Akurliljan - 01.12.1932, Blaðsíða 5
AKURLILjÁN
5
Þegar Gunnar tók við stjórn skáta-
sveitarinnar, var hans fyrsta verk
að koma sér í samband við höfuð-
stöðvar skáta í Englandi, sem og Lord
Baden-Powell, föður skátahreifingar-
innar, og samræma lög og búninga
sveitarinnar hér við það, sem notað
er um allan 'heim, þar sem skáta-
félög eru. Með þessu var stórt spor
og afar-nauðsynlegt stígið, enda var
skátasveitirini hér stjórnað af höfuð-
stcövum skáta í Englandi, gegnum
deildarforingja Gunnar Guðlaugsson,
þar til Bandalag íslenskra skáta var
stofnsett í Reykjavík, 6. júli 1925.
Um svipaö leyti og Gunnar tók við
stjórn Skátasveitar Akureyrar, varð
kaupmaöur Ragnar sál. Ólafsson
verndari hennar. Á skátasveitin hon-
um afarmikið að ]>akka, því hann
hafði svo mikinn skilning á gagn-
semi skátahreifirigarihnar, var henni
góður og öruggur fyigismaður hvar
sem var og veitti sveitinni stuðning
sinn á allan hátt. Skátar heiðra því
minningu þessa látna, mikilhæfa
manns með þakklátum hug.
Ragnar ÓlaJ'sson, kaupmaöur.
Aðstoðaríoringar Gunnars Guð-
laugssonar hafa verið þessir menn :
Vigfús Friðriksson, ljósmyndari, Otto
J. Baldvins (nú í Ameríku) og Gústav
Jónasson, real. stud., sem er aðstoð-
arforingi hans nú. Allir þessir menn
hafa veitt Gunnari góða hjálp og
H E I L R Æ Ð I.
Vertu blíður og þolinmóður og
lærðu að stjórna sjálfum þér.
Minnstu þess, að hversu dýrmæt
sem talsgáfan er, er þögnin þó oft
ennþá dýrmætari.
Vertu hugrakkur og trúr og segðu
aldrei ósatt.
Skáti gengur glaður móti hverri
þraut.
Ein klukkustund í vondum félags-
skap er stórt skref í áttina til glöt-
unarinnar.
þakkaverða. En Gunnari er það að
þakka, að enn er lifandi félagsskap-
ur meðal skáta hér á Akureyri.
Kvenskátafélag var stofnað hér
fyrir nokkrum árum, en það Jagði
niður starfsemi aftur eftir stuttan
tíma.
Hinn 17. mars S. 1. var stofnuð
Rovers-skátasveitin »Fálkar* og eg
var kosinn foringi hennar. Verndari
hennar og skátafélagsins hér í heild
er nú séra Friðrik J. Rafnar. Hefir
hann mikinn áhuga fyrir skátastarf-
seminni og hefir hjálpað skátunum
með ráðum og dáð. Vona eg að
skátarnir megi njóta hans sem lengst.
»Fálkarnir hafa starfað vel síðan
þeir byrjuðu. 3?eir stoínuðu til berja-
íerðar í sumar fyrir fátæk börn,
r>b Alkajcll.«
héldu uppi reglu við hátíðarhöldin
17. júní s. 1., hafa hjálpað góðgerða-
félögum eftir getu o. s. frv. í sumar
komu þeir sér upp skálanum »Fálka-
fell« uppi í Súlnafjalli, og var það
að þakka hr, Jóni Guðmundssyni
byggingameistara, sem lánaði fyrir
byggingu skálans og hjálpaði þeim
á allan hátt við að koma skálanum
upp.
l?á hefir frú Guðrún Ólafsson gef
ið «Fálkunum« radió-móttökutæki í
skálann og fleiri góðir borgarar
bæjarins hafa stutt starfsemi þeirra
á margan hátt, sem skátasveitin fæt
seint endurgoldið.
Vona eg að »Fálkunum», sem og
öðrum skátum á Akureyri, endist
aldur til að vinna mikið og gott verk
í framtíðinni. En til þess að geta þaö
biðja þeir um samúð og skilning al-
mennings á skátastarfseminni og að
íbúar bæjarins leiti til þeirra sem
oftast, ef þeir halda að skátarnir geti
eitthvaö fyrir þá gert, og hvetji unga
menn og konur til aö ganga í skáta-
félögin.
Stoíun »Fálkac-sveitarinnar hefir
haft margt gott í för meö sér. Það
hefir ósjálfrátt komið meira líf í
drengjasveitina, er þeir sáu að fleiri
vildu vinna fyrir þetta málefni held-
ur en þeir, og ennfremur hefir nú
verið stofnað hér kvenskátafélag
(»Valkyrjan«), undir stjórn ungfrú
Brynju Hlíðar, sem mikils má vænta
af í framtíðinni.
Nokkur undanfarin ár beíir frem-
ur lítið borið á því, að hér væri starí-
andi skátafélag. Eru til þess ýmsar
orsakir og þær helstar, að deildar-
foringi þarf mörgum öðrum störfum
að sinna, og hefir því vart getað
lagt fram til þessa félagsskapar jafn-
mikla krafta og hann hefði vifjað,
og í öðru lagi eru margir meðal al-
mennings næsta skilningslitlir á gildi
skátahreifingarinnar, sem er þó mikil-
vægt uppeldismál, — svo mikilvægt,
að það kom til orða fyrir nokkru, að
veita Lord Baden-Powell friðarverð-
laun Nobels fyrir stofnun skátahreif-
ingarinnar og starfsemi hans fyrir
han'a
Holl útivist í íslenskri náttúru,
lærdómur skátanna í því efni að
lijálpa sér sem mest sjálfir, læra að