Fréttablaðið - 29.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.03.2010, Blaðsíða 42
26 29. mars 2010 MÁNUDAGUR www.ms.is/gottimatinn  gott í páskamatinn – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta á www.gottimatinn.is Ég er miklu spenntari fyrirpáskalambinu en páskaföstunni. Enska úrvalsdeildin Liverpool - Sunderland 3-0 1-0 Fernando Torres (3.), 2-0 Glen Johnson (32.), 3-0 Fernando Torres (60.) Burnley - Blackburn 0-1 0-1 David Dunn (20. víti) Birmingham - Arsenal 1-1 0-1 Samir Nasri (81.), 1-1 Kevin Phillips (90.) Chelsea - Aston Villa 7-1 1-0 Frank Lampard (15.), 1-1 John Carew (29.), 2-1 Frank Lampard (44. víti), 3-1 Florent Malouda (57.), 4-1 Frank Lampard (62. víti), 5-1 Florent Malouda (68.), 6-1 Salomon Kalou (83.), 7-1 Frank Lampard (90.) West Ham - Stoke 0-1 0-1 Ricardo Fuller (69.) Wolves - Everton 0-0 Hull - Fulham 2-0 1-0 Jimmy Bullard (16.), 2-0 Craig Fagan (48.) Bolton - Manchester United 0-4 0-1 Sjálfsmark (38.), 0-2 Dimitar Berbatov (69.), 0-3 D. Berbatov (78.), 0-4 Darron Gibson (82.) STAÐAN: Man. United 32 23 3 6 76-25 72 Chelsea 32 22 5 5 82-29 71 Arsenal 32 21 5 6 74-34 68 Tottenham 31 17 7 7 57-29 58 Liverpool 32 16 6 10 53-32 54 Man. City 30 14 11 5 55-39 53 Aston Villa 31 13 12 6 43-32 51 Everton 32 13 10 9 50-42 49 Birmingham 32 12 9 11 33-37 45 Blackburn 32 11 8 13 35-50 41 Stoke City 31 9 12 10 30-35 39 Fulham 31 10 8 13 33-36 38 Sunderland 32 8 11 13 41-50 35 Wolves 32 8 8 16 28-50 32 Bolton 32 8 8 16 36-60 32 Wigan Athletic 31 8 7 16 29-59 31 West Ham 32 6 9 17 38-55 27 Hull City 31 6 9 16 31-64 27 Burnley 32 6 6 20 31-65 24 Portsmouth 32 6 4 22 28-60 13 * Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Wigan Athletic sækir Manchester City heim. City getur með sigrinum náð fimmta sæti deildarinnar á nýjan leik. ÚRSLITIN HANDBOLTI Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hófust um helgina en þrjú Íslend- ingalið eru eftir í keppninni og þar af mætast tvö þeirra innbyrðis. Það eru FCK, lið Arn- órs Atlasonar, og Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. Kiel sótti FCK heim í gær og marði sigur, 31-33, eftir að hafa leitt örugglega nær allan leikinn. FCK átti góða endurkomu undir lokin og var ekki fjarri því að jafna leikinn. Arnór Atlason skoraði 3 mörk fyrir FCK en Aron Pálmarsson lék ekkert með Kiel. Rhein-Neckar Löwen, lið Ólafs Stefánssonar, Snorra Steins Guð- jónssonar og Guðjóns Vals Sig- urðssonar, vann sterkan útisigur á spænska lið- inu Valladolid, 29-30. Ólafur skoraði fimm mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítum. Snorri komst ekki á blað og Guðjón lék ekki vegna meiðsla. Löwen og Kiel standa því vel að vígi fyrir síðari leikina en þá spila þau bæði á heimavelli. - hbg Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta: Sigrar hjá Löwen og Kiel ÓLAFUR STEFÁNSSON Átti fínan leik á Spáni um helgina. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI „Þetta var hrikalegt. Mínir menn luku bara keppni í stöðunni 3-1,“ sagði Martin O‘Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa eftir að hans menn voru leiddir til slátrunar á Stamford Bridge. Villa er í harðri baráttu um Evrópusæti en liðið leit út eins og utandeildarlið gegn Chelsea á laugardag. Frank Lampard var í aðalhlut- verki og skoraði fernu í leiknum, þar af voru tvö mörk hans af víta- línunni. Eftir þessi mörk er hann kominn í þriðja sætið á listanum yfir markahæstu menn Chelsea frá upphafi. „Maður getur ekki verið annað en stoltur af því að vera í kring- um þessi nöfn á listanum. Þetta var frábær frammistaða hjá lið- inu, það er erfitt að finna nægilega sterkt lýsingarorð eftir 7-1 sigur,“ sagði Lampard sem fékk mikið hrós frá Ray Wilkins, aðstoðar- stjóra Chelsea. „Lampard er ómetanlegur fyrir okkur. Hann