Akurliljan - 01.12.1932, Blaðsíða 4
4
AKORLILJAN
vinna gott verk í sínu umhverfi. Enn-
þá er hann að vísu svo ungur í
þessum bæ, að það er ekki von aö
almenningur hafi ennþá kynnst hon-
um og verðleikum hans, eins og
skyldi. En eg vil biðja alla góða
menn og konur að líta á hann með
samúð; það á hann skilið. Viðreisn
skátafélagsskaparins og velgengi get-
ur aldrei orðið þessum bæ og æsku
lýö hans til annars en góðs eins.
Eitt aðalmarkmið skátanna er að
vera hvarvetna til hjálpar, þar sem
þörf gerist. í bæjum og stórborg-
um utanlands, er mjög tíökaö að leita
til þeirra um aðstoð, bæöi við fund-
arhöld og samkomur, þegar slys ber
að höndum og yfirleitt hvar sem
góöir unglingar geta að gagni kom-
iö. Eru þeir æfinlega boðnir og bún-
ir til.að láta hjálp sína í té, endur-
gjaldslaust. Skátafélög Akureyrar
vilja einnig koma bænum að gagni
á þenna hátt, hvenær sem þörí kref-
ur. Er þeim ljúft að verða við slík-
um hjálpar- og aðstoöar-beiðnum
bæjarbúa hvenær sem er, og vænta
þess að til þeirra verði leitað um
slíkt. Ef menn óska einhverrar að-
stoðar, er aöeins að leita til stjórn-
ar félagsins: Jóns Noröfjörö, Júlíusar
Jónssonar og Þórðar Sveinssonar,
eða einhvers úr félaginu, sem þá
kæmi beiðninni á framfæri.
Bæjarbúar, styöjið skátafélögin og
hjálpið þeim til þess að ná því tak-
marki, sem þau keppa að, með þvf
aö lofa þeim að sýna í verkinu hvað
þau vilja og hvaö þau geta. Pá ef-
ast eg ekki um að þið lærið að meta
þau eins og þau eiga skilið.
Friörik J. Rajnar.
Spakmæli.
1 mínúta á dag er sama og 6
stundir á ári.
Byrjirðu aldrei á neinu geturðu
aldrei neitt.
Þaö eru margir, sem hrópa hátt á
drottinn, en þeir gæta þess eigi, að
hann er altaf við hlið þeirra.
I ^dida -söngur.
^ (J3ag: 'Dstand, DsCand ó, cettap land).
Vort k all er hjdlp hins
hrausta svcins,
er hlýöir timans óö.
Pvi frum til ddða, allir eins,
hver ceöra og hik er lýð til
meins.
’ Vor gjöf er hugur, hönd
og blóö,
vor H e r r a, land og
pjóÖ
H. F.
I
Fram, fram, vor unga
sveinasveit
með sigurfdna í hönd.
Af staö, af staö i lukkuleit,
mót Ijósi og dcgi göngupreyt.
Og treystum göfug brœöra-
bönd
og bœlum, nemum lönd.
Vort m ar k er heill og
heiöur manns,
af hreinleik mótuö störf.
® Vor i ðj a: e/ling lýös og
lands,
vor löngun: knýting
vinabands.
Vor heiöur: por og dreng-
lund djörf\
vor dy g Ö sé hlýöni pörf.
I
f
............Kitn^-'»iiiii^-,,iiiii,."-,Miiii,i.. .................
Skátalögin.
1. Skáti segir ávalt satt og gengur
aldrei á bak orða sinna.
2. Skáti er tryggur.
3. Skáti er hæverskur í hugsun-
um, orðum og verkum.
4. Skáti er hlýðinn.
5. Skáti er glaðvær.
6. Skáti er þarfur öllum og hjálp-
samur.
7. Skáti er drengilegur í allri hátt-
semi.
8. Skáti er sparsamur.
9. Skáti er dýravinur.
10. Allir skátar eru góðir lagsmenn.
Skátareglan á Akureyri.
Eg heí verið beðinn aö skrifa
nokkur orð um skátaregluna á Ak-
ureyri, og er mér ánægja að verða
við því, aö svo miklu leyti sem eg
get. Eg hefi reynt að viða að mér
upplýsingum um hana, yfir þann tíma
sem eg hefi ekki starfað þar meö,
og vona að þær séu í öllum aðal-
atriðum réttar.
Saga skátareglunnar hér í bænum,
frá byrjun, er þá á þessa leið:
Árið 1917 stofnaði danskur mað-
ur. N. W. Hansen að nafni, klæð-
skeri hér í bænum, »Skátasveit Ak-
ureyrarc (drengjasveit). Félag þetta
var samt að mestu óskipulagsbundið
f fyrstu, bæði hvað lög og búninga
snerti, enda tókst Hanssen eigi aö
koma því lífi í félagið, sem æskilegt
hefði verið. En með stofnun þessa
félags var þó myndaöur vísir, sem
að vísu þroskaðist hægt, en sem eg
þó vona að eigi einhverntíma eftir
að veröa aö voldugu tré. Og skáta-
reglan á erindi í hvern einasta bæ
og hverja sveit, hér á landi og ann-
arstaðar.
Gunnar Guölaugsson, deildarforingi.
Árið eftir (1918) fór svo Hansen
alfarinn héöan til Danmerkur, en viö
Skétasveit Akureyrar tók núverandi
deildarforingi Gunnar Guðlaugsson.
Valdi hann sem aðstoðaforinga sinn
Vigfús Friöriksson ljósmyndara.