Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Page 7

Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Page 7
1914 1934 AFMÆLISBLAÐ VERKAKVENNAFJELAGSINS FRAMSÓKN 7 Sigríður Ólafsdóttir ......... 8 — Karólína Siemsen ............. 7 — María Pjetursdóttir .......... 7 •— Elinbórg Bjarnadóttir ........ 6 — Herdis Símonardóttir ......... fi — Margrét Magnúsdóttir ......... 4 Sigrún Tómasdóttir ........... 4 — Svafa Jónsdóttir ............. 4 —- Þóra Pjetursdóttir ........... 4 — Tvær fjelagskonur hafa átl sæti i stjórn Alþýðusambandsins, þær Jónína Jónatansdóttir og Jólnmna Egilsdóttir. Framsókn befir tekið mjög öfl- ugan verklegan þátt í undirbúningi Alþingiskosninga bjer í bænum og auk þess lagt talsvert fje til þeirrar starfsemi úr sjóði sínum. Blöð flokksins i Reykjavik (Dags- brún og AI])ýðublaðið) hefir fjelag- ið stutl með útbreiðslustarfsemi og fjárframlögum. Þegar unnið var að stofnun Al- þýðuprentsmiðjunnar lagði Fram- sókn til ríflegan skerf i peningum og allmikla vinnu til fjársöfnunar. Þátttaka fjelagsins i starfsemi Alþýðuflokksins verður þó ekki mæld á peningakvarða. Hitt vegur meira, sem ekki verður sannað með töluin og tilvitnunum, alt það siarf sem fjelagskonur Framsóknar liafa int af hendi, beint og óbeint, til efl- ingar Alþýðuflokknum og stefnu hans. Fræðslustarf semi. Á liverju ári liefur stjórn fjelags- ins fengið menn til að flytja erindi og fyrirlestra á f jelagsfundum. Hafa til þess verið fengnir menn úr Al- þýðuflokknum og einnig utanflokks- menn. Flestir hafa fyrirlestrarnir verið um fjelagsmál alment, en auk þess um ýmsar aðrar fræðigreinar. Samstarf við önnur fjelög. Það er enginn vafi á því, að Fram- sókn, sem er elsta verkakvennafje- lag landsins, hefir liaft óbein álirif á stofnun og starfsemi annara verkakvennafjelaga, auk þess sem vitað er um bein álirif sumstaðar. En það hefir einnig liaft samstarf við verkakvennafjeíög, mikið og margvislegt. FuIItrúar Framsóknar í fulltrúa- ráði verklýðsfjelaganna í Reykjavik hafa tekið mjög drjúgan þátt i starf- semi verklýðsfjelaganna í bænum. Konur úr Framsókn lögðu lið sitt til stofnunar Alþýðubrauðgerðar- innar. Framsókn gaf af sjóði sín- um 1000 kr. til kaupa á Alþýðuhús- inu Iðnó. Þær hafa lika ákveðið að leggja drjúgan skcrf til hins nýja, fyrirhugaða Alþýðuhúss hjer í bæn- um. Við bæjarstjórnarkosningar allar liafa Framsóknarkonur unnið mik- ið og merkilegt starf. Tvær konur úr Framsókn liafa verið fulltrúar Alþýðuflokksins i bæjarstjórn Reykjavikur, þær .Tónína Jónatans- dóttir og Jóhanna Egilsdóttir. Tvis- var sinnum liefir Framsókn lagt fram fje úr fjelagssjóði til styrktar verkakvennafjelögum úli á landi í verkföllum. Og þess kennir jafnvel, þótt í smáum stíl sje, að áhrif þess hafi náð út fyrir landsteinana, því l!)2fi sendi fjelagið 200 kr. til enskra kolanámumanna í verkfallinu mikla þar. Kveöja frá Hafnfirðingum I dag skal minnst, i dag skal spáð og djarft skal vona og leggja á ráð. I>ið fœrðuð gömul grettistök úr götu þess, er braust i vök. l>að reynir cnn á þróttinn þinn, og ]ní átt eftir stivrsta sigurinn. S. E. I dag lieldur verkakvennafjelag- ið Framsókn hátíðlegt 20 ára af- mæli sitt. Á slíkum tímamótum er margs að minnast. Þótt ekki sje langt síðan að verka- lýðsfjelögin á landi hjer hófu starf- semi sína, þá hefur þó svo mikið á unnist, til liagsbóta á kjörum hins vinnandi lýðs, að ungu fólki innan samtakanna veitir tíðum erfitt að átta sig á því, hvað mikla