Fréttablaðið - 29.03.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.03.2010, Blaðsíða 34
18 29. mars 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is CHRISTOPHER LAMBERT ER 53 ÁRA Í DAG. „Það gildir um allt í lífinu, að maður ætti hvorki að vera hræddur við að gera tilraunir né mistakast.“ Christopher Lamber er franskur leikari, frægur fyrir hlutverk sín í frönsk- um og bandarískum kvik- myndum. Á þessum degi árið 1947 hófst gos í Heklu, það fyrsta í 102 ár. Gosið hófst á laugardagsmorgni, rétt fyrir klukkan sjö, og vaknaði fólk aust- anfjalls við snarpan jarðskjálftakipp sem var undanfari gossins. Fyrsta dag gossins steig gos- mökkurinn upp í 10-12 kílómetra hæð en átti hæst eftir að ná 30 kílómetra hæð og barst aska úr gosinu meðal annars til Finnlands og Englands það rúma ár sem gosið stóð. Fyrsta dag gossins flugu um 300 manns í kringum eldstöðvarnar í Heklu og enn fleiri flugu þangað næstu daga. Hjá flugfélögum var stanslaus straumar af fólki sem vildi panta far að eldstöðvunum og komust færri að en vildu. Bílaum- ferð var einnig mikil austur yfir fjall enda blíðviðri þennan laugardag sem gosið hófst. Bílalestin var nær óslitin frá bænum og austur að Kömbum og urðu víða slæmar umferðarteppur þannig að um þrjár klukkustundir tók að komast frá Kambabrún til Reykjavíkur. Gosið varð fyrsta þaulrannsak- aða gosið hér á landi og fyrsta daginn fóru tveir leiðangrar jarðfræðinga að gosinu og komu upp athugunarstöðvum á næstu bæjum. ÞETTA GERÐIST: 29. MARS 1947 Fyrsta Heklugos í rúma öld Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja var stofnað þann 28. mars árið 1980 og varð því þrjátíu ára í gær. Jóna Björg Guð- mundsdóttir héraðskjalavörður safns- ins hefur gegnt þeirri stöðu í rúm tut- tugu ár og segir safnið geyma ógrynni merkilegra skjala. „Safnið er fyrst og fremst skjalasafn Vestmannaeyjabæjar og geymir því skjöl allra stofnana bæjarins, margra fyrirtækja, félagasamtaka, sóknar- nefndar Landakirkju og svo einstakl- inga. Safnið geymir líka talsvert af skipsdagbókum, leiðabókum og fleiri bókum sem færðar voru um borð í vél- bátaflotanum frá Vestmannaeyjum frá upphafi vélbátaútgerðarinnar í Eyjum í byrjun tuttugustu aldarinnar.” Í tengslum við afmælið var sýningu komið fyrir í anddyri Safnahússins en þar er safnið til húsa ásamt öðrum söfnum bæjarins. Er þar er sitt lítið af hverju úr skjalaúrvalinu sýnt; skemmti- leg og merkileg skjöl. Má þar nefna elstu skjöl safnsins sem eru Sáttabók Vestmannaeyja frá 1799 til 1829. Sjálfri finnst Jónu með merkilegri skjölum sem safnið geymir vera 19. aldar skjöl, til að mynda mjög heild- stætt safn verslunarskjala úr þeim gömlu verslunum sem voru í Eyjum, svo sem úr Garðsverslun á Skansinum. Þetta eru líklega þrjú til fjögur hundr- uð bækur. „Það er merkilegt að eiga alla þessa sögu þar sem viðskiptin eru skráð nákvæmlega og hægt er að lesa um hvað bændurnir uppi í sveitunum voru að taka út í vörum, hversu mörg pund af sykri og svo framvegis. Það þarf bara einhver að rannsaka þessi skjöl nánar. Hægt væri að skrifa verslunarsögu Vestmannaeyja með góðu móti.“ Það sama á við um mörg skjöl safns- ins að sögn Jónu. „Við fengum til að mynda sýsluskjöl Vestmannaeyja frá Þjóðskjalasafni og þau eru geymd í eldtraustri geymslu og einnig erum við með alla pappírana um Vestmanna- eyjagosið. Einnig hefur mikil félaga- starfsemi verið í Eyjum og þar má finna ógrynni af fundargerðabókum og slíku. Í safninu er nokkuð af forvitnilegum bréfasöfnum, til að mynda mjög yfir- gripsmikið bréfasafn á esperantó, með bréfum alls staðar að úr heiminum úr fórum frú Ille Guðnason, fyrrverandi bókavarðar í Eyjum.