Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Side 2
2
AFMÆLISBLAÐ VERKAKVENNAFJELAGSINS FRAMSÓKN
1914—1934
samþyktar. En sá fundur var hald-
inn 13. des. og þar voru lögin endan-
lega samþykt, og einnig aukalög
(kauptaxti).
Að þessum fundi lokmim voru fje-
lagskonur orðnar 98.
Bráðabirðastjórnin skifti með sjer
verkum þannig:
Jónína Jónatansdóttir, formaðnr.
Briet Bjarnhjeðinsdóttir, ritari.
Karólina Sicmsen, varaformaður.
.Tónína Jósefsdóttir, fjármálar.
María Pjetursdóttir, gjaldkeri.
Fyrstu lögin.
Með þeim lögum er fjel. gefið
nafnið: Verkakvennaf jelagið Fram-
sókn, og þar er starfsemi þess á-
kveðin og stefna mörkuð þannig
(2. gr.):
Tilgangur fjelagsins er:
1. Að stvðja og efla hagsmuni og
atvinnu fjelagskvenna.
2. Að koma betra skipulagi á alla
daglaunavinnu þeirra.
3. Að takmarka vinnu á öllum
helgidögum.
4. Að efla menningu og samhug
innan fjelagsins.
Ennfremur er ákveðið, að fjelag-
ið skuli stofna styrktarsjóð strax og
það sjer sjer fært. (22. gr.).
Þessum fyrstu lögum var fylgt ná-
lega óbreyttum til 1920. Þá voru þau
endurskoðuð og breytt lítilsháttar.
Greinin um tilgang fjelagsins var
orðuð þannig.
Tilgangur fjelagsins er sá, að
styðja og efla hag fjelagskvenna og
menningu, á þann liátt sem kostur
er á, meðal annars með þvi, að á-
kveða vinnutíma og kaupgjald og
stuðla að því, að verkalýðurinn taki
sjálfstæðan þátt í stjórnmálum
lands og bæjarfjelags.
Við endurskoðun laganna 1934
var bætt við greinina þessum orð-
um: „í samræmi við önnur verk-
lýðsfjelög og Alþýðusamband ís-
lands“.
Annars eru lög fjelagsins enn i
dag i langflestum atriðum óbreytt
frá 1914.
Stjórn.
Fyrsta regluleg stjórn í fjelaginu
var kosin i jan. 1915, og skiþuðu
hana þessar konur:
Jónína Jónatansdóttir, formaður,
Karólína Siemsen, gjaldkeri,
María Pjetursdóttir, varaformað-
Briet Bjarnhjeðinsdóttir, ritari,
Jónina Jósefsdóttir, fjármálaril-
ari.
Það er sjerkennilegt við þetta fje-
lag, hvað mannaskifti í stjórn þess
Jónína Jónatansclóltir.
liafa verið fátíð. A 20 árum hefur
að eins 21 kona tekið þátt í stjórnar-
störfum. Verða þær taldar lijer, og
hve mörg ár hver um sig liefur
setið:
Jónina Jónatansdóttir ........ 20 ár
Jóhanna Egilsdóttir .......... 12 —
KaróJína Siemsen ..............12 —
Sigríður Ólafsdóttir .......... 7 •—
Elínborg Bjarnadóttir ......... 5 —
Elka Björnsdóttir ............. 5
GísJína Magnúsdóttir .......... 5
María Pjetursdóttir ........... 5
Svava Jónsdóttir .............. 4 —
Herdis Símonardóttir .......... 3 —
Jóhanna Þórðardóttir .......... 3 —-
Jóníha Jósefsdóttir ........... 3 —
Sigrún Tómasdóttir ............ 3 —
Steinunn Þórarinsdóttir .... 3
Aslaug Jónsdóttir ............. 2 —
Guðbjörg Brynjólfsdóttir . . 2
Guðrún Sigurðardóttir ......... 2 —
Jóhanna Jónsdóttir ............ 2 —
Briet Bjarnhjeðinsdóttir .... 1
Margrjet Jónsdóttir ........... 1
Þjóðbjörg Jónsdóttir .......... 1 —
Þessar konur liafa gegnt lengst
sama embætti:
Jónína Jónatansdóttir, form. 20 ár
KaróJina Siemsen, gjaldkeri 10 —
.lóhanna Egilsdóttir, v.form. 7 —
Elka Björnsdóttir, ritari .... 5 —
Elinborg Bjarnadóttir, fjmrit. 5 —
Þessar konur skipa stjórnina nú
(kosnar í jan. s. 1.) :
Jónína Jónatansdóttir, form.
