Samtíðin - 01.05.1964, Qupperneq 20

Samtíðin - 01.05.1964, Qupperneq 20
16 SAMTÍÐIN „Viö vorum kallaðir út lil að hafa upp á strák, sem hafði brotizt inn í benzín- afgreiðslu ekki ýkja langt liéðan. Við héldum, að hann kynni að hafa leitað vestur á bóginn. Þetta er hættulegur peyi, skal ég segja þér. Hann liirti alla þá peninga, sem hann fann í afgreiðsl- unni, og þegar afgreiðslumaðurinn ætl- aði að reyna að liafa hendur í hári hans, skaut hann óðara á hann. Maðurinn er kominn á spítala, og honum er varla hug- að líf. — Segðu mér, Samúel, áttu enga byssu?“ Ég hristi höfuðið. „Það er óvarlegt af þér. Þú ættir að fá þér hana sem fyrst. Þetta er and- styggilega afskekktur staður skal ég segja þér. Það er aldrei að vita, hverja hér kann að bera að garði.“ Kaffið var nú komið á horðið, og lög- regluþjónarnir svolgruðu það í sig með beztu lyst og höfðu liraðann á. Páll lagði þriggja dollara seðil á borð- ið. Ég greip hann og stakk honum í pen- ingaskúffuna. Lögregluþjónninn Ieit á mig stórum augum. „Ég gef þér til baka, næst þegar ég sé þig, ef Guð lofar okkur að liittast aftur í þessu lífi,“ sagði ég í hálfum hljóðum, grágulur í framan af skelfingu. „Allt í lagi, bless á meðan,“ anzaði hann og leit á mig dularfullum rann- sóknaraugum. Og mennirnir skunduðu út úr skálan- um. Bíllinn ók hurt. I sama bili kom pilturinn fram úr fylgsni sínu, leit út um gluggann og sá, að bíilinn var að hverfa. „Þetta tókst vel hjá þér,“ sagði hann og glotti. „En svo var það nestið. Ég bið liér, meðan þið takið ])að til,“ hætti hann við og hallaði sér ánægjulega upp að skálahurðinni. 1 sama vetfangi var hurðinni hrundið svo harkalega upp, að pilturinn enda- senlisl alla leið upp að veitingaborðinu, en hyssan hrökk úr hendi lians út á mitt gólf. I fátinu greip ég konu mína og lagði hana endilanga á gólfið hak við borðið. Það var Páll yfirlögregluþjónn, sem liafði gert þessa óvæntu innrás, og nú var það liann, sem miðaði hyssu á af- brotamanninn. „Þú hefur skilið, hvað ég átti við, þeg- ar ég tók þrjá dali fyrir þessa tvo kaffi- bolla,“ sagði ég alls hugar feginn. Páll kinkaði kolli. „Mér þóttu þeir grunsamlega dýrir, og þegar þú sagð- ist ætla að gefa mér til balca, ef Guð lofaði okkur að hittast aftur hérna meg- in grafar, þótti mér vissara að senda hann Jón einan spölkorn burt í bílnum, en koma sjálfur aftur til að athuga, hvað hér væri eiginlega að gerast. Þú varst líka óhugnanlega gugginn áðan, lags- maður“. „Hérna eru dalirnir ykkar. Húsið gef- ur þessa kaffibolla!“ sagði ég brosandi, þegar lögregluþjónarnir fóru með band- ingjann út i hílinn. Nokkru seinna fluttumst við hjónin til mannabyggða. Stína litla (við ókunnuga konu) ■' „Hvað ertu gömul?“ Mamma hennar: „Uss, svona áttu aldrei að spyrja kvenfólk, krakki!“ Stína: „Hvað hefurðu Iifað mörg ár?“ „Og ég sem var farin að halda, að þetta grði alveg þrautleiðinlegt partí, þegar blessuð örgggin sprungu!“ Höfum í miklu úrvali: Jakkaföf — Drengjafrakka — Fermingarföt. Dömu- og Telpnabuxur. Drengjafatastofan Ingólfsstræti 6. — Sími 16238.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.