Samtíðin - 01.05.1964, Page 18
14
SAMTÍÐIN
Þ
/
llœpadrt
eiiir glœpacLrenftir
aídrei, [lecjar:
[jóít
vecjunum cj
eta or
nv
eim ocj huer onnur oarcjadifr. C
dúr. cdq
cfteipni
Bófi tók hús á okkur hjónunum
ÞAÐ VOTTAÐI fyrir ótla í augnkrók-
um hans, ólla, sem gat i einu vetfangi
breytzt í ógnun og orðið býsna geigvæn-
legur, ef honum yrði sýndur minnsti
mótþrói. Þelta var stráklingur innan við
tvítugt, toginleitur og sultarlegur til
munnsins. Fötin virtust of víð honum,
eins og hann liefði liorazt innan í þeim
upp á síðkastið. Hann snaraðist að veit-
ingaborðinu, lagði vinstri lúkuna kreppta
á borðbrúniná, en miðaði marghleypu á
mig með þeirri hægri.
„Bara rólegur, herra minn,“ sagði hann
ofur liægt og skotraði augunum um
mannlausan veitingasalinn. Svo hnykkti
hann höfðinu í áttina til eldhússins á
bak við.
„Nokkur þarna inni?“ spurði hann
liörkulega.
„Ekki aðrir en konan min,“ anzaði ég.
Mér varð starsýnt á morðvopnið í hendi
hans. Hann miðaði þvi á brjóstið á mér.
„Heyrðu, drengur minn ...?“
„Kallaðu á liana undir eins!“ greip
liann fram í fyrir mér.
Ég kallaði á önnu. Ég heyrði skralla
i matarílátum hjá hcnni. Svo kom hún
innan úr eldhúsinu og þerraði votar
hendurnar á svuntunni sinni. Þegar hún
sá byssuna, náfölnaði hún.
„Samúel,“ sagði hún lágt.
Pilturinn greip óðara fram í fyrir
henni: „Vertu nú rösk, þó verður ykkur
ekkert gert. En ef þið reynið að beita
mig brögðum, skuluð þið sjá, að ég er
enginn viðvaningur að fara með þessa
hérna!“ Og hann hóf byssuna á loft í
ógnunarskyni.
„Ef þú ert að sækjast eftir peningum,
er ég hræddur um, að þú hafir litið
upp úr krafsinu hér,“ sagði ég og skotr-
aði augunum til konu minnar í aðvör-
unarskyni.
„Það kann vel að vera,“ svaraði hann,
og varir hans titruðu dálítið, „enda ligg-
ur mér nú á öðru meir. Ég er nefnilega
alveg að drepast úr hungri. Þú gefur
mér að éta, — en fljót nú!“ sagði hann
við Önnu og skók vopnið að henni.
Hún leit á mig, og ég kinkaði kolli. Ég
vissi ósköp vcl, hvað liún var að hugsa.
Hún hafði alla tíð verið mótfallin því,
að við reistum þennan ventingaskála
þarna við þjóðveginn vestur til Kletta-
fjallanna — á eyðilegri lieiði langt frá
mannabvggðum. Ég liafði einblínt á það
sjónarmið, að hér vrði mikil umferð og
þar af leiðandi áhatasöm veitingasala,
en þar hafði mér nú heldur betur skjátl-
azt. Enn sem komið var höfðum við ekki
nema tvo örugga viðskiptavini: lögreglu-
þjónana, sem önnuðust eftirlit á þess-
um þjóðvegi. Langferðafólk fór yfirleitt
hjá garði. Viðskiptin höfðu því verið
býsna dræm, og nú leizt mér ekki á þau,
þegar ég horfði á skammbyssukjaftinn,
sem blasti þarna við mér!
Ilm af steiktu kjöti lagði innan úr eld-
húsinu. I óhugnanlegri kyrrðinni heyrði
ég glöggt kraumið frá pönnunni á elda-
vélinni.
Gesturinn var þögull. Hann hafði
sterkar gætur á mér, en gægðist við og
við út um gluggann til að liuga að manna-
ferðum úti á þjóðveginum.
Eftir stutta stund skaut Anna matnuni