Jólianna Egilsdóttir, varaform.
Svafa Jónsdóttir, ritari
Áslaíig Jónsdóttir, gjaldkeri.
Sigríður Ólafsdóttir, fjármálarit.
Fundir og fjelagatal.
Fjelagsfundir hafa verið reglu-
Jega á tímabilinu okt.—maí, 1—2 á
mánuði og stundum aukafundir,
einkum í sambandi við kaupdeilur.
Alls eru bókaðir 170 fundir eða 12
-13 á ári til jafnaðar.
í ársbyrjun 1915 voru fjelagskon-
ur orðnar 109. A því ári tvöfaldað-
ist meðlimatalan. Næstu tvö árin
gengu í fjelagið um 90 konur hvort
árið. Á tímabilinu 1917- 1929 var
árleg aðsókn mjög misjöfn, minst
1920, að eins 9 konur, og mest 1923,
95 konur. Árið 1930 gengu rúml. 300
konur í fjelagið, en um 80 árið efl-
ir (1931). Síðan liafa gengið í fje-
lagið um 200 konur hvert ár (1932
-1934).
Vanhöld í fjelagatölu hafa auð-
vitaða verið mjög mikil. Fjöldi af
ógiftum konum liafa gengið í fjelag-
ið, þegar þær stunduðu útivinnu, en
horfið úr fjelaginu aftur. þegar þær
tóku að gegna húsmóðurstörfum.
tmsar aðrar orsakir liafa liöggvið
skörð í fjelagsskapinn, (burtflutn-
ingur úr bænum, tregða á greiðslu
iðgjalda, dauðsföll o. fl.). 1 ársbyrj-
un 1921 var meðlimatalan um 400,
og hjelst svo litið hreytt til 1930. Nú
eru fjelagskonur taldar um 900.
Kaupgjaldsmál.
Umbætur á launakjörum verka-
kvenna Iiafa frá upphafi verið
aðalmál fjelagsins.
Eins og hjá öllum eldri verklýðs-
fjelögum var byrjað á því, að fje-
Jagið ákvað sjálft með fundarsam-
þykt, hver vera skyldi launataxti
félag'skvenna og um ýms önnur
vinnuskilyrði. Þessi ákvæði voru
lcölluð aukalög. Höfðu þau sama
gildi og fjelagslögin, en voru ekki
tekin inn í þau, vegna þess að húast
mátti við tíðum breytingum á þeim
ákvæðum.
Þegar lög Framsóknar voru setl
liaustið 1914, voru einnig samþykt
ankalög. Fyrstu greinar aukalag-
anna hljóðuðu svo:
„1. gr. — Almennur vinnudagur
innan verkakvennafjelagsins Fram-
sókn er frá kl. (5 að morgninum til
kl. 0 á kvöldin. Haldi félagskonur
áfram vinnu eftir kl. 6 skal það tal-
in eftirvinna.
2. gr. Alment verkakonnkaup
sje 25 aur. um timann, lilunninda-
laust, en 20 aur, þar sem skaffað er
soðning og matreiðsla. Eftirvinna
frá kl. (5-10 borgist ,með 30 aur.
um tímann, en nætur- og sunnu-
dagavinna með 35 aurum um tim-
ann. Kaup þetta miðast við 1(5—60
ára aldur“.
Um ákvæðisvinnu við fiskþvott
var ekkert ákveðið.
Þegar leið að þeim tíma um vet-
urinn (1915), útivinna byrjaði átti