Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 78

Morgunn - 01.06.1946, Side 78
68 MORGUNN Um Indriða heitinn Indriðason miðil var gefin út bók fyrir nokkurum árum, rituð af Þórbergi Þórðarsyni rithöf., eftir endurminningum Bryniúlfs Þor- Ny bok um mioil. lákssonar organista, og síðar kom ut önnur bók, um Andrés heitinn Böðvarsson miðil, rituð af > frú Elínborgu Lárusdóttur rithöf., og í samvinnu við frú Salvöru Ingimundardóttur, ekkju hans, en nú er von á enn einni bók um íslenzkan miðil, sem frú Elínborg hefur safn- að til, og eru frásagnir allmargra um miðilsstarf Hafsteins Björnssonar. Er sú bók væntanleg á markaðinn í haust, eða fyrra hluta komanda vetrar. Verða þar birtar frásagnir fólks, sem setið hefur transfundi með Hafsteini, og segir þar frá mörgu, sem hleypidómalausu fólki mun finnast at- hyglisvert og öðrum merkilegt. Oss er kunnugt um, að frúin hefur lagt hina mestu alúð við að safna sem mestu og vanda heimildirnar þó um leið, en óhjákvæmilegt er, að þarna vanti þó ýmislegt af því merkasta, sem gerzt hef- ur á fundunum hjá Hafsteini, því að oft er það, sem fram kemur á slíkum fundum, svo bundið nánustu einkamálum fólks, að það er tregt til að segja opinberlega frá þeim hlutum. Margra grasa mun þó kenna í þessari bók, sem marga mun fýsa að lesa. Hennar verður getið nánara í Morgni síðar. Þeir, sem áhuga hafa fyrir andlegum málum með þjóð- inni, fylgjast að vonum með prestskosningunum, því að þær eiga, ef rétt er með þær farið, að vera spegilmynd þess, Prcstskosningar hvernig Þjóðin hugsar um andleg mál. Eins og eðlilegt var, þar sem ritstjóri þessa rits var þar aðili, var kosningin í dómkirkjusókn höfuðstaðarins á liðnum vetri ekki gerð að umtalsefni í ritinu, en hefði þó > verið ástæða til þess. Þar fékkst greinilega úr því skorið, að mikill meiri hluti kjósendanna í höfuðsókn landsins vildi fá frjálslyndan prest en hafna rétttrúnaðarstefnunni svonefndu innan kirkjunnar og hindra það, að hún yrði ein- ráð í höfuðkirkju landsins. Kosningaúrslitin komu and- stæðingum frjálslyndisins áreiðanlega mjög á óvart; þeir J

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.