Fréttablaðið - 29.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.03.2010, Blaðsíða 6
6 29. mars 2010 MÁNUDAGUR Skeifan 11B • 108 Reykjavík Sími 511-3080 • tsk@tsk.is www.tsk.is Vinsælt og hagnýtt nám fyrir skapandi fólk. Hentar einnig vel þeim sem vilja hanna sínar eigin auglýsingar og bæklinga. Kennt er á mest notuðu hönnunarforritin. • Photoshop CS4 • Illustrator CS4 • InDesign CS4 Einnig læra þátttakendur að ganga frá verkefnum sínum í Acrobat Distiller (PDF) Kvöldnám hefst 6. apríl og lýkur 27. maí. Lengd 105 std. Verð kr. 129.000,- Allar kennslubækur innifaldar Grafísk hönnun Fjarkennsla í beinni ! GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA EFNAHAGSMÁL Tafir á framkvæmd- um vegna stóriðju valda því að landsframleiðsla mun drag- ast saman í ár miðað við í fyrra. Þetta kemur fram í útreikningum hagfræðinga Alþýðusambands Íslands fyrir Fréttablaðið. Frek- ari tafir munu orsaka minni lands- framleiðslu sem hleypur á millj- arðatugum. Fréttablaðið óskaði eftir því að áhrif tafa vegna Icesave yrðu metin. Erfitt er að segja með fullri vissu hvað er beint hægt að tengja við Icesave. Engum blöðum er þó um það að fletta að óvissa vegna samninganna hefur valdið erfið- leikum í fjármögnun, og nægir að vísa til orða seðlabankastjóra um áhrif á höft og gengið. Þó takist að eyða óvissu vegna Icesave og framkvæmdir við stór- iðju fari á fullt í júní, er engu að síður samdráttur í landsfram- leiðslu á milli ára. Verg lands- framleiðsla færi úr 1.500 millj- örðum árið 2009 í 1.442 árið 2010. Hún mundi aukast lítillega og verða 1.481 milljarður árið 2011 og 1.572 árið 2012. Þetta er bjartsýnisspá og gerir ráð fyrir að semjist um Icesave og fjármögnun gangi hratt og snurðu- laust fyrir sig í kjölfarið. Allsend- is er óvíst hvort svo verður. Tefjist þessar framkvæmdir um eitt ár og þær fari á fullt árið 2011 líta málin mun verr út. Landsfram- leiðslan verður þá 12,5 milljörðum lægri árið 2010, 16,5 árið 2011 og tæpum 13 milljörðum árið 2012. Þetta þýðir að á þessum þremur árum verður landsframleiðslan 48 milljörðum minni en ella. Verði stóriðjuframkvæmdirnar slegnar af hækkar sú tala umtals- vert. Uppsöfnuð lægri landsfram- leiðsla, árin 2010 til 2012, yrði 133 milljarðar króna. Þá má nefna að heildarfjármunamyndum yrði 205 milljörðum minni en í bjartsýnis- spánni. Með stóriðjuframkvæmdum er átt við álver í Helguvík og endur- nýjun í Straumsvík. Þá eru tengd orkuver tekin með í dæmið. Fleira er hægt að taka með í reikninginn þegar kostnaður við Icesave er reiknaður, til dæmis atvinnuleysi. Hver atvinnuleysis- prósenta kostar 2,8 til 3 milljarða í atvinnuleysisbætur, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofn- un. Við það bætist minni verð- mætasköpun, sem gera má ráð fyrir að kosti að minnsta kosti sömu upphæð. Hvert prósent er þá að lágmarki 5,6 til 6 milljarð- ar króna. kolbeinn@frettabladid.is Árstöf vegna Icesave kostar 50 milljarða Verði töf á stóriðju um eitt ár vegna óvissu um Icesave verður landsframleiðsla næstu þrjú ár 50 milljörðum lægri en ella samkvæmt útreikningum ASÍ. Verði framkvæmdirnar slegnar af verður landsframleiðslan 133 milljörðum lægri. MANNLÍF Óvissa um Icesave hefur áhrif á fjármögnun ýmissa verkefna. Töf á byggingu álvers í Helguvík og framleiðsluaukningu í Straumsvík er þjóðarbúinu gríðarlega dýr. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÁHRIF ÓVISSU UM FJÁRMÖGNUN Dæmi 1 - stóriðjuframkvæmdir hefjast á miðju árinu 2010 2009 2010 2011 2012 Fjármunamyndun 211.831 213.360 291.449 333.144 Verg landsframl. 1.500.162 1.442.412 1.480.904 1.571.640 Atvinnuleysi 8,0% 9,1% 8,9% 7,9% Fjöldi atvinnulausra 13.400 14.700 14.300 12.900 Dæmi 2 - stóriðjuframkvæmdir frestast til ársins 2011 2009 2010 2011 2012 Fjármunamyndun 211.831 181.503 262.359 345.999 Verg landsframl. 1.500.162 1.429.819 1.464.408 1.550.809 Atvinnuleysi 8,0% 10,1% 10,0% 8,8% Fjöldi atvinnulausra 13.400 16.300 16.100 14.200 Mismunur frá dæmi 1 Fjármunamyndun 0 -31.858 -29.090 12.855 Landsframleiðslan 0 -12.593 -16.496 -20.831 Hlutfallsmunur 0,0% -0,9% -1,1% -1,3% Við verðum af 49,920 milljörðum++nu 2010 til 2012 Dæmi 3 - Hætt við stóriðjuframkvæmdir 2009 2010 2011 2012 Fjármunamyndun 211.831 181.335 196.594 254.746 Verg landsframl. 