sal ég upp við dogg og var að revna að lesa, þegar mér varð allt í einu hugsað lil Róberts og dauðdaga hans. Mér varð lilið upp í ljósið, og ég starði á það, þangað til ég gat ekki liaft augun af því. Það var eins og ég gæti ekki hreyft höfuðið. Og þá ... og þá var það, að löng grönn hönd tevgði sig nið- ur úr Ijósinu og greip í öxlina á mér, svo ég hljé)ðaði af sársauka. Og það er enn þá ör eftir hana á húðinni á mér, eins og rauðir brunablettir. Fjórir grannir fingur og þumalfingur.“ Karl leit á mig, og það var eins og augu hans væru brostin. Ég hélt, að nú væri hann alveg að skilja við, en hann héll áfram sögu sinni og talaði lágri, ótta- hlandinni röddu. »Ég gal ekki gleymt þessum liand- legg,“ sagði hann. „Og í hvert skipti, sem ég sá upplýsta rafmagnsperu, fór ég að

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.