Akurliljan - 01.12.1932, Blaðsíða 10

Akurliljan - 01.12.1932, Blaðsíða 10
10 AKURLILJAN ir fullorðnir menn og hafa báðir góðar stöður, J>ar sem þeir vinna fyrir heimilum sínum og jafnframt fyrir land sitt og þjóð. Þeir eru mikils metnir af öllum íyrir greið- vikni sína og hjálpsemi við aðra. Vinátta þeirra hvers til annars er hin sama, eins og þegar þeir voru litlir, og þeir segja að hún muni aldrei kólna, svo lengi sem þeir lifa. Ski'tti. Hugleiðingar deiidarioringjans. Útgefendur þessa blaðs, hafa boðið mér rúm fyrir athugasemdir, og tek ég því með þökkum. Víkingasveitin »Fálkar« eldri skáta- sveitin (á ensku kallað »Rover Scouts«), sem stofnuð var snemma á árinu, hefur verið í reglulegum vikingi í sumar og gengið vel. Öðlast vinfengi og þegið gjafir af góðum borgurum og er sagt frá þessu á öðrum stað í blaðinu. Ég þakka hér með, fyrir hönd skáta- reglunnar, »Fálkum« fyrirdugnað þeirra og afrek og hinu ágæta fólki fyrir þá virðingu og hjálp er það hefur auð- sýnt skátastarfinu. Yngri Skátasveitin »ísbirnir« starfar nú í 4 reglulegum flokkum auk ýmsra smádrengja, sem máske síðar verða reglulegir skátar. »fsbirnir« eru alveg eins og vanaleg- ir ísbirnir, að því leyti að þeir eiga ekkert skýli yfir s;g. Svo ef einhver dýravinur hefir t.d. geymsluhús eða annað húsrúm ,er hann ekki notar í vetur, þá ælb hann að lána það fyrir æfingar. Allra kyndugustu persónur gagnvart skátahreyfingunni, sem ég hefi kynnst er kennara'ýðurinn og einkum barna- kennararnir. Yfir 20 ár heíir yf rmaður ísl. skát- anna herra Axel Tulinius, unnið að eflingu sk tareglunnar, og lagt til þess bæði tíma og peninga. Á sama tíma hefir einn fastlaunaður kennari þegið 60 til 100 þúsund kr. i laun frá ríkinu fyrir gáfur sínar — (?) í þarfir uppeldis- málanna. Hversvegna vilja ekki kenn- ararnir þrátt fyiir ítrekaðar tilraunir, kynna sér og styðja skátafélagsskapinn? Væri það ekki þarflegra uppeldismál- unum, heldur en t.d. pólitíkts sorpstarf- semi o. þ. h. í síðasta bréfi Lord Baden Powell til mín 30. Desember 1931, er að endingu kveðja til skátanna íslenzku og hljóðar svo: »Ég mun ávalt minnast hinna ágætu íslensku skáta og sendi ykkur minar bestu óskir; yðar ástúðlegur Baden PowelL•« Ég set þessa kveðju skátahöfðingjar.s af því að ég veit að öllum skátum mun þykja vænt um hana, og allar hans kveðjur eru okkur jafn kærar, hvað gamlar sem þær verða. Að líkindum kemur bréf með kveðju frá honum um næstu árarr ót og skýri ég þá frá því seinna. Með bestu skátakveðju Q. Ouðlaugs. Frá „Fálkum“. Skátasveitin »Fúlkar« hefir nú ný- verið kjörið hr. Jón Guðmundsson, byggingarmeistara og frú hans Maríu Hafliðadóttur og frú Guðrúnu Ólafs- son sem heiðursfélaga sveitarinnar. Kvöldskemtun »Fálkanna« 25. sept. s.l. var svo vel sótt að samkomuhús bæjarins var ekki aðeins troðíult, heldur varð fjöldi fólks að snúa frá. Var skemtunin hin ánægjulegasta og skátum til sóma. Verður vafalaust margmenni, er skátarnir halda næst skemtun. Foringjar í skátasveitinni »Fálkar» eru þessir: Sveitarforingi: Jón Norðfjörð. Vara- sveitarforingi: Skjöldúr Hlíðár. Flokksíoringjar: Fyrir 1. flokk: Gústaf Andeisen. — 2. — : Ásgrímur Ragnars — 3. — : Júlíus Jónsson. — 4. — : Skjöldur Hlíðar. Vara-flokksforingjar: Fyrir 1. flokk: fórður V. Sveinss. — 2. — : Snorri Rögnvaldss. — 3. — : Agnar Stefánsson. — 4. — : Ólafur Danielsson. Til allra þessara má leita ef bæjar- búar halda að skátarnir geti eitt- hvað fyrir þá gert. Ingólfur Kristinsson, sem var flokksforingi 2. flokks »Fálka«, hefir sagt sig úr sveitinni nú nýlega. Telst hann því eigi lengur félagi í sveib inni. Sundið hefir verið nefnt »íþrótt íþróttanna*. Ef hér á Akureyri hefði verið heit sundlaug, væri hægt að synda allan veturinn. Margir fá- tækir hreppar hafa getað komið sér upp heitum sundlaugum, en Akureyr- arbær virðist ekki geta þaö. Allir vita þó að það er lífsskilyrði fyrir alla að kunna að synda, og heilsu samlegt og holt. Alt þetta virðist benda til þess, að viturlegra væri að láta ca. 20 þús. kr. eitt ár til þess að leiða heita vatnið hérna ofan í sundlaugina og láta eitthvað annað (svo seir. vegagjörðir uppi í flóanum o. fl. o. fl) bíða það áriö. Mörg dagsverk hafa verið boðin gefins til þessa verks. En valdhaf- arnir virðast ekki taka eítir nauðsyn þess máls sem skyrdi. Bæjarbúar! Tökum nú höndum saman og hættum ekki fyr en heita vatnið er komið niður í sundlaugina og það helst á næsta ári. Sltátar! Verið greiðviknir og hjálpsamir. Með því vinnið þið landi ykkar og þjóð gagn, og sjálfum ykkur vel- vild allra. Skátar! Munið, að ekkert er eins hressandi og heilnæmt eins og það, að renna sér á skíðum og skautum, Það herðir líkamann að vera úti og »eykur fjör og skapið bætir».

x

Akurliljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akurliljan
https://timarit.is/publication/659

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.