Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Síða 52

Morgunn - 01.06.1946, Síða 52
42 MORGUNN ótrúlegu framfarir orðið, sem vér þekkjum öll. En vér þurfum meira en hlutrænan sigur yfir öflum náttúrunnar. Slíkt vald er gott, en það þarf að nota það réttilega, og einbeiting að því einu leiðir til þess, að menn verða andlega blindir og misnota það vald, sem þeir vinna. Hin djöful- lega persóna bókmenntanna, Mefistófeles, hafði geysileg- um vitsmunum yfir að ráða, en hann átti ekkert siðgæði, var andlega snauður. Það virðist svo sem vér þurfum að sækja verðmæti bæði til austurs og vesturs. Vísindum Vesturlanda verðum vér að halda, en vér verðum einnig að læra að horfa út yfir hinn jarðneska skynheim. Oss verður að skiljast, að al- heimurinn er andlegt fyrirbrigði og að efnisheimurinn er aðeins hluti af honum. Hin nýju vísindi sem nefnast sálar- rannsóknir, sýnast bezt til þess fallnar, að vekja þá menn til meðvitundar um hið ójarðneska, sem ekki eiga sjálfir neina trúarreynslu og hafa ekki komizt í neina snertingu við veruleika hins ósýnilega. Sálarrannsóknimar nota rannsóknaraðferðir, sem nútímamaðurinn treystir, og þær leiða manninn út fyrir hið jarðneska og inn í víðari skyn- heim. Og jafnvel þeim, sem áður hafa átt sína innri reynslu sjálfir, færa þessi nýju vísindi hjálp, sem annars er ekki að fá, eða a. m. k. staðfestingu, sem ekki verður metin um of. Þannig fór Myers. Þegar honum varð ljóst, að sannanimar fyrir höfuðatriðum þess, sem hann hafði trúað á, voru ófullnægjandi, kastaði hann þeirri trú fyrir borð, þótt honum sviði skaðinn. En eftir þrjátíu ára sálar- rannsóknastarf fann hann loks trygga staðfesting þess, sem hann hafði áður trúað á, öruggari grundvöll en hann hafði áður þekkt, og þá gat hann sagt: „Ég viðurkenni, að þessar nýju sannanir, sem nú hafa gert hinar fornu frá- sagnir um upprisuna trúanlegar, hafa gefið mér innsýn og auðmjúkan þakklætishug, sem jafnvel hið einlæga trúar- líf mitt í bernsku gat ekki gefið mér“. Sannanir hafa fengizt fyrir framhaldslífinu og samband- inu milli heimanna. Mótbárum efnishyggjunnar og trúar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.