er klárlega í hópi þeirra allra bestu í heiminum, töl- fræðin talar sínu máli. Hann æfir vel það sem hann ætlar að fram- kvæma í leikjum og það skilar sér,” sagði Wilkins eftir leik. Þetta er ansi gott veganesti fyrir Chelsea í næsta deildarleik en hann er gegn toppliði Manchester United á Old Trafford um næstu helgi. United er með eins stigs for- ystu á Chelsea. Englandsmeistararnir áttu ekki í vandræðum með að leggja Bolt- on á Reebok-vellinum. Búlgarinn Dimitar Berbatov hefur leikið frábærlega seinni hluta tímabils- ins og hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri. Tölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Bolton komst nálægt því að jafna í 1-1 en Edwin van der Saar í marki Unit- ed sýndi meistaratilþrif í ramm- anum. Markvarsla hans eftir skot frá Fabrice Muamba er klárlega ein af markvörslum tímabilsins á Englandi. Sir Alex Ferguson hrós- aði honum í hástert eftir leik en vængmaðurinn Nani fékk einnig sinn skammt. „Nani er búinn að spila svona vel í einhverjar vikur. Hann hefur fundið taktinn á frá- bærum tíma fyrir okkur. Við erum mjög ánægðir með að hann skrif- aði undir nýjan samning. Hann er að þróast og þroskast,“ sagði Ferguson. Arsenal missteig sig gegn Birm- ingham og er nú fjórum stigum frá toppnum. Birmingham jafnaði í 1- 1 í viðbótartíma og Arsene Weng- er, stjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum á blaðamannafundi eftir leik. elvargeir@frettabladid.is Lampard í sjöunda himni Chelsea gerði sér lítið fyrir og slátraði Aston Villa 7-1 þar sem Frank Lampard skoraði fernu. Manchester United rúllaði yfir Bolton en Arsenal missteig sig. STÓRSIGUR Flestir bjuggust við aðeins jafnari viðureign á Stamford Bridge á laugar- dag en Chelsea héldu engin bönd. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Liverpool hefur ekki sagt sitt síðasta orð í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvals- deildinni sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni að ári. Liverpool lagði Sunderland í gær, 3-0, þar sem Spánverjinn Fernando Torres fór mikinn. Hann kom Liverpool yfir á þriðju mínútu með einu af mörk- um ársins. Skot frá vítateigshorn- inu sem sigldi yfir markvörðinn og efst í hornið fjær. Stórbrotið mark. Glen Johnson bætti öðru marki við fyrir hlé og Torres kláraði dæmið með marki 30 mínútum fyrir leikslok. „Það dylst engum að það er allt annað að sjá liðið núna en í upp- hafi tímabils. Sjálfstraustið er í lagi núna og við teljum okkur geta lagt hvaða lið sem er að velli,“ sagði Torres borubrattur eftir leikinn. „Við verðum að vinna alla okkur leiki sem eru eftir og von- ast eftir hagstæðum úrslitum annars staðar. Þetta er allt að þokast í rétta átt.“ - hbg Liverpool í fimmta sætið: Torres afgreiddi Sunderland SJÓÐHEITUR Fernando Torres er að finna sitt fyrra form þessa dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson urðu Íslands- meistarar í einliðaleik um helgina. Ragna var að vinna titilinn í sjö- unda sinn en Helgi varði titil sinn frá því í fyrra. Ragna vann frekar auðveldan sigur á Tinnu Helgadóttur, 2-0, í úrslitum. Helgi mátti hafa talsvert fyrir sigrinum, 2-0, gegn Kára Gunn- arssyni. Báðar loturnar fóru 21-19 fyrir Helga. Helgi varð einnig Íslandsmeist- ari í tvíliðaleik ásamt Magnúsi Inga Helgasyni. Ragna vann síðan tvíliðaleik- inn með Katrínu Atladóttur, 2-1. Þær lentu í hörkuslag gegn Tinnu Helgadóttir og Snjólaugu Jóhanns- dóttur en unnu að lokum, 2-1. Magnús Ingi Helgason varð einnig tvöfaldur meistari en hann vann tvíliðaleikinn með Helga og varð síðan meistari í tvenndarleik. - hbg Íslandsmótið í badminton fór fram um helgina: Ragna og Helgi bæði tvöfaldir meistarar SIGURSÆL Ragna Ingólfsdóttir vann í einliða- og tvíliðaleik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.