Akurliljan

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Akurliljan - 01.12.1932, Qupperneq 7

Akurliljan - 01.12.1932, Qupperneq 7
AKURLILJAN 7 fylgjast með er heitið öllu fögru. En enginn skáti er svo grænn, að hann ekki viti, að sá máli sem þessir menn greiöa verður aldrei annað en þrældómur og ófrelsi. fví sú þjóð sem þeir ná tökum á er glötuð. Pess vegna keppir hver skáti og hver einasti góður borgari að þvt, að friður, og löghlýðni eflist í landinu, leggur sinn skerf til þess að alt sem getur orðið hinti borgaralega félagi til heilla eflist sem mest. Það er erfitt hlutverk fyrir yfirvöld ogstjórn. þegar borgararnireru þrætu- gjarnir og yrringarsamir, og ólög- hlýönir menn, sem skclla allri skuld- inni á valdhafana eða vilja setja sig yfir þá, og þegar svo er komið, er ástandið mjög alvarlegt, og geti ekki þjóð sem tileinkar sér siðferðisleg- an þroska og menningu, látið skip- ast af friðsamlegum og vitrum íor- tölum, sem eru miklu máttugri en skrílsskapur og háreysti. Þá er alt menningarrausið svikagylling og arg- asta hræsni. Það er auðheyrt að Páll, eins vit- ur maður og hann var, hefir séð hvað mikils virði góð stjórn og yfir- völd voru, að helsta skylda hvers kristins manns, var að vera þeim hlýðinn og auðsveipnr í öllu, gialda alla skatta og tolla, sýna valdstétt- inni virðingu Páll, sem fæddur var rómverji, heíir oðlilega elskað og virt rómversku þjóðina fyrir hennar mörgu og miklu hæfileika og stjórn- arfar, þó hún heiðin væri. og séð að hún var meötækileg fyrir kristn- ina. Hann leggur því mikla áherslu á það í öllum bréfum sem hann skrifar, til hinna ýmsu safnaða, að allir séu löghlýðnir, og hann tekur það beinlínis fram að yfirvöldin, sem þó eru heiðin, séu skipuð af Guði. Róm. 13. 1 — '2 v. »Sérhver maður sé yfirboðnum valdstéttum hlýðinn; þvi ekki er nein valdstétt til, nema Irá Guöi, og þær sem til eru, þær eru sþipaðar af Guði, — svo að hver sá sem veitir valdstéttinni mót- stöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, en þeir sem veita mót- stöðu munu baka sér dóm«. Og aftur skrifar Páll í sama bréfi um B. S. A. — Sími 9. yíirvöldin rómversku. »Þess vegna gjaldið þér og skatt, því að þeir eru Guðs þjónar, sem sifelt starfa að þessu sama*. Róm. 13. 6. v. Ef nú hin rómverska valdstétt hefir veriö í þjónustu Guðs, þá get- ur hver skáti sagt sér það sjálfur í hvers þjónustu ein valdstétt er, í landi sem telur sig vera kristið land, og þá veit hann hvað skyldugt er að gera — En ég sem einn af leið- togum skátanna nem staðar og mér vérður að spyija: Hefir valdstéttin íslenska haft það hugfast af hverj- um hún er skipuð og hvers þjónn hún á að vera; eða hefir hún gleymt því og gengið á mála einhvers sér- staks ílokks eða stéttar, til fjárakst- urs og metorða, og er hún að *baka sér dóm?« Um þetta skal ekkert fullyrt hér en enginn getur gert að því hvað hann hugsar. — Ástandið er ekki eins gott og það gæti verið, en lög og réttur er þó svo fullkomin að vart roun annað betra, ef vel er á haldið, pcltn er dónmr reynslunnar, og honum verður aldrei áfríað. Ilinn 24. ágúst 79 árum e. Krist, fórst rómverska borgin Pompeji af eld- gosi, og er hún var að hyljast reykj- armekki gengu margir flokkar róm- verskra hermanna á vörð inn í hana, og leyfarþeirra finnast, þar sem þeim var skipað aö standa, Nú ganga flokkar íslenskra skáta á vörð í hið borgaralega félag. Það er hiti og reykur í loftinu því verð- ekki neitað, en skátarnir verða að standa þar sem lögin skipa þeim, þar til askan hylur þá, og yfir lýkur. En bjarmi skyldurækni og hlýðni skal leiftra yfir leyfum þeirra eins og rómversku hermannanna í Pompeji. Skáti! Bið þú eigi eftir því, að þú sért beðinn að gera gott. Fáninn okkar. «Island, þig elskum vér, alla vora daga.< Ættjörðin er okkur kærri en alt annað. Með íslenska fánanum sýnum við hverrar þjóðar við erum, sýnum ættjarðarást okkar og hversu þjóð- ræknir við erum. Munum það á- valt, að fáninn okkar er ekki dúkur einn, heldur táknar hann alt það, sem okkur er dýrmætast. Sé honum sýnd virðing, er ckkur og landi okkar sýnd 'nún um leið og sama er að segja um það, ef einhver sýnir honum óvirðingu. Farið því ætíð með fánann okkar sem helgi- dóm, geymið hann á góðum stað og sýnið honum þá lotningu sem honum ber. Þegar þið notið íslenska fánann, skal hann dreginn að hún kl. 8 aö morgni, þó eigi fyr en fullbjart er orðið. Fella skal hann áður birtu tek- ur aö bregða og eigi síðar en kl. 9 að kveldi. Það er sorglega oft sem viö sjáum fánann íslenska hanga uppi í myrkinu á kvöldin, er flagg- að hefir verið með honum á daginn. Fyrir hveiju er verið að ílagga í myrkinu? Ekki er svo mikil fyrir- höfn að taka fánann niður áður en fer aö dimma. Það er vansi fyrir þá, sem eigi hirða betur um íslenska fánann en það, að láta hann hanga uppi í myrkinu eins og einhverja druslu. Á útisamkomum má þó fán- inn blakt-. lengur en til kl. 9, en þó aöeins að sól sé á loíti. Sé skreytt með fánum úti, skal hafa þá á virðulegum stöðum, ella er eigi rétt að nota þá. Notið eigi íslenska fánann sem merkjaflagg, t. d. til þess að kalla saman fólk til vinnu og slíks, Til þess má alt að einu nota einhvern annan dúk og mun það gera sama gagn. Látið aldrti vanta á að ,fáni snerti hún, þegar fáninn er 1 fulla stöng. Ef við ekki sjálfir sýnum fána okkar virðingu, getum við ekki ætlast til þess, að aðrar þjóðir geri það.

x

Akurliljan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akurliljan
https://timarit.is/publication/659

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.