Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 43

Morgunn - 01.06.1946, Page 43
MORGUNN 33 Yfirlit. Eftir J. Arthur Hill. Hinn alkunni og ágæti sálarrannsóknamaður og rit- höfundur J. Arthur Hill hefur skrifað nokkrar mjög merkar bækur um sálarrannsóknamálið. Eina þeirra nefnir hann SPIRITUALISM. Þá bók ritaði hann árið 1918 og gefur þar mjög greinargott yfirlit yfir málið, sögu þess, fyrirbrigðin og heimspeki spíritismans. Margt nýtt hefur vitanlega komið fram, siðan þessi bók var skrifuð, en vegna yfirgripsmikillar þekkingar höfund- arins og ritsnilldar stendur hún í fullu gildi enn, svo langt ,sem hún nær. MORGUNN flytur hér niðurlags- kafla þessarar bókar í þýðingu ritstj. Á nítjándu öldinni var trúin á framhaldslíf orðin að dauðum bókstaf flestum vísindalega menntuðum mönnum. Vitanlega voru undantekningar frá þessu, eins og þeir miklu menn Faraday og Kelvin, sem a. m. k. gerðu ráð fyrir framhaldslífi sem möguleika. En sérstaklega var það eftir að hinar líffræðilegu uppgötvanir voru gerðar, sem einkuip eru bundnar við nafn Darwins og félaga hans, að trúin a p'rsónulegan ódauðleika kulnaði út, jafnvel meðal hugsandi leikmanna og presta, eftir því, sem dr. Griffith-Jopes staðhæfir. Ódauðleikatrúin „þokaðist aftur i baksvið vituudarlífsins", jafnvel hjá trúuðu fólki. Menn fundu engar nútímasannanir fyrir henni, og jafnvel þar sem hún var til hjá fólki, lifði hún fremur sem von, bor- in uppi af „hinum máttvana höndum trúarinnar“, en sem vissa. Spíritisminn hrinti af stað vakningu í þessum efnum. Hann staðhæfði, að eiga yfir að ráða sams konar sönn- nnum og þeim, sem kristindómurinn var reistur á. Kristur ieiddi ódauðleikann í Ijós með þeim hætti, að hann birtist 3.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.