Samtíðin - 01.03.1958, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR ViTRIJ NÝJAR BÆKLR
~11:1: söcðu:
GlSLI HALLBÓRSSON verkfræS-
ingur: „Framtíðarhlutverk Islend-
inga meðal þjóða er ekki sízt að
standa með þeim órjúfandi vörð um
mannhelgi og lýðræði. Að stuðla að
hinni fullkonustu menningu á Is-
landi. Bæði í orð og á borði. I list-
um, vísindum og tækni. Með sem
fullkomnustum skólum og við sem
mest mannfrelsi. En ekki sízt ber
íslendingum að rækta með sér heil-
brigða og göfuga skapgerð. Dreng-
skap og virðingu fyrir rétti hins
smáa sem hins stóra. Fyrirlitningu
fyrir hvers konar brigðmælgi og
svikum. Með því móti stuðlum vér
bezt að hamingju vorri og framtíðar-
farsæld þjóðarinnar.“
SÓKRATES: „Kvænstu fyrir alla
muni. Ef þú færð góða konu, verð-
urðu mjög hamingjusamur. Lend-
irðu á slæmri, verðurðu heimspek-
ingur, og af því hefur hver maður
gott.“
H. G. HUTCHESON: „Ein af á-
stæðunum fyrir því, að boðorðin tíu
eru svo fáorð og gagnorð, er sú stað-
reynd, að þau voru gefin milliliða-
laust og fóru ekki í nefndir.“
HENRY FORD: „Ég kenni kenn-
urunum um það, ef börnin læra ekki
í skólunum. Kennari verður að geta
haldið athygli barns vakandi.“
A. WOOLLCOTT: „Margit okkar
eyða hálfri ævinni í að óska sér þess,
sem við gætum eignazt, ef við eydd-
um ekki tímanum í óskir.“
Guðmundur Daníelsson: Á bökkum Bola-
fljóts. Skáldsaga. 2. útg. 213 bls., íb. kr.
100.00.
Kristinn Armannsson: Ágrip af danskri
málfræði, ásamt viðauka. 96 bls., íb. kr.
40.00.
Guðni Jónsson: íslenzkir sagnaþættir og
þjóðsögur, XII. hefti. 181 bls., ób. kr.
40.00.
Merkir íslendingar VI. bindi. Ævisögur og
minningargreinar. Þorkell Jóhannesson
bjó til prentunar. 618 bls., ib. kr. 290.00.
Frangoise Sagan: Eftir ár og dag. Skáld-
saga. Guðni Guðmundsson þýddi. 155
bls., íb. kr. 78.00.
Johannes Allen: Ungar ástir. Skáldsaga.
Geir Kristjánsson þýddi. 161 bls., ób.
kr. 70.00, íb. 90.00.
John Steinbeck: Hundadagastjórn Pipp-
ins IV. Skáldsaga. 191 bls., íb. kr. 100.00.
100.00.
Eggert Stefánsson: Lifið og ég. IV. bindi.
Nýtt ríki í fæðingu. 103 bls., ób. kr.
65.00.
Gunnar Dal: Sókrates. Ævisaga. 124 bls.,
íb. kr. 85.00.
Karl Eskelund: Konan min borðar með
prjónum. Kristmann Guðmundsson
þýddi. 220 bls., íb. kr. 110.00.
Jónas Jónsson: Albert Guðmundsson. Út-
ferðarsaga, barátta og sigrar frægasta
iþróttamanns Islendinga. 166 bls., íb.
kr. 110.00.
Jón Stefánsson: Frá Kotá til Kanada.
Eyfirzkur Vestur-lslendingur segir frá.
237 bls., ib. kr. 110.00.
Þórbergur Þórðarson: Um lönd og lýði'
Sjálfsævisaga II. bindi. 247 bls., íb. kr.
140.00.
Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið
bækurnar og ritföngin þar, sem úrvaiið
er mest. — Sendum gegn póstkröfu um
iand allt.
BÓKAVERZLUN
ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F.
Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 1-45-27.