Akurliljan - 01.12.1932, Side 8

Akurliljan - 01.12.1932, Side 8
8 AKURLILJAN Skátar! Gerið það sem þið getið til þess, aö íslenska fánanum sé sómi sýnd- ur. Reynið eftir mætti að koma í veg fyrir það, að flaggað sé með rifnum, eða upplituðum, íslenskum fánum, eða þeir látnir hanga uppi eftir að dimt er orðið. Reynið að fá þá brenda þegur þeir eru orðnir gaml- ir og ljótir, svo víst sé að þeim verði eigi misboðið. Með því að gera það, sýnið þiö landi ykkar og þjóð sóma. Sveitarforingi. Kvenskátar. í þriðja sinn er hafin tilraun, til þess að stofna hér kvennskátafélag. Undan farnar tilraunir hafa því mið- ur ekki haft æskilegan árangur. Að nokkru levti kann betta að stafa af tvístringi félagssystranna, en þó iík- lega aðallega af skilningsleysi bæjar- búa á skátamálum yíirleitt. Það þyk- ir ekki hlýða, , að ungar stúlkur séu á einskonar heræfingum (en svo eru útiæfingar skáta títt nefndar. f’ótt þær eigi aðeins að vera til þess, að betri agi og eining sé innan skáta- sveitarinnar, og einnig til þess að vekja ást þeirra á náttúrunni og úti- lífinu), út um holt og hæðir. Margir telja einnig spjátrungslegt að bera sérstakan einkennis búning, merki og annað slíkt, en fólk athugar eigi að búningur skátanna er mjög hentug- ur til íerðalaga, og hefir þar að aiiki töluverð áhrif á þann, eða þá sem ber hann. Of langt mál yrði að rekja hér öll markmið kvennskátanna, en þó er eigi fráleitt að minnast á nokkur þeirra, þau eru í stuttu máli þessi: 1. Að ke'nha þeim að stæla líkama sinn á heilbrigðan hátt. 2. Að vekja áhuga þeirra, og gefa þeim undirstöðuatriði allra nytsamra starfa. 3. Að hvetja ungar stúlkur, til þess að lifa hollu og fjörugu útilífi, og vekja ást þeirra á náttúrunni. 4. Að vekja og glæða skyldurækni ungra stúlkna við heimili, skóla, skáta- félög og mannfélagið í heild sinni, og kenna þeim að leita gleði sinnar í vinnu og framkvæmdum. 5. Að kema þeim að elska heimili sín, og sýna það í verki að þær geri það. 6. Að venja þær á góða umgengni við aðra og minna þær á að vera ætíð hjálpfúsar, umburðarlyndar og hugsa meir um aðra en sjálfa sig. 7. Aö vekja hjá peim ást á cett- jörð og fána peirra og hafa i heiöri allt sem islenskt er. 8. Að hjálpa þeim til að forðast slæman félagsskap og alt, sem er siðspillandi. 9. Að hvetja þær til þess að hag- nýta tómstundir sínar á réttan hátt, t. d við allskonar hússtörf, handa- vinnu eða hjúkrun. 10. Að láta þær njóta ánægjulegra samverustunda með félagssystrum sínum. 11. Að glæða trú þeirra á alt gott og íagurt. Hér er stefnt að góðu og göfugu marki. Þótt hér sé aðeins drepið á í fáum dráttum, má þó fljótt sjá, að hér er ekki verið að krefjast neins, sem er Jjótt eða siðspillandi. Árang- ur skátahreyfingarinnar verður eítir atvikum góður eða illur og fer eftir því, hve vel þær fylgja stefnunni að hámarki sínu. Ef þessi markmið eru aðeins orðin tóm, sem ekkert éiga við að styðjasc, vinnur skáta félagið hér aldrei neinn verulegan sigur. Ef skátum gefst aldrei tæki- færi til þess að sýna í breytni sinni, að þeir séu skátar, hlýðnir lögum og reglum félags síns, eru þeir engir skátar. Hvert sem við htum og kunn- um að koma, ber fyrir augu vor eitthvað, sem aflaga fer og bæta má, ef vér aðeins gefum því nokkurn gaum. Skátar eiga að finna það á sér, undirmeðvitund þeirra á að segja þeim, hvar þeir eigi að grípa lil með hjálpaihöndum, Akureyri þ. 21. nóv. 1932. Brynja H/tðar. .............. lllU^-,U|||||l-«Ullllii-í"lllll,i'-,illUliMf I I I Sdátasönguv, f s s £ag'. 91 eiaS buri i fjavtœgS. W Fram Skátaflokkur! Fram á W § heiöardal. § j Sko! fylkingin okkar er i broshýrt drengjaval. \ W Vor œskustund er indcel, W § björt og hlý, § i þá óspilt leikur gleðin sör i hjörtum i. \ s s t V a. § Hve indcelt er veðrið! Nú § i blikar sólin blíð Jj J á bláhnjúkum háum og f gyllir fjallahlið. f § Hútrra, hæt Nú hölaum viö § i á braut, i \ og hopa skulum eigi pótt \ W mceti oss praut. f I + * | ? Vor fáni er hafinn nú förum W V •- § við á stað § j. / ferðalag líjsins, pá takmark í vort sö pað: 1 f að glœða allt, sem gott er w § hjá oss sáð, § i og gefast eigi upp fyr en i höfn er náð. \ f Skáti. f .......'lllln................................. I||||||,4 Turni ofj Sveinn. (Jólasaga fyrir yngri lesendur). Fullu nafni hét hann Tómas Hannes Jónsson og var aðeins 11 ára gam- all. í daglegu tali var hann altaf kallaður Tumi. Faðir hans var blá- fátækur verkamaður við vopnaverk- smiðjuna í N. . . Uað var á aðíangadag jóla að saga þessi gerðist. Tumi litli reikaði um gangstéttirnar. Hann staðnæind- isl við hvern búðarglugga og horfði með ánægju á alt jólaskrautið og leikföngin, sem raðað hafði verið út í vel upplýsta gluggana. Meðan hann stóð við einn glugg- ann, niðursokkinn í að virða fyrir

x

Akurliljan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akurliljan
https://timarit.is/publication/659

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.