Samtíðin - 01.07.1962, Page 20

Samtíðin - 01.07.1962, Page 20
16 samtíðin Æfingarnar eiga sér framandi nöfn. Sú, sem við birtum hér mynd af, nefnist sarvangasana. Hana eina á helzt að iðlca 20 mínútur daglega, en sé hún iðkuð sem liður í yoga-kerfinu, nægja 12 mín- útur eða jafnvel skemmri tími. Æfingin verkar yngjandi á líffæri konunnar, eyk- ur lieilhrigði húðarinnar, varnar æða- hnútum o. fl. Af öðrum yoga-æfingum má nefna sirshasana, halasana, supta-vajrasana, bhu jangasana, ardha-matsyendrasana, gomukhasana og savasana, og hefur liver þeirra mikilvægan tilgang. Yoga-kennari hefur látið svo um mælt, að hann kenni nemendum sínum aðeins eina stund á viku. Fer liann þá með þeim yfir helztu æfingarnar, en aðalþjálfun- ina öðlast menn heima hjá sér. Nemend- ur, sem eitthvað eru fatlaðir, eru vitan- lega þjálfaðir sérstaklega, og er árangur- inn furðulegur, ef lögð er rækt við nám- ið. En ekki mega menn halda, að yoga sé venjuleg leikfimi, sem orsakar þreytu hjá flestum. Yoga-æfingar hafa góð áhrif á liúð- kirtlana og reynast vörn við bólgum, æðalmúlum og of slöppum vöðvum. Við vöðvaþjálfunina dreifist fitan undir húðinni og menn léttast, án þess að þeir dragi af sér í mat og án þess að nokkuð slakni á húðinni. Yoga kvað yngja menn um allt að 20 árum, ef þeir læra æfingakerfið til fulls og iðka það nægilega. Er auðsætt af framangreindu, að hér er um mikils- verða mannrækt að ræða. „Af hverju erlu að gráta, væni minn?“ „Hann pabbi sló mig fgrir ráðninguna á einu orði í krossgátunni.“ „Hvernig í ósköpunum stóð á því?“ „Ég setti PABBI, þar sem átti að vera 5 stafa orð í merkingunni: fullur um helgar.“ EINU sinni missti kona manninn. Ekki vöknaði henni um augu við það tækifæri. Nágrannarnir komu liver af öðrum lil að volta henni hluttekningu sina. Einn ])eirra sagði: „Annan eins öðling hef ég aldrei þekkt.“ Annar sagði: „Annar eins hófsmaður hefur varla ver- ið til.“ Og í þessum dúr héldu þeir áfram hver af öðrum. Ekkjan, sem þóttist nú hafa þekkt hinn framliðna manna hezt, hlustaði á allt ])etta með þögn og þolinmæði, en var satt að segja alveg undrandi. Að lokum gat hún ekki orða bundizt, lield- ur sagði: „Ég held nú hara, að ég verði að skreppa upp á loft og vita, hvort það er einhver annar en karlinn minn, sem liggur þar á hörunum.“ STÚLKA nokkur kom of snemma í leikhús. Henni fannst því tilvalið að snyrta sig dálítið, áður en sýningiu hyrjaði. Illa gekk henni að finna snyrti- herhergið, en eftir allmikla leit koinst hún inn í stórt herbergi í fornum stíl- Þar sá hún engan mann nema gamlu konu, sem sat á rúmi og talaði hástöfum við sjálfa sig. Stúlkan púðraði sig nú vandlega, lag- færði á sér hárið o. s. frv. Því næst flýtti hún sér sömu leik til baka, en þegar hún kom til sætis síns, var leiksýningin byrj' uð. „Ilvernig hyrjaði leikurinn?“ spurði hún samfylgdarmann sinn. „Það ættir þú nú hezl að vita, sem varst á leiksviðmu mestallan tnnann! anzaði maðurinn. UÖFIIM smekklegt úrval af úrum °S nvr Uln skartgripum, — úraviðgerðir. Úra- og skartgripaverzl. Sigurðar Jónassonar, Laugavegi 10 B. — Sími 10-8-9-7.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.