Samtíðin - 01.02.1962, Síða 20

Samtíðin - 01.02.1962, Síða 20
16 SAMTÍÐIN heim, að mamma hans gæti eldað þeim súpu. Verst þótti drengnum, hve fólkið á þessum slóðum vantreysti Mexilcönum. Irska nafnið varð honum þó nokkur brjóstvörn. 17 ára gamall hitti Anthony Elsie Tonge, sem var miklu eldri en hann. Hún varð honum mikill örlagavaldur.Án kynna þeirra kveðst hann annaðhvort mundu hafa orðið hnefaleikari eða glæpamaður. Móðir Anthonys var nú gift aftur, og hann fluttist til frú Tongie, sem var skáldkona og safnaði að sér listamönnum. Hún vandi hann á að lesa góðar bækur, kenndi hon- um að meta bæði tónlist og málaralist og fékk hann til að spreyta sig á að leika. I3á kom í ljós, að Anthony var blestur í máli. Lagfæring á því kostaði 250 dollara uppskurð. Hann fékk lækninn til að fram- kvæma aðgerðina gegn von um borgun, þegar hann kynni að eignast pening. Sex mánuðum seinna talaði hann i fyrsta sinn fyrirhafnarlaust og ólijagað. Fyrsta hlutverk sitt fékk Antliony hálfu öðru ári síðar. Hann var látinn leika hálf- sjötugan mann og skapaði þá svo trúa útgáfu al' John Barrymore, að hinn virðu- legi leikari kom 7 sinnum í leikhúsið til að sjá sig! Þeir Anthony urðu perluvinir út á þetta. 20 ára gamall kynntist Anthony Cecil B. de Mille og lék þá Indíána í mynd hjá honum. Það varð til þess, að hann kynnt- ist Katrínu, kjördóttur Milles. Eftir þrjár vikur voru þau gift (20. okt. 1937). Brúð- kaupsveizlan var stórfengleg, en síðan komu mörg örðug ár. Anthony vildi ekki vinna hjá de Milles fyrir 150 dollara á viku og verða svo alltaf titlaður tengda- sonur hans. Upphófst því kalt stríð milli þeirra og lauk ekki fyrr en 20 árum síðar, er Anthony annaðist leikstjórn á kvik- mynd fyrir gamla manninn gegn 4 millj. dollara þóknun. Tveim árum seinna and- aðist de Milles. Árið 1941 drukknaði einkabarn þeirra Antlionys og Katrínar. Er óþarft að lýsa harmi þeirra um þær mundir. Siðan hafa þau eignazt 4 börn. Frá 1941 til 1953 valt á ýmsu hjá Anthony, m. a. atvinnuleysi og alls konar smáhlutverkum, ýmist í kvikmyndmn í Hollywood eða á leiksviði í New York og Chicago. Árið 1951 fer hann með mörg hlutverk í Hollywood, en flyzl 1953 til Italíu til að leika með Kirk Douglas í kvikmynd. ANTHONY hefur ekki komið til Evrópu áður, og hann verður alveg gagntekinn af Italíu og ítölum. Eftir nokkrar vikur er hann farinn að tala ítölsku og hefur lofað að leika í mörgum ítölskum kvikmyndum. Þegar IlollyWood-umboðsmaður hans birtist skyndilega í Róm, er hann í óða önn að leita sér að íbúðarhúsi og hyggst dveljast þar til æviloka. Atvik, sem gerist á Via Veneto í Róm, er ágætt dæmi um viðskipti Anthonys við Itali. Leikarinn er á gangi niður götuna, þegar patandi Itali veður að honum með nokkrar ákrotaðar pappírsarkir i hend- inni. Italinn kynnir sig með mörgum fögr- um orðum sem leikstjóra, er heiti Federico Fellini, segir, að pappírsarkirnar séu handrit að kvikmynd, sem eigi að heita „La Strada“, kveðst að vísu vera blankur, en segist eiga konu, sem geti leikið aðal- kvenhlutverk myndarinnar og þekkja Ijós- myndara, sem ætli að taka myndina. — Hvort Anthony vilji leika aðal karlhlut- verkið? „Sjálfsagt“, segir Ameríkaninn. „Og hvað færðu í kaup?“ spyr Holly- wood-umhoðsmaður hans. „Ekkert“, anzar Anthony, „en hlutdeild í ágóðanum, ef nokkur verður. Agentinn hristir höfuðið. Svona verzl-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.