1.500.162 1.426.882 1.430.381 1.504.828 Atvinnuleysi 8,0% 10,4% 10,4% 9,4% Fjöldi atvinnulausra 13.400 17.000 16.800 15.300 Mismunur frá dæmi 1 Fjármunamyndun 0 -32.025 -94.855 -78.395 Landsframleiðslan 0 -15.530 -50.523 -66.812 Hlutfallsmunur 0,0% -1,1% -3,4% -4,3% Við verðum af 132,865 milljörðum í landsframleiðslu á tímabilinu 2010 til 2012 Heimild: Hagdeild ASÍ SINUBRUNI Fjórir til fimm hektar- ar af sinu, lúpínu og trjám urðu eldi að bráð í Seldal við Hval- eyrarvatn á laugardagskvöldið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu kom á svæðið skömmu fyrir miðnætti og hafði slökkt í sin- unni um tvöleytið. Það var svo aftur kallað á vettvang í gær- dag, en þá hafði eldur tekið sig upp á ný. Bruninn nú er á svipuðum slóðum og í apríl fyrir tveim- ur árum, þegar mikið tjón varð í sinubrunum við Hvaleyrarvatn. Þrír ungir menn hlutu þá þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að kveikja í sinunni. Talið er að nú sé einnig um íkveikju að ræða. - hhs Sinubruni við Hvaleyrarvatn: Fimm hektarar lands brunnu SINUBRUNI VIÐ HVALEYRARVATN 2008 Sinubruninn við Hvaleyrarvatn nú var á svipuðum slóðum og fyrir tveimur árum. Þá hlutu þrír ungir menn dóm fyrir að kveikja í sinunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ELDSVOÐI Kona stökk fram af svöl- um fjölbýlishúss að Fellsmúla 20 á föstudagskvöld, eftir að eldur kom upp í íbúðinni. Fjórir aðrir voru í íbúðinni en þeir komust allir út um aðalinngang íbúðar- innar. Konan var flutt á slysa- deild en þar fengust engar upp- lýsingar um hversu alvarleg meiðsl hennar voru. Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu slökkti eldinn og reyk- ræsti íbúðina og stigaganginn. Samkvæmt upplýsingum þaðan leit út fyrir að eldurinn hafi komið upp í rúmdýnu. - hhs Eldur kom upp í Fellsmúla: Kona stökk út um gluggann SAMKEPPNI Allir sigurvegarar utan einn í forritunarkeppni framhaldsskólanna, sem fram fór um helgina, eru úr Tækniskólan- um. Sá sem ekki var í Tækniskól- anum er nemi í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Um níutíu framhaldsskóla- nemar tóku þátt í keppninni, sem haldin var í samstarfi tölvunar- fræðideildar Háskólans í Reykja- vík, Nýherja og CCP. Markmið keppninnar var að efla og örva forritunaráhuga ungmenna. - jma Keppni í forritun: Sigursælir úr Tækniskóla UPPLÝSINGATÆKNI Magn gagnasendinga fór í fyrsta sinn fram úr umferð talaðs máls í þráðlausum fjarskiptum í desember síðast- liðnum. Farsímafyrirtækið Ericsson greindi frá þessu á CTIA Wireless 2010 ráðstefnunni í Las Vegas í Bandaríkjunum í liðinni viku. Niðurstaðan er fengin úr mælingum Ericsson á gagnaumferð um heim allan. Meðal þess sem mælingar Ericsson sýna fram á er að gagnamagn í umferð hefur auk- ist á heimsvísu um 280 prósent á hvoru síð- ustu tveggja ára. Að auki er því spáð að umferðin tvöfaldist á hverju ári, næstu fimm árin. Að því er fram kemur í tilkynningu Ericsson nam heildargagnamagn í hverj- um mánuði, bæði rödd og gögn, um það bil 140 þúsund terabætum þegar umskiptin áttu sér stað. Þá sýna mælingar fyrirtækisins að umferð á svokölluðum „þriðju kynslóðar“ (eða 3G) farsímanetum er komin fram úr hefð- bundinni GSM (2G) umferð. „Tímamótin eru mikilvæg. Um 400 milljón- ir þráðlausra háhraðaáskrifta geta nú af sér meiri umferð gagna en nemur umferð talaðs máls í farsímaáskriftum 4,6 milljarða manna um heim allan,“ er haft eftir Hans Vestberg, forstjóra Ericsson. - óká Í SÍMANUM Þráðlausar háhraðatengingar fyrir farsíma og önnur tæki hafa aukið gagnastreymil á þráðlausum Netum. MYND/SONY ERICSSON Ericsson merkir hvernig háhraðatengingar breyta notkunarmynstri fólks á þráðlausum netum: Meira sent af gögnum en tali í fyrsta sinn Ætlar þú að reyna að sjá eld- gosið á Fimmvörðuhálsi berum augum? Já 32,3% Nei 67,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu ánægð(ur) með eigenda- skiptin á DV? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.