Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Side 2

Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Side 2
2 III. Bréfhirðingar. I framhaldi af tilkynningu í pósl- og simatíðindum nr. 1—9 1963, skulu hér taldar nokkrar bréfhirðingar til viðbótar, sem lagðar verða niður frá 1. janúar 1964 að telja. Miðey, Pétursey, Varmahlíð (Hvv). Eyri í Seyðisfirði, Staður (frá 1. jan. ’63) (ís). Kálfafell, Keldunúpur (Kbk). Bræðratunga, Múli, Vatnsleysa (Self). Giljar (Vk). Saurbær (Þh). Þá skal hér með leiðrétt tilkynning í blaði nr. 1—9 1963 um, að bréfhirðingin Kleifar (Kfn) yrði lögð niður. Hún verður ekki lögð niður. Á sama hátt leiðréttist hér með tilkynning í nr. 7—12 1962 um bréfhirðinguna Bót (Eg). IV. Nýtt frímerki. Nýtt frímerki í tveimur verðgildum kr. 3,00+0,50 og kr. 3,50+0,50 var gefið út hinn 15. nóvember 1963. Yfirverðið, 50 aurar, rennur til Rauða Kross íslands. Frímerkið gildir til greiðslu burðargjalds á hvers konar póstscndingar þar til öðruvísi kann að verða ákveðið. V. Umbúnaður prentsendinga. Að gefnu tilefni er hér með brýnt fyrir póstmönnum, að gæta þess vandlega að prentsendingar séu umbúnar svo sem vera ber, þ. e. að auðvelt sé að rannsaka innihaldið. Það kemur því miður fyrir, að prentsendingar eru í lokuðum umbúðum, en gat klippt á eitt hornið, þannig að glitti í innihaldið. Þetta er langt frá að vera fullnægjandi umbúnaður, þar sem ókleift er að rannsaka innihaldið. VI. Póstkröfusendingar. Nokkuð þykir bera á þvi, að við sendingum, sem senda á gegn póstkröfu, sé tekið án þess þær séu útbúnar eins og vera ber. Skal i því sambandi minnt á 27. grein 1. lið Reglugerðar um notkun pósts, en þar segir svo: „Efst á framhlið sending- ar, sem send er gegn póstkröfu, skal sendandi rita orðin „Póstkrafa kr.“ og þar næst upphæðina í tölum og siðan endurtckna í bókstöfum“. Þetta eru póstmenn eindregið beðnir að brýna fyrir almenningi. Þá skal í þessu sambandi einnig minnt á ákvæði 4. liðar sömu greinar um innlausnarfrest fyrir póstkröfur, en alltaf er nokkuð um kvartanir yfir slæmri afgreiðslu á póstkröfum. VII. Lausar stöður og veittar. I. Stöður auglýstar lausar til umsóknar: 5.10. Staða fjarritara hjá ritsímanum í Reykjavík. 18.10. Bókari I hjá hagdeild og bókari I hjá rekstrardeild.

x

Póst- og símatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.