Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 22

Morgunn - 01.06.1946, Side 22
12 MORGUNN sá, að ég hef veitt mörgum lækningu, sem ekki hafa viljað láta dáleiða sig, og ég er sannfærður um, að með aukinni þekkingu á hagnýtingu dáleiðslunnar mun dávöldunum reynast auðvelt að framkvæma aðgerðir sínar án þess að nota dásvefninn. En sem stendur er þetta þó því aðeins kleift, að viðkomandi maður sé einhuga og viljasterkur, en þá menn er auðveldast að dásvæfa, eins og ég þegar hefi sagt. Það er ekkert dularfullt eða töfrakennt við dásvefninn. 1 líffræðilegum skilningi er hann sama eðlis og venjulegur svefn. Dásvefninn sjálfur er ekki neinum lækningamætti gæddur. Nytsemi hans í þessu sambandi liggur í því einu, að þeim, er aðgerðina framkvæmir, er auðveldara að ná hugrænu sambandi við hinn dulda en raunverulega per- sónuleik vitundarlífsins. Ég gæti skýrt frá hundruðum atvika úr reynslu minni, þar sem fullkomin lækning hefur tekizt án þess að dásvæfing hafi verið notuð. En undan- tekningarlaust hefi ég náð fullri stjórn yfir þeim. Ég hefi þá stundum að gamni knúð þá til að sitja kyrra í þessum eða hinum stólnum með hugsanabeitingu einni, horft á þá reyna að standa á fætur, en geta það ekki, og þegar ég hef náð slíkum tökum á vitundarlífi þeirra, hefur mér reynzt auðvelt að framkvæma hvaða aðgerð, sem þurfti.“ 1 sambandi við það, er áður hefur verið sagt um mikil- vægi viðhorfs þeirra, er aðstoðar leita, þykir mér rétt að segja frá heimsókn, er Erskine hlaut einu sinni. Unglings- piltur einn, sem átti heima í Bristol, stamaði mjög og hafði svo verið frá fæðingu. Allt hafði verið reynt, sem hugsast gat, til að lækna hann, en engan árangur hafði það borið. Hann var talinn ólæknandi. Dag einn las hann í einu blað- anna um lækningu, sem hermaður nokkur hafði fengið við taugaáfalli, er olli honum lömunar. Hann bað móður sína að fara með sig til Erskines. Hún varð um síðir við þeim óskum piltsins. Þau komu til hans, án þess að hafa gert boð á undan sér.Þegar þau komu inn í móttökuher- bergi hans og áður en skipzt hafði verið á kveðjum, vatt

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.