Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 19

Morgunn - 01.06.1946, Side 19
MORGUNN 9 sem gott eiga með að hafa vald á hugsunum sínvim og beina þeim að viðfangsefni líðandi stundar, og stilla þær til hlutleysis. 5. Dávaldinum er ekki unnt að ná varanlegu valdi yfir sjúklingnum. Áhrifaverkanir hans fjara oftast út eftir nokkurn tíma, þó sennilega ekki fyrr en eftir nokkur ár. Almennt gera menn sér lítt grein fyrir því, hve áhrifa- orka dávaldsins er takmörkuð. Það, sem nú hefur verið um þetta sagt, ætti að geta orðið mönnum til nokkurs skilningsauka. En bæta má því við, að sannað hefur verið með tilraunum, að í dásvefninum er ekki unnt að fá hinn dáleidda til að gera neitt það, er hann í venjulegu vöku- ástandi telur rangt vera. Væri hinum dásvæfða manni t. d. skipað að fremja morð meðan hann er í dáleiðslublundinum, væri hann ófáanlegur til að gera slíkt, nema hann væri reiðubúinn til að framkvæma slíkt vitandi vits. „Ég gerði slíka tilraun einu sinni heima hjá mér“, segir Erskine. „Ég hafði dáleitt mann, sem afar auðvelt var að svæfa og stjórna í dásvefninum. Ég reyndi að knýja hann til að reka hníf í einn vina minna, sem staddur var í her- berginu hjá okkur. Hinn dásvæfði maður hélt á hnífnum í hendinni, er hann hóf á loft, en þar við sat, hann fékkst ekki til að gera meira, hann greiddi aldrei höggið, og beitti ég þó allri orku minni til þess að neyða hann til að greiða það. Geta skal ég þess, að maðurinn, sem aðstoðaði mig, var fús til að taka þátt í tilrauninni, hann var við því búinn að stökkva til hliðar, ef hinn dáleiddi fengist til að hlýða skipunum mínum og auk þess bar hann járn- hlíf undir fötum sínum. Fyrstu árin, sem ég iðkaði dáleiðslu, gerði ég tilrauna- athuganir á ýmsum mönnum, er áhuga höfðu fyrir þessum rannsóknum og voru fúsir til að láta dáleiða sig í þágu vísindanna. Auðvelt reyndist að fá þá til að gera ýmislegt það, sem þeim myndi ógeðfellt í venjulegu vökuástandi

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.