Samtíðin - 01.05.1964, Side 16
12
SAMTÍÐIN
Nú víkur sögunni að tveim heimsfræg-
um tónlistarmönnum. Pablo Casals, tal-
inn bezti sellóleikari, sem uppi hefur
verið, er 61 ári eldri en 3ja kona hans,
Martita Montonez. Casals er nú 87 ára.
Þau hjónin ganga, synda og spila sam-
an.' „Við eigurn sameiginleg áhugamál,"
segir frúin, „og þá skiptir aldurinn engu
máli!“
Hinn heimskunni, enski liljómsveitar-
stjóri Sir Thomas Beecham lézt 1961, 82ja
ára gamall. Árið áður liafði hann kvænzt
Chirley Hudson, sem var 27 ára!
T. S. Eliot skáld er 38 árum eldri en
kona hans (sem áður var einkaritari
hans). Hann hefur lengi þótt þunglynd-
ur, enda kvað bókmenntaþemban liafa
reynt fullmikið á taugakerfið. En nú hef-
ur konu lians tekizt að porra hann upp.
Þau sjást m. a. stundum í dansliúsum
Lundúnahorgar. Þannig hefur frúin leitt
„Eyðimerkur“-skáldið inn í mannheima.
Bertrand gamli Russell, heimspeking-
urinn alkunni, er orðinn fjörgamall.
Ilann kvæntisl fyrir rúmum áratug konu,
sem að vísu var þá orðin rúmlega sext-
ug, en er þó 28 árum yngri en karlinn.
Hún kvað hafa mildað hann, og veilti
víst ekki af.
BANDARÍSKUR kunningi minn sagði
eitt sinn við mig: „Ef þú sérð unga konu
leiða gamlan eiginmann (þetta var á
Broadway í New York), þá geturðu reitt
þig á, að hann er oftast vellríkur, stöku
sinnum auk þess mjög frægur, en venju-
lega hara auðugur."
Ætli þetta sé nú ekki nærtækasta skýr-
ingin á mörgum aldursmunar-hjóna-
höndunum. Sálfræðingarnir þurfa auð-
vitað að eyða að þessu mörgum orðum,
semja langar greinar, gott ef ekki bæk-
ur um aðlöðun samkvæmt kenningum
Freuds heitins, ef þær eru þá ekki orðn-
ar úreltar. En sannleikurinn er oftast
auðsær, ef mönnum er ekki villt sýn með
lærðum umbúðum og þessu eilífa stagli
um vandamál (orð, sem ætti að gera út-
rækt úr málinu og taka upp viðfangsefni
í staðinn).
Nei, málið er víst oftast fremur einfalt.
Ungar stúlkur, sem stundum hafa orðið
fyrir vonhrigðum i lifinu, giftust göml-
um mönnum yfirleitt til fjár og frægðar.
Svo geta „tekizt ástir“ með þessu fóllci,
eins og gömlu höfundarnir okkar kom-
ust svo vel að orði um lijónabönd, er
hvorki var stofnað til af ást né hrifningu.
En nú skulum við gefa Pollack sál-
fræðingi aftur orðið. Hann hefur l)orið
þetta mikla „vandamál“ undir nokkrar
ungar stúlkur. Ein þeirra, 22ja ára skrif-
stofumær, sagði, að forstjórinn byði sér
oft út að borða. (Þess er ekki getið, hvort
hann hafi verið kvæntur, ekkill eða pip'
arsveinn). Þau ræddu um allt milli him-
ins og jarðar. Hann var fjarska stima-
mjúkur. „Þegar ég fer út á kvöldin að
dansa með jafnaldra mínum, er ég ekki
frá því, að hann kyssi betur (svo), en
samt dauðleiðist mér með honum!“ sagði
stúlkan og játaði með þvi, að forstjór-
inn gerði fleira cn gefa henni að borða
og ræða við hana um allt milli himins
og jarðar!
32ja ára kona, sem giftist 56 ára manni
fyrir þrem árum, sagði við Pollack: ,X
fyrra hjónabandi mínu var ég 8 ár giU
stórum dreng. Hvílíkur léttir að lifa nú
í sambúð við fullorðinn, þroskaðan
mann.“
Margar stúlknanna sögðu, að rosknu
mennirnir væru langtum rómantiskari
(mjög sveigjanlegt orð) en þeir yngri-
Hálfþrilug stúlka, sem vegna starfs síns
liitti daglega að máli karlmenn svo að
segja á öllum aldri, sagði:
„Ef roskinn maður býður mér út að
kvöldlagi, sendir hann mér fyrst hloin
og lætur síðan laka frá lianda okkur