örð- ugleika brautryðjendurnir áttu við að stríða á fyrstu árunum, og Iivað þau kjör voru ótrúlega aum, sem verkalýðurinn átti við að búa, á meðan atvinnurekendurnir einir rjeðu kaupgjaldi lians og aðbúnaði öllum. Mun þó mega fullyrða, a'ð kjör verkakvenna hafi verið enn ömurlegri en karla. Segir Þorvald- ur Thoroddsen svo i íslandslýsingu sinni, að öllum útlendum og inn- lendum, sem hafi komið lil Reykja- víkur á seinni hluta 19. aldar, liafi blöskrað hvað verkakonum þar hafi verið misboðið með illa borg- aðri stritvinnu. Og i blaðinu Þjóð- ólfi frá 1880 er kjörum verkakvenna i Reykjavík lýst, sem lijer segir: „Kvenfólkið, sem þið sjáið þarna á eyrilmi, með kolin, salt- fiskinn og sykurkassana, það er kvenfólk bænda og tómtliúsmanna, áburðarkvenfólk höfuðstaðarins — allra þarfasta þjóð, sem aldrei gerir „skrúfur" og ekki upplýkur sínum munni, þótt það vinni eins og karl- ar og taki aðeins liálf laun við þá ... og vatnskerlingarnar hjerna, það eru (með respekt að segja) leifarnar af stúlkunum á eyrinni, það er að segja þær af þeim, sem orðnar eru fjelausar ekkjur og hafa elst og orðið útslitnar án þess að eignast nokkra fjármuni eða nokk- urt athvarf í ellinni, nema bæinn og vatnspóstana. Hið sanna er, að versta æfi í þessum liöfuðstað vor- um eiga gamlir þægir útigangshest- ar og þar næst gamalt lieilsulaust kvenfólk, sem fjelaust og munað- arlaust er að reyna að hafa ofan af fyrir sjer“. Hjer er brugðið upp mynd af svo ógeðslegri jkvennaþrælkun, að furðu gegnir, að slíkt skuli hafa átt sjer stað i höfuðstað lands vors, fyr- ir tiltölulega skömmum tíma, og þessu líkt var ástandið i öðrum kaupstöðum landsins. Það var um þetta kúgaða og auðmjúka fólk, sem aldrei gerði „skrúfur", sem Þorsteinn kvað: En ljótt var að sjá niðri i sorpunum hjer hjá svinbeygðum verklýð og snauðum. Mig furðaði liann þeytti ekki ]>vi sem liannber af ]>rælmensku. forsmán og nauðum. I'eir reyndu ekki að kvika eða ranka við sjer ]>ó reitt væri af ]>eim eins og sauðum, l>eir þakka að það klaklaust í kistuna fer, sem kann að vera ætt á þeim dauðum. Mátti kalla að þetta ömurlega á- stand hjeldist þar til verkalýðurinn hóf fjelagshundna baráttu, og verkakvennafjelagið Framsókn er því sprottið upp úr þessum jarðvegi. Má öllum ljóst vera, að við mikla örðugleika var að etja í fyrstu. Annarsvegar afturhaldssama at- vinnurekendur, sem öllu vildu halda í gamla borfinu og bins vegar þrautpíndan lýð, sem var orðinn svo sljór af langvarandi þrælkun, að liann skildi ekki mátt samtakanna. Þá er liitl ekki síður Ijóst, við sam- anburð á kjörum verkakvenna fyr og nú, að Framsókn hefur orðið mikið ágengt í baráttu sinni. Oghætt er við, að seint hefði verið ráðin full hót á því hörmulega ófremdar- ástandi, sem að ofan er lýst, ef verkakonur befðu ekki bundist sam- tökum til að bæta kjör sín. Verka- kvennafjelagið Framsókn liefur þvi þegar unnið stórmerkilegt menn- ingar- og mannúðarstarf og þó er það sem búið er ekki nema byrjun. Ótal mörg og stór verkefni biða úr- lausnar, sameiginlegra átaka og sig- ursællar baráttu. Enn er gerður mik- ill munur á kaupgjaldi kvenna og karla við söniu vinnu, enn verða margar fátækar verkakonur að draga fram lifið i þröngum og loft- illum íbúðum og stórspilla þannig heilsu sinni og barna sinna, og enn skortir mikið á, að verkakonum sje

x

Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn
https://timarit.is/publication/661

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.