Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Síða 9
1914—1934
9
AFMÆLISBLAÐ VERKAKVENNAFJELAGSINS FRAMSÓKN
20 ára afmæli
Verkakvennafélagsins Framsókn
Lag: Hvað er svo glatt o. s. frv.
Hjá karlmönnunum vinsælt var það ekki —
þeim virtist upp í bekkinn færast skör,
er konan tók að hrista sína hlekki
og Iiugsa’ um það að liæta ögn sín kjör.
Og því var löngum leiðin grýtt og nakin
og langsótt varð hver minsta réttarbót.
En konusálin — sé hún aðeins vakin —
hún sækir fram, þótt hart sé undir fót!
Og nú var byrjað. Nú var framsókn hafin,
og nú er ekki hægt að stöðva för.
Og bráðum verður æskan önnum kafin
og ellin jafnvel rís úr sinni kör!
Vér fylkjum liði og fram vér hiklaust sækjum,
en flýjum ei, þótt skorti auð og seim.
Vort starf er það að greiða úr fornum flækjum
og frelsi og maiinjöfnuði að bjóða heim.
Já, systir góð, ég veit þú vilt það ekki
að venja biind þér leggi klafa um háls.
Og þess vegna áttu að hrista þina hlekki
og hætta ei fyr en þú er orðin frjáls!
Og félag vort er þér til styrktar stofnað;
þess starf er það að ryðja þína braut
og hnippa í þær, sem hafa á verði sofnað
og hendur látið falla sér í skaut.
Vér höfmn fyrir aðra í anda brunnið
og unnið margt til nytja vorri þjóð,
og þaðan liafa hollir straumar runnið
með liita og nýjan þrótt í freðið blóð.
Þvi skulu vorir áhugaeldar brenna,
þótt allavega snúist tímans hjól,
uns rósir spretta á vöngum verkakvenna
og veröld' þeirra fyllist yl og sól.
Grétar Fells.
sinni með öðruni landsfjelögum
kvenna.
í stjórnmálabaráttu Alþýðu-
flokksins hefur fjelagið ált sinn
mikla þátt. Fá fjelög liafa lagt til
]>etri fulltrúa til áróðurs í kosn-
ingahríðum þeim, er flokkurinn
Iiefur liáð öll þessi ár. Innan fje-
lagsins er fjöldi áhugasamra og
mikilhæfra kvenna, sem aldrei
liggja á liði sínu, er samtökin kalla
þær til starfs. Als þessa ber að
minnast og' þakka á þessum merki-
leg'u tímamótum fjelagsins.
Mér er ljúft að minnast samstarfs-
ins við Framsókn og fulltrúa henn-
ar á liðnurn árum og vil sjerstak-
lega i umboði bróðurf jelagsins,
Sj ómannaf j elags Reykj avíkur,
þakka konunum, er Framsókn
skipa fyr og síðar, samstarfið á liðn-
um árum og allan þann stuðning,
beinan og óbeinan, er þær hafa veitt
þvi fjelagi i baráttunni fyrir bættum
lífskjörum og vænti þess, að það
samstarf megi í framtlðinni verða
órjúfanlegt.
Að siðustu vil jeg sem starfandi
formaður heildarsamtakanna hjer
i bænum þakka fjelaginu og stjórn-
endum þess samstarfið á liðnum
árum og ötula framgöngu í efna-
hags og menningarlegri baráttu
verkalýðsins á Islandi.
Sigurjón Á. Ölafsson.
Verkakonur
Sá, sem ferðast um mörg lönd,
hlýtur að veita því eftirtekt, hve
mikill er munurinn á kjörum verka-
lýðsins i þeim löndum, þar sem
verlclýðsfjelagsskapurinn er orðinn
rótgróinn, og í hinum, þar sem eng-
inn verklýðsfjelagsskapur er, eða
liann er svo ungur og veikur, að
hann má sin einskis. Þessi munur
sjest grcinilega á því hvað verkalýð-
urinn er ver til fara þar sem liann
er óskipulagshundinn.
Þegar borið er saman kaupið
kemur i ljós, að það er þriðjungi til
helmingi hærra þar sem fjelags-
skapurinn er, en þar sem enginn fje-
lagsskapur er.
Já, meira að segja innan sama
lands getur jjessi munur verið
geysimikill. Það eru dæmi til þess
hjer á landi, að í einu kauptúni, þar
sem fjelagsskapur var, var kaupið
þriðjungi hærra en í öðru kauptúni,
þar sem verkalýðurinn var óskipu-
lagsbundinn, og var þó ekki nema
Iiálf dagleið á mótorbát á milli
kauptúnanna.
Munurinn á vellíðan fólksins á
þessum tveim stöðum var auðsær,
einkum var áberandi livað börnin
voru illa klædd þar sem kaupið var
lægra.
Nú orðið eru flestir —- einnig þeir,
sem eru á móti jafnaðarstefmmni
—- farnir að játa, að verkalýðsfje-
lögin sjeu nauðsynleg, og hefur
mikil breyting skeð í þá átt, á
þeim tuttugu árum, sem liðin eru
siðan verkakvennafjelagið Fram-
sókn var stofnað. Þó býst jeg við,
að mikið skorti enn á, að menn
skilji hvaða menningarlegt gildi
verklýðsfjelagsskapurinn hefur. En
það er þó auðvelt að gera sjer i hug-
arlund hvernig ástandið hcfði ver-
ið, þessi liðnu ár, ef verkalýðurinn
hefði aldrei fengið nema tvær krón-
ur fyrir liverjar þrjár sem hann
liefur haft. Þó jnikið vanti á að
verkalýðurinn hafi það húsnæði,
sem viðunandi má kallast, þá er þó
bersýnilegt, hve mikið verra það
hefði verið þá, og hversu margfalt
óhraustari þjóð þá hefði verið hjer