“ Jóna Björg segir að grúskið sé eitt það skemmtilegasta við starfið og ítrek- ar að safnið er öllum opið. Lestrarsal- urinn er opinn frá 10-17 mánudaga til fimmtudaga og 10-18 á föstudögum. juliam@frettabladid.is HÉRAÐSSKJALASAFN VESTMANNAEYJA: ER ÞRJÁTÍU ÁRA Fjársjóðir geymdir í safninu SAFNIÐ ÖLLUM OPIÐ Jóna Björg Guðmundsdóttir héraðsskjalavörður segir alla velkomna á safnið en skjöl þess þekja um 550 hillumetra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1881 Bjarndýr er skotið á Látrum við Eyjafjörð. Um svipað leyti eru fleiri bjarndýr skotin á nokkr- um stöðum austanlands. 1951 Julius og Ethel Rosen- berg eru dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjun- um. Þau eru tekin af lífi tveimur mánuðum síðar. 1961 Lög um launajöfnuð kvenna og karla eru staðfest. Markmiðið er að ná fullum jöfnuði 1. janúar 1967. 1970 Henný Hermannsdóttir, 18 ára, sigrar í keppninni Miss Young International í Japan. Gino Ruozzi, aðstoðarpróf- essor í ítölskum bókmennt- um við háskólann í Bologna á Ítalíu, heldur fyrirlestur í dag um bókmenntir eft- irstríðsáranna á Ítalíu í Háskóla Íslands. Ítalskar bókmenntir á 6. og 7. áratugnum þykja end- urspegla vel þær miklu breytingar sem urðu á ítölsku samfélagi á sama tíma. Fyrirlesturinn hefst klukkan tvö, í stofu 218 í aðalbyggingu háskólans. Erindið er flutt á ítölsku en enskri þýðingu verður varp- að upp jafnóðum. - jma Fyrirlestur um ítölsk skáldverk BREYTT SAMFÉLAG Ítalskt samfé- lag þótti breytast hratt eftir síðari heimsstyrjöld og endurspeglast það í bókmenntunum. Elskuleg móðir okkar, amma, systir og frænka, Sigríður Ásgeirsdóttir verður jarðsungin í Laugarneskirkju miðvikudaginn 31. mars kl. 13. Jenný Hildur Clausen Brynjar Örn Clausen Sara Lind Ómarsdóttir Kristín Ásgeirsdóttir Gísli Ásgeirsson og aðrir aðstandendur. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Upplýsingar um stærðir og verð, hafið samband í síma 512 5490 - 512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjú kr- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru : 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttu r kennara, f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeirr a dóttir er Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tr ésmíðaver kstæðinu Furu en ef tir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveiði var aðaláh ugamál Gí sla Eiríks a lla tíð og sinnti h ann meðal annars trú naðarstörf um fyrir Stangveiði félag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríkur lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir Ellis lést í Dunedin, Florida, mánudaginn 15. mars. Hennar verður minnst í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 30. mars, kl. 15.00. James Daniel Ellis Ísleifur Gíslason Arndís Borgþórsdóttir Finnbjörn Gíslason Margrét Jóhannsdóttir Sigríður G. Robinson Kristín J. Ellis Ruth Dora Ellis Schwartz David Schwartz Marta Ann Kellam Ben Kellam Jenny Lynn Ellis Mudge Bradford Keyes Mudge barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gerða Herbertsdóttir andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 26. mars. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. apríl kl. 15.00. Herbert Haraldsson Hallfríður Ragnheiðardóttir Sigríður Haraldsdóttir Gunnar Þór Ólafsson Jón Ingi Herbertsson Laufey Elísabet Löve Gerða Gunnarsdóttir Guðmundur Arnar Jónsson Lára Guðrún Gunnarsdóttir og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.